Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Meintur gerandi er karlmaður á þrítugsaldri og eru þolendurnir tveir kvenkyns samnemendur hans, einnig á þrítugsaldri. Öll stunda þau nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. vísir/ernir Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar gróft kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjaskemmtun nemenda Háskólans í Reykjavík helgina 16. til 17. október síðastliðinn. Skemmtunin fór fram á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Meintur gerandi er karlmaður á þrítugsaldri. Tveir kvenkyns samnemendur mannsins við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík eru taldir hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Þær eru einnig á þrítugsaldri. Þegar leitað var eftir svörum frá skólanum fengust þær upplýsingar frá Eiríki Sigurðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík, að skólinn hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann getur veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Í yfirlýsingu frá HR segir að fram hafi komið upplýsingar um alvarlegt atvik innan hóps nemenda í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, utan skólans. Þá segir í yfirlýsingunni að skólinn geti ekki tjáð sig að öðru leyti um málið, enda séu eðlileg ferli fyrir slík mál hjá þar til bærum yfirvöldum. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en haft er eftir Árna Þór Sigmundssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að hann vilji hvorki staðfesta það né neita því að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. „Við erum í afar erfiðri aðstöðu til að tjá okkur um rannsóknir einstakra mála og einstaklinga sem eru til rannsóknar,“ segir Árni Þór Sigmundsson. Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar gróft kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjaskemmtun nemenda Háskólans í Reykjavík helgina 16. til 17. október síðastliðinn. Skemmtunin fór fram á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Meintur gerandi er karlmaður á þrítugsaldri. Tveir kvenkyns samnemendur mannsins við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík eru taldir hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Þær eru einnig á þrítugsaldri. Þegar leitað var eftir svörum frá skólanum fengust þær upplýsingar frá Eiríki Sigurðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík, að skólinn hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann getur veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Í yfirlýsingu frá HR segir að fram hafi komið upplýsingar um alvarlegt atvik innan hóps nemenda í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, utan skólans. Þá segir í yfirlýsingunni að skólinn geti ekki tjáð sig að öðru leyti um málið, enda séu eðlileg ferli fyrir slík mál hjá þar til bærum yfirvöldum. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en haft er eftir Árna Þór Sigmundssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að hann vilji hvorki staðfesta það né neita því að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. „Við erum í afar erfiðri aðstöðu til að tjá okkur um rannsóknir einstakra mála og einstaklinga sem eru til rannsóknar,“ segir Árni Þór Sigmundsson.
Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira