Handbolti

Guðmundur: Mín ákvörðun að láta Snorra taka vítið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar
Mynd/Valli
Snorri Steinn Guðjónsson spilaði aðeins nokkrar mínútur í leik Íslands og Ungverjalands á Ólympíuleikunum í gær en kom samt inn á þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma til að taka víti sem Ísland fékk.

Það var varið og Ungverjar náðu að tryggja sér framlengingu með marki á lokasekúndunni.

„Ég tók þessa ákvörðun," sagði Guðmundur Guðmundsson. „Það var brotið á Óla og hann treysti sér ekki til að taka vítið, enda hafði hann klikkað sjálfur fyrr í leiknum. Í gegnum tíðina höfum við haft þann háttinn á að Snorri taki þá næsta víti."

Guðmundur tekur þó skýrt fram að þetta eina atvik réði ekki úrslitum leiksins. „Það þarf að skoða leikinn í heild sinni frekar en eitt atvik. Þetta var erfitt augnablik fyrir Snorra en hann er hetja fyrir að hafa tekið að sér að stíga fram. Stundum fara bara hlutirnir ekki á þann veg sem maður vill."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×