Innlent

Guðni fagnar ákvörðun Ólafs Ragnars

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, fagnar ákvörðun Ólafs Ragnars og telur einsýnt að hann nái góðu kjöri í forsetakosningunum í sumar.

Guðni var ásamt Baldri Óskarssyni í forsvari fyrir undirskriftarsöfnun þar sem skorað var á Ólaf að gefa áfram kost á sér í embætti.

Guðni fagnar því ákvörðun forseta.

„Þetta er góður dagur. Sunnudagur til sigurs. Þetta er mikilvæg ákvörðun. Þetta eru 31 þúsund manns sem skora á hann og ég finn mikinn stuðning við það að hann gegni embættinu áfram þannig að ég fagna þessu," segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og stuðningsmaður.

Guðni segir að yfirlýsing forseta um að hann muni jafnvel ekki klára kjörtímabilið endurspegla heiðarleika.

„Hann er orðinn fullorðinn og mér finnst hún bara mjög heiðarleg. Hann opnar á það og segir þjóðinni frá því og það gæti gerst og þá er hann engan að svíkja heldur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×