Innlent

Gylfi situr áfram í embætti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hart er sótt að Gylfa þessa dagana. Mynd/ Vilhelm.
Hart er sótt að Gylfa þessa dagana. Mynd/ Vilhelm.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra mun sitja áfram í embætti, segir Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður hans, í samtali við Vísi.

Benedikt staðfestir að Gylfi og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi rætt saman í kvöld um þá stöðu sem komin er upp. Gylfi hefur legið undir miklu ámæli eftir að upplýst var að lögfræðiálit frá Lex lögmannsstofu um gengistryggð lán hafi verið sent úr Seðlabanka Íslands í viðskiptaráðuneytið fyrir ári síðan. Hreyfingin sendi frá sér yfirlýsingu í dag um að ef Gylfi hygðist sitja áfram í embætti yrði vantrausttillaga á hann lögð fram.

Benedikt gerir ráð fyrir að Gylfi muni tjá sig við fjölmiðla um helgina og skýra mál sitt.




Tengdar fréttir

Ræddu gagnrýni á Gylfa

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddu saman í síma í kvöld um þá gagnrýni sem beinst

Traust Jóhönnu til Gylfa skilyrðum háð

Forsætisráðherra ber enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur viðskiptaráðherra ef hann segir ekki af sér.

Gylfi brunar í bæinn

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er á leiðinni í bæinn en hann hefur verið í sumarleyfi undanfarna daga og utan símasambands.

Skora á Gylfa að segja af sér

Þingmenn Hreyfingarinnar skora á Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að segja af sér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×