Gunnar Bragi: „Ég hef engar áhyggjur" Una Sighvatsdóttir skrifar 12. júlí 2016 18:42 Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist engar áhyggjur hafa af því að ekki náist samstaða um búvörusamningana. Uppnám ríkir um búvörusamningana sem skrifað var undir milli ríkis og bænda í vetur. Ekki er meirihluti um samningana í núverandi mynd á Alþingi en bændur segja að verði of miklar breytingar gerðar þurfi að semja upp á nýtt. Samkvæmt landbúnaðarráðherra er málið hinsvegar stormur í vatnsglasi, hann hefur fulla trú á því að eftir meðför atvinnuveganefndar muni sást ná um samninginn. „Ég geri bara ráð fyrir að nefndin skili af sér góðum tillögum sem bæti samninginn, eða það er að segja útfærsluna á honum. Því við erum ekki að tala um að gera nýjan samning, að taka upp samninginn. Við erum að tala um að gera breytingar sem rúmast innan þess ramma sem hann heimilar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Ég hef engar áhyggjur af því að ekki náist sátt um þetta."Efast um sekt Mjólkursamsölunnar Gunnar Bragi telur ekki sérstakt tilefni til að endurskoða þann hluta samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar, þrátt fyrir hálfs milljarðs króna sekt Samkeppniseftirlitsins á dögunum. „Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem er eins og allir vita í einokunarstöðu. Um það gildir ákveðnar reglur og þeim ber að fara eftir þeim. Það kemur í ljós hvort þeir hafi brotið af sér eða ekki. Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur sýnt samfélaginu mikla ábyrgð.“ Ari Edwald forstjóri MS sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann baðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og dró til baka að neytendur muni borga mögulega sektargreiðslu. Þá sagði hann málinu ekki lokið enda geri MS sér von um að niðurstaða áfrýjunarnefndar verði önnur og sektin dregin til baka.Mikilvægt að viðhalda kerfinu Gunnar Bragi segir mikilvægt að halda í það kerfi sem hér er um umsýslu mjólkur, vegna eðlis íslensks landbúnaðar. Hann segir ekki hægt að bera saman MS og smærri framleiðendur. „Lítill einkaaðili gæti aldrei sinnt þeirri ábyrgð sem er sett á herðar Mjólkursamsölunnar, til dæmis það að vera skyldugt að kaupa alla mjólk. Það er enginn annar aðili skyldugur til þess. En að sama skapi geta smærri aðilar, eins og Kú, keypt beint af bændum og maður spyr þá: Af hverju gera þeir það ekki?“ Enn er því stefnt að því að ljúka búvörusamningunum á sumarþingi í ágúst, en Gunnar Bragi hafnar því að það sé sérstakt kappsmál fyrir framsóknarflokkinn einab. „Þetta er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að klára þetta því það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á þessu máli. Eitt af mörgum málum sem við viljum klára áður en verður kosið.“ Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Uppnám ríkir um búvörusamningana sem skrifað var undir milli ríkis og bænda í vetur. Ekki er meirihluti um samningana í núverandi mynd á Alþingi en bændur segja að verði of miklar breytingar gerðar þurfi að semja upp á nýtt. Samkvæmt landbúnaðarráðherra er málið hinsvegar stormur í vatnsglasi, hann hefur fulla trú á því að eftir meðför atvinnuveganefndar muni sást ná um samninginn. „Ég geri bara ráð fyrir að nefndin skili af sér góðum tillögum sem bæti samninginn, eða það er að segja útfærsluna á honum. Því við erum ekki að tala um að gera nýjan samning, að taka upp samninginn. Við erum að tala um að gera breytingar sem rúmast innan þess ramma sem hann heimilar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Ég hef engar áhyggjur af því að ekki náist sátt um þetta."Efast um sekt Mjólkursamsölunnar Gunnar Bragi telur ekki sérstakt tilefni til að endurskoða þann hluta samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar, þrátt fyrir hálfs milljarðs króna sekt Samkeppniseftirlitsins á dögunum. „Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem er eins og allir vita í einokunarstöðu. Um það gildir ákveðnar reglur og þeim ber að fara eftir þeim. Það kemur í ljós hvort þeir hafi brotið af sér eða ekki. Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur sýnt samfélaginu mikla ábyrgð.“ Ari Edwald forstjóri MS sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann baðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og dró til baka að neytendur muni borga mögulega sektargreiðslu. Þá sagði hann málinu ekki lokið enda geri MS sér von um að niðurstaða áfrýjunarnefndar verði önnur og sektin dregin til baka.Mikilvægt að viðhalda kerfinu Gunnar Bragi segir mikilvægt að halda í það kerfi sem hér er um umsýslu mjólkur, vegna eðlis íslensks landbúnaðar. Hann segir ekki hægt að bera saman MS og smærri framleiðendur. „Lítill einkaaðili gæti aldrei sinnt þeirri ábyrgð sem er sett á herðar Mjólkursamsölunnar, til dæmis það að vera skyldugt að kaupa alla mjólk. Það er enginn annar aðili skyldugur til þess. En að sama skapi geta smærri aðilar, eins og Kú, keypt beint af bændum og maður spyr þá: Af hverju gera þeir það ekki?“ Enn er því stefnt að því að ljúka búvörusamningunum á sumarþingi í ágúst, en Gunnar Bragi hafnar því að það sé sérstakt kappsmál fyrir framsóknarflokkinn einab. „Þetta er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að klára þetta því það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á þessu máli. Eitt af mörgum málum sem við viljum klára áður en verður kosið.“
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira