Handbolti

Guðjón Valur búinn að semja við Kiel

Hörður Magnússon skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta hefur skrifað undir samning við þýska stórveldið Kiel en þetta kom fyrst fram í hádegisfréttunum á Bylgjunni. Guðjón Valur hætti hjá danska stórliðinu AG Kaupmannahöfn rennur út í vor.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er samningur Guðjóns Vals til tveggja ára. Kiel eru margfaldir Þýskalandsmeistarar og eru með með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. Liðið hefur unnið alla átján leiki sína í deildinni.

Guðjón Valur hittir fyrir annan landsliðsmann hjá Kiel Aron Pálmarsson. Guðjón Valur var valinn í úrvalslið Evrópumótsins á dögunum og var fjórði markahæstur á mótinu. Guðjón Valur er 32 ára og Kiel er fjórða þýska liðið sem hann leikur fyrir. Hin eru Essen, Gummersbach og Rhein Neckar Löwen.

Hann mun nú spila á nýjan leik fyrir Alfreð Gíslason en Alfreð þjálfaði hann einnig á sínum tíma hjá Gummersbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×