Innlent

Grjóthrunið í Bjarnarey - myndir

Mynd/Óskar P. Friðriksson

Talið er að allt að þúsundir tonna hafi hrunið úr Bjarnarey um fjögur leitið í nótt og er ásýnd eyjarinnar gjörbreytt eftir hamfarirnar. Óskar P. Friðriksson myndaði það sem fyrir augun bar í morgun. Nokkrar myndanna má sjá í myndasafni hér fyrir neðan.

Það var sjómaður á trillu sem sá þetta tilsýndar og var engin nær vettvangi þegar þetta gerðist. Vatnssúlur stigu hátt til himins enda var skákin sem hrundi úr 120 metra háu bjarginu að minnsta kosti 50 metra breið og náði um 20-30 metra inn á gróðurlendið ofan á eynni. Þar sem sjór gjálfraði áður við bjargið en nú komin stórgrýtisurð sem nær allt að 100 metra út frá berginu og eru stærstu björgin talin vera allt að 50 tonn að þyngd.

Þá er gatið, sem var einkennandi fyrir eyjuna horfið og í stuttu máli má segja að hún hafi lækkað, en stækkað. Stóra skriðan núna féll á milli aðal uppgöngustaða fuglaveiðimanna þannig að enn er fært upp á hana.

Þetta er þriðja og langstærsta hrunið í Bjarnarey á skömmum tíma, en nokkurt hrun varð þar líka í Suðurlandsskjálftanum árið 2000. Kannað verður hvort hætta er á frekara hruni. 

Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson

Tengdar fréttir

Gríðarmikið hrun varð úr Bjarnarey

Gríðarmikið hrun varð úr Bjarnarey, austan við Heimaey, þegar að minnstakosti hundruð tonna féllu úr bjarginu í sjó fram um fjögur leitið í nótt. Það var sjómaður á trillu sem sá þetta tilsýndar og var engin nær vettvangi þegar þetta gerðist. Vatnssúla steig hátt til himins enda var skákin sem hrundi frá sjólínu og alveg upp úr mjög stór úr hundrað metra háu bjarginu. Nú er þar grýtt fjara, þar sem sjórinn féll alveg að eynni áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×