Guðmundur í stærsta starfi handboltaheimsins Hjalti Þór Hreinsson skrifar 31. júlí 2010 10:00 Fréttablaðið/Diener Skartgripamógúllinn Jesper Nielsen er eigandi danska ofurliðsins AG København og aðaleigandi þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er yfirmaður íþróttamála hjá báðum félögunum en fyrr á þessu ári var hann ráðinn til AG til að byrja með. Starfssvið hans hefur nú verið stækkað. Íþróttastjórastarfið hjá AG var einstakt í handboltanum og að vera með sama titil hjá einu allra besta liði Þýskalands gerir það enn stærra. Störfin gerast vart stærri í handboltaheiminum en annar Íslendingur, Alfreð Gíslason, stýrir Kiel sem er líklega stærsta þjálfarastarf handboltaheimsins. „Ég er að vinna með Jesper fyrir bæði félögin en það er mikið samstarf á milli þeirra. Ég sinni ýmsum verkefnum hjá Rhein-Neckar Löwen sem snúa að íþróttalegu hliðinni hjá félaginu. Þar á meðal eru leikmannamál og ég vinn að því að finna leikmenn fyrir félögin," segir Guðmundur. Hann segir að þrátt fyrir að hann sé að vinna fyrir tvö félög séu engir hagsmunaárekstrar í starfinu. „Þetta fer mjög vel saman. Þetta skarast ekkert og það er ekkert erfitt að velja hvaða leikmenn fara hvert ef ég finn einhvern," segir Guðmundur og bætir við að hugsanlega sé hægt að flytja leikmenn á milli félaganna. „Það er möguleiki á því ef þörf er á en það yrði sameiginleg ákvörðun á milli okkar og þjálfaranna, auk þess sem það þyrfti að gera í félagaskiptaglugganum og eftir öllum reglum." Sem dæmi um samstarfið á milli félaganna eru þau nú bæði með liðin á Spáni í sameiginlegum æfingabúðum. Liðin spila æfingaleik í dag og hafa ráðið Claes Hellgren sem markmannsþjálfara fyrir bæði félögin. Guðmundur verður áfram búsettur í Kaupmannahöfn en hann kemur til með að ferðast mikið til Þýskalands. Um einn og hálfur tími í flugi er til Heidelberg þar sem hans önnur bækistöð verður. Guðmundur er einnig ánægður með hversu vel starfið fellur að hinu starfi hans, sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þar sem ég vinn mikið í Danmörku og Þýskalandi fæ ég tækifæri til að sjá mikið af leikjum hjá Íslendingunum. Starf mitt felst að hluta til í því að horfa á leiki og greina þá. Auk þess eru auðvitað íslenskir landsliðsmenn hjá báðum félögum," segir Guðmundur sem nýtur svo liðsinnis Óskars Bjarna Óskarssonar með leikmenn heima á Íslandi. Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson eru á mála hjá Rhein-Neckar Löwen og Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson hjá AG. Sá síðastnefndi kom einmitt til liðsins frá Löwen. Guðmundur hefur þegar fengið Ólaf Guðmundsson til AG frá FH þar sem hann verður í láni á næsta tímabili. Guðmundur útilokar ekki að fleiri íslenskir leikmenn komi til félaganna. Guðmundur fær fullan stuðning til að halda áfram með íslenska landsliðið. „Þetta starf gerir það að verkum að ég kem enn ferskari inn í störf fyrir landsliðið. Ef ég væri aðalþjálfari hjá stóru félagsliði samhliða landsliðsþjálfarastarfinu væri ég kannski þreyttari. Það verður ekki uppi á teningnum og þetta verður engin kvöð. Ég get fengið mína útrás fyrir þjálfun með landsliðinu sem ég bíð spenntur eftir að gera." Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Skartgripamógúllinn Jesper Nielsen er eigandi danska ofurliðsins AG København og aðaleigandi þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er yfirmaður íþróttamála hjá báðum félögunum en fyrr á þessu ári var hann ráðinn til AG til að byrja með. Starfssvið hans hefur nú verið stækkað. Íþróttastjórastarfið hjá AG var einstakt í handboltanum og að vera með sama titil hjá einu allra besta liði Þýskalands gerir það enn stærra. Störfin gerast vart stærri í handboltaheiminum en annar Íslendingur, Alfreð Gíslason, stýrir Kiel sem er líklega stærsta þjálfarastarf handboltaheimsins. „Ég er að vinna með Jesper fyrir bæði félögin en það er mikið samstarf á milli þeirra. Ég sinni ýmsum verkefnum hjá Rhein-Neckar Löwen sem snúa að íþróttalegu hliðinni hjá félaginu. Þar á meðal eru leikmannamál og ég vinn að því að finna leikmenn fyrir félögin," segir Guðmundur. Hann segir að þrátt fyrir að hann sé að vinna fyrir tvö félög séu engir hagsmunaárekstrar í starfinu. „Þetta fer mjög vel saman. Þetta skarast ekkert og það er ekkert erfitt að velja hvaða leikmenn fara hvert ef ég finn einhvern," segir Guðmundur og bætir við að hugsanlega sé hægt að flytja leikmenn á milli félaganna. „Það er möguleiki á því ef þörf er á en það yrði sameiginleg ákvörðun á milli okkar og þjálfaranna, auk þess sem það þyrfti að gera í félagaskiptaglugganum og eftir öllum reglum." Sem dæmi um samstarfið á milli félaganna eru þau nú bæði með liðin á Spáni í sameiginlegum æfingabúðum. Liðin spila æfingaleik í dag og hafa ráðið Claes Hellgren sem markmannsþjálfara fyrir bæði félögin. Guðmundur verður áfram búsettur í Kaupmannahöfn en hann kemur til með að ferðast mikið til Þýskalands. Um einn og hálfur tími í flugi er til Heidelberg þar sem hans önnur bækistöð verður. Guðmundur er einnig ánægður með hversu vel starfið fellur að hinu starfi hans, sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þar sem ég vinn mikið í Danmörku og Þýskalandi fæ ég tækifæri til að sjá mikið af leikjum hjá Íslendingunum. Starf mitt felst að hluta til í því að horfa á leiki og greina þá. Auk þess eru auðvitað íslenskir landsliðsmenn hjá báðum félögum," segir Guðmundur sem nýtur svo liðsinnis Óskars Bjarna Óskarssonar með leikmenn heima á Íslandi. Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson eru á mála hjá Rhein-Neckar Löwen og Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson hjá AG. Sá síðastnefndi kom einmitt til liðsins frá Löwen. Guðmundur hefur þegar fengið Ólaf Guðmundsson til AG frá FH þar sem hann verður í láni á næsta tímabili. Guðmundur útilokar ekki að fleiri íslenskir leikmenn komi til félaganna. Guðmundur fær fullan stuðning til að halda áfram með íslenska landsliðið. „Þetta starf gerir það að verkum að ég kem enn ferskari inn í störf fyrir landsliðið. Ef ég væri aðalþjálfari hjá stóru félagsliði samhliða landsliðsþjálfarastarfinu væri ég kannski þreyttari. Það verður ekki uppi á teningnum og þetta verður engin kvöð. Ég get fengið mína útrás fyrir þjálfun með landsliðinu sem ég bíð spenntur eftir að gera."
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni