Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Erla Hlynsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 12:31 Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. „Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hlutverk dýraverndarráðs er að vera umhverfisráðherra og umhverfisstofnun til ráðgjafar um dýraverndarmál. Sigurborg situr jafnframt í nefnd á vegum ráðuneytisins um endurskoðun á lögum um dýravernd. „Nú má enginn gelda nema dýralæknir en það er samt gert, og því miður er það gert án deyfingar," segir Sigurborg. Í gildandi lögum um dýravernd segir: „Þegar aðgerð á dýrum er sársaukafull skal ávallt nota deyfilyf eða svæfa dýrið." Það er hins vegar ekki gert þegar grísir eru geltir af starfsfólki svínabúa. Ennfremur segir í lögunum að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr en Matvælastofnun geti í undantekningartilfellum veitt þjálfuðum mönnum leyfi til geldinga. „Það hefur enginn slíkt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að Matmælastofnun hafi gefið út nokkurt leyfi," segir Sigurborg sem jafnframt starfar sem gæðastjóri hjá Matvælastofnun.Geltir út af bragðinu Ástæðan fyrir því að grísirnir eru geltir er að þegar þeir eru komnir á ákveðinn aldur kemur svokallað galtarbragð af kjötinu séu þeir ógeltir. „Það er fyrst og fremst út af bragðinu sem þetta er gert, auk þess sem hegðun ógeltra grísa getur valdið vandkvæðum" segir Sigurborg. Misjafnt er hvaða leiðir eru farnar í þessum málum í nágrannalöndum okkar. Sigurborgu er þó ekki kunnugt um að annars staðar séu það aðeins dýralæknar sem hafi leyfi til að gelda grísi. Í Noregi geta bændurnir sjálfir fengið slíkt leyfi og fá þá deyfilyf til að nota við geldinguna. Í Bretlandi er farin sú leið að slátra grísum það ungum að galtarbragðið er ekki komið fram. Misjafnt er hversu næmt fólk er fyrir galtarbragðinu en einnig kemur ákveðin lykt af kjöti eldri ógeltra karlkyns svína sem talin er óæskileg við matmælaframleiðslu. Spurð um ástæður þess að það sé látið viðgangast að starfsfólk geldi ódeyfða grísi í trássi við lög segir Sigurborg að ástæðan sé líklega sú að ekki hefur fundist lausn sem allir sætta sig við. Hún bendir á að svínakjötsframleiðsla hafi aukist mikið á undanförnum árum og óhjákvæmilega fylgir því aukinn fjöldi grísa. Hér áður geltu dýralæknar alla grísi en nú er svo komið að það sé spurning hvort nægilega margir dýralæknar séu til að sinna eftirspurninni. Auk þess er dýrt fyrir svínabúin að kalla til dýralækna vegna þessa. „Fyrir dýrið er að mínu mati óásættanlegt að það sé verið að gelda án deyfingar. Það er aðalatriðið," segir Sigurborg. „Það verður að finna lausn á þessu". Hún bendir á að hér sé verið að setja á markað bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Bæði lyfjagelding og deyfilyf kosta þó sitt en Sigurborg leggur áherslu á að velferð dýrsins sé í hávegum höfð. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. „Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hlutverk dýraverndarráðs er að vera umhverfisráðherra og umhverfisstofnun til ráðgjafar um dýraverndarmál. Sigurborg situr jafnframt í nefnd á vegum ráðuneytisins um endurskoðun á lögum um dýravernd. „Nú má enginn gelda nema dýralæknir en það er samt gert, og því miður er það gert án deyfingar," segir Sigurborg. Í gildandi lögum um dýravernd segir: „Þegar aðgerð á dýrum er sársaukafull skal ávallt nota deyfilyf eða svæfa dýrið." Það er hins vegar ekki gert þegar grísir eru geltir af starfsfólki svínabúa. Ennfremur segir í lögunum að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr en Matvælastofnun geti í undantekningartilfellum veitt þjálfuðum mönnum leyfi til geldinga. „Það hefur enginn slíkt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að Matmælastofnun hafi gefið út nokkurt leyfi," segir Sigurborg sem jafnframt starfar sem gæðastjóri hjá Matvælastofnun.Geltir út af bragðinu Ástæðan fyrir því að grísirnir eru geltir er að þegar þeir eru komnir á ákveðinn aldur kemur svokallað galtarbragð af kjötinu séu þeir ógeltir. „Það er fyrst og fremst út af bragðinu sem þetta er gert, auk þess sem hegðun ógeltra grísa getur valdið vandkvæðum" segir Sigurborg. Misjafnt er hvaða leiðir eru farnar í þessum málum í nágrannalöndum okkar. Sigurborgu er þó ekki kunnugt um að annars staðar séu það aðeins dýralæknar sem hafi leyfi til að gelda grísi. Í Noregi geta bændurnir sjálfir fengið slíkt leyfi og fá þá deyfilyf til að nota við geldinguna. Í Bretlandi er farin sú leið að slátra grísum það ungum að galtarbragðið er ekki komið fram. Misjafnt er hversu næmt fólk er fyrir galtarbragðinu en einnig kemur ákveðin lykt af kjöti eldri ógeltra karlkyns svína sem talin er óæskileg við matmælaframleiðslu. Spurð um ástæður þess að það sé látið viðgangast að starfsfólk geldi ódeyfða grísi í trássi við lög segir Sigurborg að ástæðan sé líklega sú að ekki hefur fundist lausn sem allir sætta sig við. Hún bendir á að svínakjötsframleiðsla hafi aukist mikið á undanförnum árum og óhjákvæmilega fylgir því aukinn fjöldi grísa. Hér áður geltu dýralæknar alla grísi en nú er svo komið að það sé spurning hvort nægilega margir dýralæknar séu til að sinna eftirspurninni. Auk þess er dýrt fyrir svínabúin að kalla til dýralækna vegna þessa. „Fyrir dýrið er að mínu mati óásættanlegt að það sé verið að gelda án deyfingar. Það er aðalatriðið," segir Sigurborg. „Það verður að finna lausn á þessu". Hún bendir á að hér sé verið að setja á markað bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Bæði lyfjagelding og deyfilyf kosta þó sitt en Sigurborg leggur áherslu á að velferð dýrsins sé í hávegum höfð.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira