Gúmmítöffarar hrella Akureyringa með ískrandi hávaða að næturlagi Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2016 10:37 Sjö bílar reykspóluðu með tilheyrandri ískri og hávaða dágóða stund á hringtorgi á Akureyri í nótt. Myndband með reykspólandi ökuföntum á Akureyri gengur nú ljósum logum á Facebook. Það er tekið í nótt og sýnir sjö bíla sem aka hring eftir hring og láta væla í dekkjum sínum og er hávaðinn með miklum ósköpum. Myndbandið er tekið klukkan 01:26.Sá sem póstar því, Svanberg Snorrason, er reiður og segir þetta það mesta sem hann hefur séð. „Þarna eru 7 bílar í einu á hringtorginu, áhorfendur bæði á planinu við N1 og Tölvutek og svo á hringtorginu sjálfu. Einnig stoppa bílar umferðina af Glerárgötu inn á hringtorgið svo að þetta verði ekki truflað. Maður sá í dag að ákveðið hefði verið að hafa svæðið opið uppfrá en það virðist engu máli skipta. Á meðan að svona lagað er að raska ró og svefnfriði fólks, þetta er tekið upp klukkan 01:26, þá er ég á móti Bíladögum.“ Vísir ræddi við Börk Árnason lögregluvarðstjóra á Akureyri og spurði, hvað í ósköpunum er að gerast þarna? „Þarna eru bílar að spóla. Bílar sem margra hestafla og menn eru að leika sér að því að spóla í hringi. Það er bara þannig.“ Þá höfum við það svart á hvítu. Börkur segir að erfitt sé við þetta að eiga því þeir strákar sem eiga í hlut fara á einn stað, leika sér þar og eru svo farnir. „Þeir láta sig hverfa. Þess vegna erum við ekkert endilega að ná þeim. En, við náðum mörgum sem voru að spóla. Það var góður slatti.“ Börkur tekur undir það að sperringur hafi verið í mönnum eftir Bíladagana sem voru haldnir nú um helgina. „Menn voru náttúrlega bar að leika sér og við reyndum okkar besta til að ná þeim. En, þeir voru að þessu að nóttu sem dag, trufla svefnfrið fólks, því miður. En svona er þetta bara. Við ráðum ekki við alla þessa bíla.“ Að öðru leyti, fyrir utan „spóllætin“ tókust Bíladagarnir mjög vel, Börkur segir að heilt yfir hafi verið rólegt og engin alvarleg mál komu upp. „Við erum bara mjög sáttir, ekkert alvarlegt gerðist. Fólk sem sækir þessa bíladaga, mjög almennilegir krakkar og gaman að spjalla við þau. Góð skemmtun. Við erum mjög sáttir við þessa helgi fyrir utan spóllætin.“ Tengdar fréttir Lögreglan á Akureyri var í því að sinna hávaðaútköllum síðastliðna nótt Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna eftir að Bíladagar hófust. 17. júní 2016 13:35 Kvörtunum rignir yfir lögregluna á Akureyri vegna Bíladaga Varðstjóri segir að þrátt fyrir að bílaklúbburinn hafi búið til sérstakt svæði þar sem ökumenn mega spóla að vild þá sé mikið ónæði og hraðakstur á götum bæjarins. 16. júní 2016 15:53 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Sjá meira
Myndband með reykspólandi ökuföntum á Akureyri gengur nú ljósum logum á Facebook. Það er tekið í nótt og sýnir sjö bíla sem aka hring eftir hring og láta væla í dekkjum sínum og er hávaðinn með miklum ósköpum. Myndbandið er tekið klukkan 01:26.Sá sem póstar því, Svanberg Snorrason, er reiður og segir þetta það mesta sem hann hefur séð. „Þarna eru 7 bílar í einu á hringtorginu, áhorfendur bæði á planinu við N1 og Tölvutek og svo á hringtorginu sjálfu. Einnig stoppa bílar umferðina af Glerárgötu inn á hringtorgið svo að þetta verði ekki truflað. Maður sá í dag að ákveðið hefði verið að hafa svæðið opið uppfrá en það virðist engu máli skipta. Á meðan að svona lagað er að raska ró og svefnfriði fólks, þetta er tekið upp klukkan 01:26, þá er ég á móti Bíladögum.“ Vísir ræddi við Börk Árnason lögregluvarðstjóra á Akureyri og spurði, hvað í ósköpunum er að gerast þarna? „Þarna eru bílar að spóla. Bílar sem margra hestafla og menn eru að leika sér að því að spóla í hringi. Það er bara þannig.“ Þá höfum við það svart á hvítu. Börkur segir að erfitt sé við þetta að eiga því þeir strákar sem eiga í hlut fara á einn stað, leika sér þar og eru svo farnir. „Þeir láta sig hverfa. Þess vegna erum við ekkert endilega að ná þeim. En, við náðum mörgum sem voru að spóla. Það var góður slatti.“ Börkur tekur undir það að sperringur hafi verið í mönnum eftir Bíladagana sem voru haldnir nú um helgina. „Menn voru náttúrlega bar að leika sér og við reyndum okkar besta til að ná þeim. En, þeir voru að þessu að nóttu sem dag, trufla svefnfrið fólks, því miður. En svona er þetta bara. Við ráðum ekki við alla þessa bíla.“ Að öðru leyti, fyrir utan „spóllætin“ tókust Bíladagarnir mjög vel, Börkur segir að heilt yfir hafi verið rólegt og engin alvarleg mál komu upp. „Við erum bara mjög sáttir, ekkert alvarlegt gerðist. Fólk sem sækir þessa bíladaga, mjög almennilegir krakkar og gaman að spjalla við þau. Góð skemmtun. Við erum mjög sáttir við þessa helgi fyrir utan spóllætin.“
Tengdar fréttir Lögreglan á Akureyri var í því að sinna hávaðaútköllum síðastliðna nótt Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna eftir að Bíladagar hófust. 17. júní 2016 13:35 Kvörtunum rignir yfir lögregluna á Akureyri vegna Bíladaga Varðstjóri segir að þrátt fyrir að bílaklúbburinn hafi búið til sérstakt svæði þar sem ökumenn mega spóla að vild þá sé mikið ónæði og hraðakstur á götum bæjarins. 16. júní 2016 15:53 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Sjá meira
Lögreglan á Akureyri var í því að sinna hávaðaútköllum síðastliðna nótt Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna eftir að Bíladagar hófust. 17. júní 2016 13:35
Kvörtunum rignir yfir lögregluna á Akureyri vegna Bíladaga Varðstjóri segir að þrátt fyrir að bílaklúbburinn hafi búið til sérstakt svæði þar sem ökumenn mega spóla að vild þá sé mikið ónæði og hraðakstur á götum bæjarins. 16. júní 2016 15:53