Innlent

Gunnar Nelson og CCP taka höndum saman

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Samningurinn undirritaður.
Samningurinn undirritaður. MYND/FACEBOOK
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP er nýr stuðningsaðili baradagamannsins Gunnars Nelson. Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd reyndust samningaviðræður CCP og Gunnars erfiðar.

Sá síðarnefndi fékk þó David Reid, markaðsfulltrúar CCP, á endanum til að samþykkja skilmálana og skrifa undir. Vottar voru Halli Nelson, pabbi Gunnars og umboðsmaður, og Sveinn Kjarval hjá CCP.

Samstarfssamningurinn felur í sér að Gunnar mun í næstu bardögum auglýsa nýjasta tölvuleik CCP, DUST 514, sem nú er í opinni prufuútgáfu.

Næsti bardagi Gunnars fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 16. febrúar næstkomandi.

Gunnar Nelson verður sérstakur gestur EVE Fanfest hátíð CCP sem fram fer í Hörpu dagana 25.-27. apríl. Þar mun hann taka bardaga með einstökum brag, sem verður í takt við baráttur sem eiga sér stað í DUST 514 leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×