Grunnskólakennari líkir samkynhneigðum við bankaræningja Erla Hlynsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 19:18 Grunnskólakennari við Brekkuskóla líkir samkynhneigð við það að ræna banka, að því leyti að hvorttveggja sé synd. Foreldri barna við skólann segir kennarann ala á mannhatri og fordómum. Kennarinn, Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, er leiðtogi Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Hann skrifaði umdeilda bloggfærslu þar sem hann sagði samkynhneigð vera synd og að laun hennar sé dauði. Foreldri barns í Brekkuskóla gagnrýndi skrif hans harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst þau náttúrulega fyrst og fremst sorgleg. Maður veltir því fyrir sér hvort blessaður maðurinn gengur heill til skógar. Það er auðvitað grafalvarlegt mál að einstaklingur sem hefur það starf að uppfræða börn og unglinga og vinna gegn fordómum, eins og segir í siðareglum kennara, að hann skuli sjá ástæðu til að dreifa þessum sora og ala á jafn miklum fordómum og mannhatri og mér finnst koma fram í skrifum hans," segir Logi Már Einarsson, skólanefndarfulltrúi og foreldri á Akureyri. En Snorri stendur við gagnrýni sína á samkynhneigð. „Þessi kynhegðun er óbiblíuleg og þetta er alveg í sama flokki og hver önnur synd. Vandamálið er að það er verið að gera þennan málaflokk eða þessa synd, það er verið að gera hana eðlilega og menn segja að þetta sé allt í lagi og það séu bara mannréttindi að fá að vera svona. Ef ég væri nú bankaræningi að eðlifari, þá væri búið að setja mig inn fyrir langa löngu," segir Snorri í Betel.En ertu þá í rauninni að líkja því saman að vera bankaræningi og samkynhneigður? „Að því leytinu til, að hvort tveggja kallað synd. Að stela er synd. Að ágirnast er synd. Og að vera samkynhneigður er synd," segir Snorri.Ef að nemandi þinn í skólanum kæmi til þín og segðist vera samkynhneigður, hver myndu þín viðbrögð vera? „Ég myndi sjálfsagt athuga hvort það væri hægt að spjalla við hann," segir Snorri. Engin svör fengust frá skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri vegna málsins. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Grunnskólakennari við Brekkuskóla líkir samkynhneigð við það að ræna banka, að því leyti að hvorttveggja sé synd. Foreldri barna við skólann segir kennarann ala á mannhatri og fordómum. Kennarinn, Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, er leiðtogi Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Hann skrifaði umdeilda bloggfærslu þar sem hann sagði samkynhneigð vera synd og að laun hennar sé dauði. Foreldri barns í Brekkuskóla gagnrýndi skrif hans harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst þau náttúrulega fyrst og fremst sorgleg. Maður veltir því fyrir sér hvort blessaður maðurinn gengur heill til skógar. Það er auðvitað grafalvarlegt mál að einstaklingur sem hefur það starf að uppfræða börn og unglinga og vinna gegn fordómum, eins og segir í siðareglum kennara, að hann skuli sjá ástæðu til að dreifa þessum sora og ala á jafn miklum fordómum og mannhatri og mér finnst koma fram í skrifum hans," segir Logi Már Einarsson, skólanefndarfulltrúi og foreldri á Akureyri. En Snorri stendur við gagnrýni sína á samkynhneigð. „Þessi kynhegðun er óbiblíuleg og þetta er alveg í sama flokki og hver önnur synd. Vandamálið er að það er verið að gera þennan málaflokk eða þessa synd, það er verið að gera hana eðlilega og menn segja að þetta sé allt í lagi og það séu bara mannréttindi að fá að vera svona. Ef ég væri nú bankaræningi að eðlifari, þá væri búið að setja mig inn fyrir langa löngu," segir Snorri í Betel.En ertu þá í rauninni að líkja því saman að vera bankaræningi og samkynhneigður? „Að því leytinu til, að hvort tveggja kallað synd. Að stela er synd. Að ágirnast er synd. Og að vera samkynhneigður er synd," segir Snorri.Ef að nemandi þinn í skólanum kæmi til þín og segðist vera samkynhneigður, hver myndu þín viðbrögð vera? „Ég myndi sjálfsagt athuga hvort það væri hægt að spjalla við hann," segir Snorri. Engin svör fengust frá skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri vegna málsins.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira