Guðspjall í formi hagfræðilíkans Gestur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni menntamálaráðherra og er helsta framlag hans til mótunar stefnu um framhaldsskóla frá því að Hvítbók ráðuneytis kom út snemmsumars 2014. Því er rík þörf á að ræða skýrsluna. Skýrslan byggir á þeirri forsendu að þekking sem felst í sérfræðilegri háskólamenntun sé ein meginforsenda efnahagslegra framfara, en við lestur kemur í ljós sú þversögn að skýrslan byggir á mjög takmarkaðri þekkingu á menntun og samfélagslegu samhengi hennar. Sum helstu rök hennar eru byggð á samanburði við önnur norræn ríki þar sem einstök atriði eru tekin út úr samhengi sínu. Óspart er bent á að annars staðar á Norðurlöndum ljúki fleiri framhaldsskóla og talsvert fyrr en íslensk ungmenni. Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu íslenskra ungmenna með námi, sem er lýst með niðrandi orðum eins og „hálfkæringi“ og að vera „ginnkeyptur“ fyrir tekjumöguleikum, og afleiðingum mikillar vinnu er lýst þannig að ungmenni „hrasa á menntaveginum“.Þekkingar- og skilningsleysi Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og skilningsleysi. Skýrsluhöfundar virðast ekki vita að annars staðar á Norðurlöndum er ungmennum veittur fjárhagslegur stuðningur, með háum barnabótum fram að 18 ára aldri og beinum framlögum til framhaldsskólanema sem orðnir eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að vinna mikla vinnu með námi nema foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir þeim að öllu leyti. Það ætti að vera skylda Hagfræðistofnunar að benda íslenskum stjórnvöldum á að vilji þau færa námsframvindu íslenskra ungmenna nær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, verða þau að veita talsverðum fjárhæðum í námsstyrki. Annað atriði sem skýrsluhöfundar virðast ekki hafa áttað sig á er að framhaldsskólar á Íslandi sinna stærri hóp en gerist í öðrum norrænum ríkjum þar sem framhaldsskólar eru ekki opnir öllum á sama hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndarlandinu Finnlandi fær talsverður hópur ekki aðgang að neinum framhaldsskóla að loknum grunnskóla, en er sendur út á þyrnum stráða braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu og þátttöku í sérstökum úrræðum. Í Danmörku millilendir helmingur hvers árgangs milli grunn- og framhaldsskóla í „eftirskólum“, lýðháskólum og víðar, og kostnaður við þessi dýru úrræði kemur ekki inn á framhaldsskólalið ríkisreikninga. Á Íslandi hefur miklum fjármunum verið varið til almennra deilda framhaldsskóla sem leitast við að byggja brýr til frekari menntunar eða út í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku grunnskóla með tilskildum árangri. Þriðja atriðið sem ekki fær eðlilega umfjöllun er sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður býður íslenskum ungmennum upp á fleiri og betri atvinnutækifæri en í flestum eða öllum öðrum OECD-löndum. Spyrja má hvort rétt sé að þvinga íslensk ungmenni til að velja á milli þeirra og skólagöngu?Meingölluð vinna Að baki meingallaðrar vinnu Hagfræðistofnunar býr hugmynd sem þarf að ræða, hugmyndin um að hagkvæmast sé að mennta alla sem fyrst og njóta síðan menntunar þeirra í störfum sem lengst. Þessi hugmynd er svo heilög starfsmönnum Hagfræðistofnunar að þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda hana með gagnrýnni umfjöllun. Margir Íslendingar telja það hins vegar mannréttindi að geta farið talsvert á milli atvinnuþátttöku og náms, og rannsóknir sýna að margs konar atvinnureynsla kveikir oft námshvöt og nýtist vel sem undirbúningur undir nám. Ef við beinum augum frá hagfræðilíkani að raunverulegu fólki má spyrja: er fólk sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki oft orðið hundleitt á sínu sérfræðistarfi á miðjum aldri og notar fyrsta tækifæri til að fara á eftirlaun, en fólk sem hefur stundað ýmis störf og fer seint í sérnám fær nýja kveikju og vinnur við sína nýju sérgrein eins lengi og samfélagið leyfir? Til menntamálaráðherra: byggjum menntastefnu ekki á einföldum líkönum heldur á reynslu og rannsóknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni menntamálaráðherra og er helsta framlag hans til mótunar stefnu um framhaldsskóla frá því að Hvítbók ráðuneytis kom út snemmsumars 2014. Því er rík þörf á að ræða skýrsluna. Skýrslan byggir á þeirri forsendu að þekking sem felst í sérfræðilegri háskólamenntun sé ein meginforsenda efnahagslegra framfara, en við lestur kemur í ljós sú þversögn að skýrslan byggir á mjög takmarkaðri þekkingu á menntun og samfélagslegu samhengi hennar. Sum helstu rök hennar eru byggð á samanburði við önnur norræn ríki þar sem einstök atriði eru tekin út úr samhengi sínu. Óspart er bent á að annars staðar á Norðurlöndum ljúki fleiri framhaldsskóla og talsvert fyrr en íslensk ungmenni. Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu íslenskra ungmenna með námi, sem er lýst með niðrandi orðum eins og „hálfkæringi“ og að vera „ginnkeyptur“ fyrir tekjumöguleikum, og afleiðingum mikillar vinnu er lýst þannig að ungmenni „hrasa á menntaveginum“.Þekkingar- og skilningsleysi Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og skilningsleysi. Skýrsluhöfundar virðast ekki vita að annars staðar á Norðurlöndum er ungmennum veittur fjárhagslegur stuðningur, með háum barnabótum fram að 18 ára aldri og beinum framlögum til framhaldsskólanema sem orðnir eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að vinna mikla vinnu með námi nema foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir þeim að öllu leyti. Það ætti að vera skylda Hagfræðistofnunar að benda íslenskum stjórnvöldum á að vilji þau færa námsframvindu íslenskra ungmenna nær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, verða þau að veita talsverðum fjárhæðum í námsstyrki. Annað atriði sem skýrsluhöfundar virðast ekki hafa áttað sig á er að framhaldsskólar á Íslandi sinna stærri hóp en gerist í öðrum norrænum ríkjum þar sem framhaldsskólar eru ekki opnir öllum á sama hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndarlandinu Finnlandi fær talsverður hópur ekki aðgang að neinum framhaldsskóla að loknum grunnskóla, en er sendur út á þyrnum stráða braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu og þátttöku í sérstökum úrræðum. Í Danmörku millilendir helmingur hvers árgangs milli grunn- og framhaldsskóla í „eftirskólum“, lýðháskólum og víðar, og kostnaður við þessi dýru úrræði kemur ekki inn á framhaldsskólalið ríkisreikninga. Á Íslandi hefur miklum fjármunum verið varið til almennra deilda framhaldsskóla sem leitast við að byggja brýr til frekari menntunar eða út í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku grunnskóla með tilskildum árangri. Þriðja atriðið sem ekki fær eðlilega umfjöllun er sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður býður íslenskum ungmennum upp á fleiri og betri atvinnutækifæri en í flestum eða öllum öðrum OECD-löndum. Spyrja má hvort rétt sé að þvinga íslensk ungmenni til að velja á milli þeirra og skólagöngu?Meingölluð vinna Að baki meingallaðrar vinnu Hagfræðistofnunar býr hugmynd sem þarf að ræða, hugmyndin um að hagkvæmast sé að mennta alla sem fyrst og njóta síðan menntunar þeirra í störfum sem lengst. Þessi hugmynd er svo heilög starfsmönnum Hagfræðistofnunar að þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda hana með gagnrýnni umfjöllun. Margir Íslendingar telja það hins vegar mannréttindi að geta farið talsvert á milli atvinnuþátttöku og náms, og rannsóknir sýna að margs konar atvinnureynsla kveikir oft námshvöt og nýtist vel sem undirbúningur undir nám. Ef við beinum augum frá hagfræðilíkani að raunverulegu fólki má spyrja: er fólk sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki oft orðið hundleitt á sínu sérfræðistarfi á miðjum aldri og notar fyrsta tækifæri til að fara á eftirlaun, en fólk sem hefur stundað ýmis störf og fer seint í sérnám fær nýja kveikju og vinnur við sína nýju sérgrein eins lengi og samfélagið leyfir? Til menntamálaráðherra: byggjum menntastefnu ekki á einföldum líkönum heldur á reynslu og rannsóknum.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar