Innlent

Guðmundur mun sitja hjá

Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur ákveðið að hann muni sitja hjá við atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu Þórs Saari á ríkisstjórnina. Hann staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Guðmundur telur að stjórnarskrármálið sé ekki dautt „Ég held að það hafi ratað í mjög mikla erfiðleika - sem voru fyrir löngu orðnir fyrirsjáanlegir - en það er ekki dautt. Nema fólk vilji," segir Guðmundur á bloggi sínu á Eyjunni.

Upphaflega stóð til að umræða um vantrauststillöguna færi fram á þriðjudag, en fulltrúar stjórnarflokkanna hafa sent Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur bréf og farið þess á leit að tillagan verði rædd í dag. Leita þarf afbrigða til að það gangi í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×