Guðspjall í formi hagfræðilíkans Gestur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni menntamálaráðherra og er helsta framlag hans til mótunar stefnu um framhaldsskóla frá því að Hvítbók ráðuneytis kom út snemmsumars 2014. Því er rík þörf á að ræða skýrsluna. Skýrslan byggir á þeirri forsendu að þekking sem felst í sérfræðilegri háskólamenntun sé ein meginforsenda efnahagslegra framfara, en við lestur kemur í ljós sú þversögn að skýrslan byggir á mjög takmarkaðri þekkingu á menntun og samfélagslegu samhengi hennar. Sum helstu rök hennar eru byggð á samanburði við önnur norræn ríki þar sem einstök atriði eru tekin út úr samhengi sínu. Óspart er bent á að annars staðar á Norðurlöndum ljúki fleiri framhaldsskóla og talsvert fyrr en íslensk ungmenni. Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu íslenskra ungmenna með námi, sem er lýst með niðrandi orðum eins og „hálfkæringi“ og að vera „ginnkeyptur“ fyrir tekjumöguleikum, og afleiðingum mikillar vinnu er lýst þannig að ungmenni „hrasa á menntaveginum“.Þekkingar- og skilningsleysi Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og skilningsleysi. Skýrsluhöfundar virðast ekki vita að annars staðar á Norðurlöndum er ungmennum veittur fjárhagslegur stuðningur, með háum barnabótum fram að 18 ára aldri og beinum framlögum til framhaldsskólanema sem orðnir eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að vinna mikla vinnu með námi nema foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir þeim að öllu leyti. Það ætti að vera skylda Hagfræðistofnunar að benda íslenskum stjórnvöldum á að vilji þau færa námsframvindu íslenskra ungmenna nær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, verða þau að veita talsverðum fjárhæðum í námsstyrki. Annað atriði sem skýrsluhöfundar virðast ekki hafa áttað sig á er að framhaldsskólar á Íslandi sinna stærri hóp en gerist í öðrum norrænum ríkjum þar sem framhaldsskólar eru ekki opnir öllum á sama hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndarlandinu Finnlandi fær talsverður hópur ekki aðgang að neinum framhaldsskóla að loknum grunnskóla, en er sendur út á þyrnum stráða braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu og þátttöku í sérstökum úrræðum. Í Danmörku millilendir helmingur hvers árgangs milli grunn- og framhaldsskóla í „eftirskólum“, lýðháskólum og víðar, og kostnaður við þessi dýru úrræði kemur ekki inn á framhaldsskólalið ríkisreikninga. Á Íslandi hefur miklum fjármunum verið varið til almennra deilda framhaldsskóla sem leitast við að byggja brýr til frekari menntunar eða út í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku grunnskóla með tilskildum árangri. Þriðja atriðið sem ekki fær eðlilega umfjöllun er sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður býður íslenskum ungmennum upp á fleiri og betri atvinnutækifæri en í flestum eða öllum öðrum OECD-löndum. Spyrja má hvort rétt sé að þvinga íslensk ungmenni til að velja á milli þeirra og skólagöngu?Meingölluð vinna Að baki meingallaðrar vinnu Hagfræðistofnunar býr hugmynd sem þarf að ræða, hugmyndin um að hagkvæmast sé að mennta alla sem fyrst og njóta síðan menntunar þeirra í störfum sem lengst. Þessi hugmynd er svo heilög starfsmönnum Hagfræðistofnunar að þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda hana með gagnrýnni umfjöllun. Margir Íslendingar telja það hins vegar mannréttindi að geta farið talsvert á milli atvinnuþátttöku og náms, og rannsóknir sýna að margs konar atvinnureynsla kveikir oft námshvöt og nýtist vel sem undirbúningur undir nám. Ef við beinum augum frá hagfræðilíkani að raunverulegu fólki má spyrja: er fólk sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki oft orðið hundleitt á sínu sérfræðistarfi á miðjum aldri og notar fyrsta tækifæri til að fara á eftirlaun, en fólk sem hefur stundað ýmis störf og fer seint í sérnám fær nýja kveikju og vinnur við sína nýju sérgrein eins lengi og samfélagið leyfir? Til menntamálaráðherra: byggjum menntastefnu ekki á einföldum líkönum heldur á reynslu og rannsóknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni menntamálaráðherra og er helsta framlag hans til mótunar stefnu um framhaldsskóla frá því að Hvítbók ráðuneytis kom út snemmsumars 2014. Því er rík þörf á að ræða skýrsluna. Skýrslan byggir á þeirri forsendu að þekking sem felst í sérfræðilegri háskólamenntun sé ein meginforsenda efnahagslegra framfara, en við lestur kemur í ljós sú þversögn að skýrslan byggir á mjög takmarkaðri þekkingu á menntun og samfélagslegu samhengi hennar. Sum helstu rök hennar eru byggð á samanburði við önnur norræn ríki þar sem einstök atriði eru tekin út úr samhengi sínu. Óspart er bent á að annars staðar á Norðurlöndum ljúki fleiri framhaldsskóla og talsvert fyrr en íslensk ungmenni. Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu íslenskra ungmenna með námi, sem er lýst með niðrandi orðum eins og „hálfkæringi“ og að vera „ginnkeyptur“ fyrir tekjumöguleikum, og afleiðingum mikillar vinnu er lýst þannig að ungmenni „hrasa á menntaveginum“.Þekkingar- og skilningsleysi Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og skilningsleysi. Skýrsluhöfundar virðast ekki vita að annars staðar á Norðurlöndum er ungmennum veittur fjárhagslegur stuðningur, með háum barnabótum fram að 18 ára aldri og beinum framlögum til framhaldsskólanema sem orðnir eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að vinna mikla vinnu með námi nema foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir þeim að öllu leyti. Það ætti að vera skylda Hagfræðistofnunar að benda íslenskum stjórnvöldum á að vilji þau færa námsframvindu íslenskra ungmenna nær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, verða þau að veita talsverðum fjárhæðum í námsstyrki. Annað atriði sem skýrsluhöfundar virðast ekki hafa áttað sig á er að framhaldsskólar á Íslandi sinna stærri hóp en gerist í öðrum norrænum ríkjum þar sem framhaldsskólar eru ekki opnir öllum á sama hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndarlandinu Finnlandi fær talsverður hópur ekki aðgang að neinum framhaldsskóla að loknum grunnskóla, en er sendur út á þyrnum stráða braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu og þátttöku í sérstökum úrræðum. Í Danmörku millilendir helmingur hvers árgangs milli grunn- og framhaldsskóla í „eftirskólum“, lýðháskólum og víðar, og kostnaður við þessi dýru úrræði kemur ekki inn á framhaldsskólalið ríkisreikninga. Á Íslandi hefur miklum fjármunum verið varið til almennra deilda framhaldsskóla sem leitast við að byggja brýr til frekari menntunar eða út í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku grunnskóla með tilskildum árangri. Þriðja atriðið sem ekki fær eðlilega umfjöllun er sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður býður íslenskum ungmennum upp á fleiri og betri atvinnutækifæri en í flestum eða öllum öðrum OECD-löndum. Spyrja má hvort rétt sé að þvinga íslensk ungmenni til að velja á milli þeirra og skólagöngu?Meingölluð vinna Að baki meingallaðrar vinnu Hagfræðistofnunar býr hugmynd sem þarf að ræða, hugmyndin um að hagkvæmast sé að mennta alla sem fyrst og njóta síðan menntunar þeirra í störfum sem lengst. Þessi hugmynd er svo heilög starfsmönnum Hagfræðistofnunar að þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda hana með gagnrýnni umfjöllun. Margir Íslendingar telja það hins vegar mannréttindi að geta farið talsvert á milli atvinnuþátttöku og náms, og rannsóknir sýna að margs konar atvinnureynsla kveikir oft námshvöt og nýtist vel sem undirbúningur undir nám. Ef við beinum augum frá hagfræðilíkani að raunverulegu fólki má spyrja: er fólk sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki oft orðið hundleitt á sínu sérfræðistarfi á miðjum aldri og notar fyrsta tækifæri til að fara á eftirlaun, en fólk sem hefur stundað ýmis störf og fer seint í sérnám fær nýja kveikju og vinnur við sína nýju sérgrein eins lengi og samfélagið leyfir? Til menntamálaráðherra: byggjum menntastefnu ekki á einföldum líkönum heldur á reynslu og rannsóknum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun