Innlent

Gúmmíbátur skútunnar finnst

Gissur Sigurðsson skrifar
Þýska skútan sem sökk suðvestur af landinu í síðustu viku.
Þýska skútan sem sökk suðvestur af landinu í síðustu viku.
Skemmtiferðaskip fann í nótt útblásinn gúmmíbjörgunarbát af  þýsku skútunni, sem sökk suðvestur af landinu í síðustu viku.

Björgunarbáturinn var á reki 23 sjómílur norðaustur af Garðskaga þegar hann fannst, og tilkynnti áhöfn skipsins stjórnstöð Gæslunnar um fundinn. Báturinn hefur losnað frá skútunni og blásið upp, eftir að hún sökk. Tveir bátar voru í henni, en ekki er vitað um afdrif hins, eða hvort hann hefur sokkið með skútunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×