Íslenski boltinn

Gunnar Örn til liðs við Fylki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Fylkismenn.is
Kantmaðurinn Gunnar Örn Jónsson er genginn til liðs við karlalið Fylkis í knattspyrnu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag.

Þá hefur Halldór Björnsson verið ráðinn aðstoðarþjálfari m.fl. karla og markmannsþjálfari m.fl. karla og kvenna. Haukur Ingi Guðnason er nýr yfirþjálfari yngri flokka, auk þess að stýra afreksþjálfun félagsins. Hann mun jafnframt áfram koma að þjálfun meistaraflokks karla.

Gunnar Örn er 28 ára gamall og kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö mál. Gunnar Örn er Bliki að upplagi en spilaði svo með KR í fjögur ár. Hann á að baki 202 leiki í deild og bikar og hefur skorað í þeim 27 mörk.

Halldór Björnsson er 41 árs Selfyssingur sem spilaði lengst af með Selfossi á sínum ferli. Hann hefur einnig verið markmannsþjálfari hjá kvennalandsliðinu.

Nánari upplýsingar um liðsstyrk Árbæinga má sjá á vefsíðunni Fylkismenn.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×