Innlent

Gríðarstór borgarísjaki strandaður undan Straumsnesi

Mynd/Halldór Sveinbjörnsson
Gríðarstór borgarísjaki er strandaður um það bil 26 sjómílur vestur af Straumnesi á norðanverðum Vestfjörðum.

Dýpi á þessum slóðum er um hundrað metrar, þannig að hann skagar aðminnstakosti tíu metra upp úr haffletinum samkvæmt þeirri staðreynd að aðeins einn tíundi stendur upp úr af borgarísjökum.

Nokkrar tilkynningar hafa borist að öðrum jöklum norðvestur af landinu og hafa sjófarendur verið varaðir við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×