Viðskipti innlent

Gylfi orðlaus yfir stýrivaxtahækkun

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er nánast orðlaus yfir þeirri ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 0,25 prósent. „Ég er eiginlega bara orðlaus," segir Gylfi í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að eins og komi fram í greiningu bankans er meginástæða þess að verðbólgan hefur aukist sú, að gengi krónunnar hefur veikst. „Ég fæ ekki séð með hvaða hætti vaxtahækkanir eiga að hjálpa til við það að laga það. Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi, þrátt fyrir að þeir hafi lækkað mikið undanfarin misseri."

Gylfi segist segist ekki skilja við hvaða þenslu Seðlabankinn telur sig vera að glíma. „Við hin verðum ekki vör við hana. Ég hef því miklar áhyggjur af því að þessi aðgerð muni hjálpa til við að kæfa það litla sem þó gæti verið að að fara í gang."

Að sögn Gylfa mun ASÍ ræða það við stjórnvöld og Seðlabankann á næstu vikum um það hvað liggi að baki þessari stefnu bankans. „Þetta samræmist ekki neinum þeim skilgreiningum sem við erum að glíma við."


Tengdar fréttir

Vilhjálmur: Vaxtahækkunin er óhugguleg

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun sé óhugguleg. Það sé eins og þetta fólk sem stóð að hækkuninni sé að fást við efnahagsmál í einhverju allt öðru landi en Íslandi.

Vaxtahækkunin í takt við spá greiningar Íslandsbanka

Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Íslandsbanka segir að ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur var í takti við þeirra spá. Aðrar opinberar spár gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum.

Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða því 3,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,5% og daglánavextir 5,5%.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×