Innlent

Hacker Halted- ráðstefnan haldin í Hörpu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Guðmundur Pálmason, framkvæmdarstjóri Proment og Anna Kristín Kristjánsdóttir, markaðsstjóri hjá Vodafone rituðu undir samning um styrk vegna hátíðarinnar í dag.
Guðmundur Pálmason, framkvæmdarstjóri Proment og Anna Kristín Kristjánsdóttir, markaðsstjóri hjá Vodafone rituðu undir samning um styrk vegna hátíðarinnar í dag.
Hacker Halted, tölvuöryggis- og upplýsingamálaráðstefna verður haldin dagana 7. til 8. október næstkomandi. Verður það í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin í Evrópu.

Hacker Halted ráðstefnan hefur síðustu tíu ár verið haldin í Bandaríkjunum, Japan, Malasíu og Dubaí svo nokkur lönd séu nefnd og það er því mikill heiður fyrir Ísland að vera valið fyrsta ríki Evrópu til að halda hana, kemur fram í fréttatilkynningu frá Vodafone og Promennt.

Fjöldi virtra fyrirlesara á sviði öryggis- og upplýsingamála munu koma fram á ráðstefnunni en í ár er kastljósinu meðal annars beint að stafrænum öryggisógnunum og hvernig hægt er að verjast þeim. Þá verða haldnar bæði vinnustofur og námskeið um margvísleg öryggis- og upplýsingamál.

Það er fyrirtækið ProConf, dótturfyrirtæki Promennt, sem heldur ráðstefnuna í Hörpu og skráning á ráðstefnuna er hafin. Miðað við viðbrögð úr tölvu- og öryggisgeiranum er fastlega reiknað með að færri komist að en vilji. Búið er að tryggja réttinn á ráðstefnunni hér á landi næstu þrjú árin og mun Jay Bavisi, forseti EC-Council halda aðalfyrirlestur ráðstefnunnar.

Vodafone verður einn helsti styrktaraðili ráðstefnunnar. Reiknað er með því að hátt í 300 gestir, bæði innlendir og erlendir, mæti á ráðstefnuna. Þar á meðal er búist við marga af æðstu yfirmönnum öryggis- og upplýsingamála margra stærstu fyrirtækja heims.

Guðmundur Pálmason, framkvæmdarstjóri Proment og Anna Kristín Kristjánsdóttir, markaðsstjóri hjá Vodafone rituðu undir samning um styrk vegna hátíðarinnar í dag.

Aðeins er vika síðan KPMG undirritaði samskonar samning og ljóst að mikill fengur er í liðsinni þessara fyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×