Guðni vildi sameina allt innanlandsflug í Keflavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2014 18:48 Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag. Guðni Ágústsson ætlar að lýsa því yfir á sumardaginn fyrsta, á fimmtudaginn, hvort hann gefi kost á sér í oddvitasætið hjá Framsóknarflokknum eða ekki. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður blaðamannafundurinn á Reykjavíkurflugvelli.Í viðtali í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í gær sagði Guðni: Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti.“ Þetta er athyglisvert því Guðni ritaði þessa grein í Víkurfréttir í maí 2007. Efni úr Víkurfréttum birtist á Vísi vegna samstarfs þessara miðla á þeim tíma. Guðni skrifaði greinina til að höfða til Keflvíkinga eftir að Reykjanes var sameinað suðurkjördæmi en í greininni segir hann: „Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.“ Fréttastofan náði tali af Guðna í dag. Hann sagðist hafa kynnt sér betur Reykjavíkurflugvöll og þýðingu hans fyrir landsmenn. Hann sagði að þetta hefði verið röng skoðun hjá sér í Víkurfréttum á sínum tíma og sagðist í dag telja Reykjavíkurflugvöll grundvöll alls innanlandsflugs í landinu. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík telur að kjördæmisráð flokksins sé að brjóta reglur flokksins með því að planta Guðna í oddvitasætið. Hún segist velta því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir því að hún „gufi upp.“ Hún segir að með réttu hafi kjördæmisráð flokksins í Reykjavík átt að vinna með sér sem réttkjörins staðgengils oddvita flokksins. Ljóst er að Guðni, sem sagður er orðinn KR-ingur, er að fara fram. Hann lýsti þessu svona í samtali við Fréttablaðið í dag: „Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk.“ Þá sagðist hann búast við að listinn í Reykjavík yrði stokkaður upp. Tengdar fréttir Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56 Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38 Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30 Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag. Guðni Ágústsson ætlar að lýsa því yfir á sumardaginn fyrsta, á fimmtudaginn, hvort hann gefi kost á sér í oddvitasætið hjá Framsóknarflokknum eða ekki. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður blaðamannafundurinn á Reykjavíkurflugvelli.Í viðtali í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í gær sagði Guðni: Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti.“ Þetta er athyglisvert því Guðni ritaði þessa grein í Víkurfréttir í maí 2007. Efni úr Víkurfréttum birtist á Vísi vegna samstarfs þessara miðla á þeim tíma. Guðni skrifaði greinina til að höfða til Keflvíkinga eftir að Reykjanes var sameinað suðurkjördæmi en í greininni segir hann: „Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.“ Fréttastofan náði tali af Guðna í dag. Hann sagðist hafa kynnt sér betur Reykjavíkurflugvöll og þýðingu hans fyrir landsmenn. Hann sagði að þetta hefði verið röng skoðun hjá sér í Víkurfréttum á sínum tíma og sagðist í dag telja Reykjavíkurflugvöll grundvöll alls innanlandsflugs í landinu. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík telur að kjördæmisráð flokksins sé að brjóta reglur flokksins með því að planta Guðna í oddvitasætið. Hún segist velta því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir því að hún „gufi upp.“ Hún segir að með réttu hafi kjördæmisráð flokksins í Reykjavík átt að vinna með sér sem réttkjörins staðgengils oddvita flokksins. Ljóst er að Guðni, sem sagður er orðinn KR-ingur, er að fara fram. Hann lýsti þessu svona í samtali við Fréttablaðið í dag: „Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk.“ Þá sagðist hann búast við að listinn í Reykjavík yrði stokkaður upp.
Tengdar fréttir Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56 Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38 Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30 Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56
Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38
Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30
Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent