Ögrar sjálfum sér á nýrri sólóplötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. september 2014 08:00 Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, syngur og spilar á píanó á nýrri sólóplötu. Hann segir plötuna það persónulegasta sem hann hafi gert í músík. vísir/vilhelm Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem fer út fyrir þægindarammann á nýrri sólóplötu með því að syngja á nýju plötunni sinni og spila á píanó. „Þetta er líklega það persónulegasta sem ég hef gert í músík og ég ákvað að láta allt flakka. Maður er að opinbera sjálfan sig mikið á plötunni, meðal annars með því að spila á píanó og syngja þrjú lög,” segir trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. Hann sendir frá sér sína þriðju sólóplötu í vikunni og ber hún nafnið Liberté en sólóverkefni Gulla kallast Earth Affair og hefur hann einnig gefið út plöturnar Earth og Earth Affair Chapter One. Hann hefur unnið að gerð plötunnar í mörg ár og kallaði meðal annars breska strengjaútsetjarann Simon Hale til leiks, en Hale hefur meðal annars unnið með Björk og Jamiroquai. „Ég er búinn að vera nokkuð lengi að vinna þessa plötu og með smáhléum en í fyrra tók ég mér tak og ákvað að klára verkið. Ég fékk góða menn með mér í verkefnið eins og Jökul Jörgensen en hann hefur verið minn stærsti partner í þessu ferli, hann semur kynngimögnuð ljóð og spilar á bassa,“ útskýrir Gulli. „Þetta er analogue, meira dökkur hljóðheimur þar sem fléttast saman órafmögnuð hljóðfæri, strengir, píanó sem og trommur, steinharpa frá Páli á Húsafelli, klukkuspil og hljóðgervlar.“ Þá spilar Frank Aarnik á slagverk, Arnar Guðjónsson úr Leaves á gítara, Joo Kraus og Sebastian Studnitzky leika á blásturshljóðfæri. „Suður-afríski söngvarinn Vusi Mahlasela syngur líka í einu lagi. Hann er eins konar Bob Dylan Suður-Afríku, var öflugur mótmælandi á sínum tíma gegn aðskilnaðarstefnunni og góður vinur Nelsons Mandela.” Gulli sem er líklega þekktastur fyrir að leika á trommur með hljómsveitinni Mezzoforte semur tónlistina sjálfur og segir talsvert öðru vísi að tjá sig í gegnum trommusettið annars vegar og söng og píanóleik hins vegar. „Það er mjög ólíkt að tjá sig með röddinni og píanói eða trommusetti. Það væri ekki möguleiki í Mezzoforte því það eru aðrar leikreglur sem gilda þar. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt á þessum tímapunkti að fara út fyrir þægindahringinn og sjá hvað ég kemst langt án þess að brotna. Þessa dagana reyni ég að ögra sjálfum mér alveg stöðugt, hvort sem það er að spila á trommur, semja nýja tónlist eða gefa út disk,“ útskýrir Gulli. Liberté kemur út á Íslandi í vikunni og víða í Evrópu 26. september. Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem fer út fyrir þægindarammann á nýrri sólóplötu með því að syngja á nýju plötunni sinni og spila á píanó. „Þetta er líklega það persónulegasta sem ég hef gert í músík og ég ákvað að láta allt flakka. Maður er að opinbera sjálfan sig mikið á plötunni, meðal annars með því að spila á píanó og syngja þrjú lög,” segir trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. Hann sendir frá sér sína þriðju sólóplötu í vikunni og ber hún nafnið Liberté en sólóverkefni Gulla kallast Earth Affair og hefur hann einnig gefið út plöturnar Earth og Earth Affair Chapter One. Hann hefur unnið að gerð plötunnar í mörg ár og kallaði meðal annars breska strengjaútsetjarann Simon Hale til leiks, en Hale hefur meðal annars unnið með Björk og Jamiroquai. „Ég er búinn að vera nokkuð lengi að vinna þessa plötu og með smáhléum en í fyrra tók ég mér tak og ákvað að klára verkið. Ég fékk góða menn með mér í verkefnið eins og Jökul Jörgensen en hann hefur verið minn stærsti partner í þessu ferli, hann semur kynngimögnuð ljóð og spilar á bassa,“ útskýrir Gulli. „Þetta er analogue, meira dökkur hljóðheimur þar sem fléttast saman órafmögnuð hljóðfæri, strengir, píanó sem og trommur, steinharpa frá Páli á Húsafelli, klukkuspil og hljóðgervlar.“ Þá spilar Frank Aarnik á slagverk, Arnar Guðjónsson úr Leaves á gítara, Joo Kraus og Sebastian Studnitzky leika á blásturshljóðfæri. „Suður-afríski söngvarinn Vusi Mahlasela syngur líka í einu lagi. Hann er eins konar Bob Dylan Suður-Afríku, var öflugur mótmælandi á sínum tíma gegn aðskilnaðarstefnunni og góður vinur Nelsons Mandela.” Gulli sem er líklega þekktastur fyrir að leika á trommur með hljómsveitinni Mezzoforte semur tónlistina sjálfur og segir talsvert öðru vísi að tjá sig í gegnum trommusettið annars vegar og söng og píanóleik hins vegar. „Það er mjög ólíkt að tjá sig með röddinni og píanói eða trommusetti. Það væri ekki möguleiki í Mezzoforte því það eru aðrar leikreglur sem gilda þar. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt á þessum tímapunkti að fara út fyrir þægindahringinn og sjá hvað ég kemst langt án þess að brotna. Þessa dagana reyni ég að ögra sjálfum mér alveg stöðugt, hvort sem það er að spila á trommur, semja nýja tónlist eða gefa út disk,“ útskýrir Gulli. Liberté kemur út á Íslandi í vikunni og víða í Evrópu 26. september.
Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira