Hægrimenn samþykkja fjárlög fyrir luktum dyrum í Póllandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2016 20:00 Fjölmennur hópur mótmælenda umkringdi þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í nótt, eftir að hægri stjórnarflokkurinn Lög og regla takmarkaði aðgang fjölmiðla að þinghúsinu og afgreiddi fjárlög með leynd. Mótmælendur skora á stjórnarandstöðuna að sameinast og biðla til Evrópusambandsins um að blanda sér í málið. Hægri flokkurinn Lög og réttlæti sem heldur um stjórnartauma í Póllandi ákvað í gær að takmarka aðgang fjölmiðla að þinghúsinu þegar fyrir höndum var atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstöðuþingmenn mótmæltu þessu og þúsundir mótmælenda söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að taka undir með stjórnarandstöðunni og meinuðu þingmönnum útgöngu. Mótmælin stóðu fram á nótt og í dag voru mótmælendur aftur mættir fyrir utan þinghúsið. Mateusz Kijowski formaður nefndar um vörn fyrir lýðræðis fordæmdi stjórnvöld í ávarpi til mótmælenda. „Í gær sýndi Lög og réttlæti að flokksmenn skammast sín fyrir gerðir sínar. Þeir ákváðu að reka frjálsa fjölmiðla út úr þinghúsinu til þess að koma í veg fyrir að fólk sjái hvað þeir hafa fyrir stafni þar,“ sagði Kijowski. Stjórnarandstaðan reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi en stjórnarmeirihlutinn brá þá á það ráð að færa hana úr þingsal í annan sal í þinginu þar sem enginn gat fylgst með hvað fram fór. Það er í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis í Póllandi árið 1989 sem þingstörf fara ekki fram í þingsal og þar að auki fyrir luktum dyrum. Einn þingmanna stjórnarandstöðunnar tók myndir á síma sinn þegar Jaroslaw Kaczysnki forsætisráðherra og fleiri stjórnarþingmenn yfirgáfu þinghúsið. Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu að forsætisráðherranum að hann væri einræðisherra. Þegar út var komið beitti lögregla mótmælendur afli til að bílar ráðherranna kæmust burt frá þinghúsinu. „Hegðun manna í kvöld gefur til kynna fullkominn hroka. Þetta er ógeðfellt. Við verðum að haga okkur eins og venjulegir borgarar,“ sagði einn mótmælenda. Stjórnarandstaðan segir atkvæðagreiðsluna um fjárlögin ólöglega og fólk sem ekki hafi atkvæðarétt hafi fengið að greiða atkvæði um frumvarpið. Jaroslaw Kaczysnki formaður Laga og réttlætis vísar þessu á bug og segir ríkisstjórnina ekki láta undan hryðjuverkum mótmælenda. „Ég treysti því að stjórnarandstaðan þétti raðir sínar, standi saman, komist loks að samkomulagi og tali einni röddu. Ég treysti algjörlega á það. Ég treysti líka á að ESB láti sig málið varða. Ég treysti líka á að fyrrverandi forsætisráðherra, Donald Tusk, sem styður málið líklega geti togað í ýmsa spotta til að hjálpa okkur,“ sagði mótmælandi við þinghúsið. Margir mótmælendur veifuðu fána Evrópusambandsins en mikill stuðningur er meðal almennings við veru landsins í bandalaginu enda hefur efnahagur Pólverja vaxið hröðum skrefum eftir að landið gekk í sambandið. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Fjölmennur hópur mótmælenda umkringdi þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í nótt, eftir að hægri stjórnarflokkurinn Lög og regla takmarkaði aðgang fjölmiðla að þinghúsinu og afgreiddi fjárlög með leynd. Mótmælendur skora á stjórnarandstöðuna að sameinast og biðla til Evrópusambandsins um að blanda sér í málið. Hægri flokkurinn Lög og réttlæti sem heldur um stjórnartauma í Póllandi ákvað í gær að takmarka aðgang fjölmiðla að þinghúsinu þegar fyrir höndum var atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstöðuþingmenn mótmæltu þessu og þúsundir mótmælenda söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að taka undir með stjórnarandstöðunni og meinuðu þingmönnum útgöngu. Mótmælin stóðu fram á nótt og í dag voru mótmælendur aftur mættir fyrir utan þinghúsið. Mateusz Kijowski formaður nefndar um vörn fyrir lýðræðis fordæmdi stjórnvöld í ávarpi til mótmælenda. „Í gær sýndi Lög og réttlæti að flokksmenn skammast sín fyrir gerðir sínar. Þeir ákváðu að reka frjálsa fjölmiðla út úr þinghúsinu til þess að koma í veg fyrir að fólk sjái hvað þeir hafa fyrir stafni þar,“ sagði Kijowski. Stjórnarandstaðan reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi en stjórnarmeirihlutinn brá þá á það ráð að færa hana úr þingsal í annan sal í þinginu þar sem enginn gat fylgst með hvað fram fór. Það er í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis í Póllandi árið 1989 sem þingstörf fara ekki fram í þingsal og þar að auki fyrir luktum dyrum. Einn þingmanna stjórnarandstöðunnar tók myndir á síma sinn þegar Jaroslaw Kaczysnki forsætisráðherra og fleiri stjórnarþingmenn yfirgáfu þinghúsið. Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu að forsætisráðherranum að hann væri einræðisherra. Þegar út var komið beitti lögregla mótmælendur afli til að bílar ráðherranna kæmust burt frá þinghúsinu. „Hegðun manna í kvöld gefur til kynna fullkominn hroka. Þetta er ógeðfellt. Við verðum að haga okkur eins og venjulegir borgarar,“ sagði einn mótmælenda. Stjórnarandstaðan segir atkvæðagreiðsluna um fjárlögin ólöglega og fólk sem ekki hafi atkvæðarétt hafi fengið að greiða atkvæði um frumvarpið. Jaroslaw Kaczysnki formaður Laga og réttlætis vísar þessu á bug og segir ríkisstjórnina ekki láta undan hryðjuverkum mótmælenda. „Ég treysti því að stjórnarandstaðan þétti raðir sínar, standi saman, komist loks að samkomulagi og tali einni röddu. Ég treysti algjörlega á það. Ég treysti líka á að ESB láti sig málið varða. Ég treysti líka á að fyrrverandi forsætisráðherra, Donald Tusk, sem styður málið líklega geti togað í ýmsa spotta til að hjálpa okkur,“ sagði mótmælandi við þinghúsið. Margir mótmælendur veifuðu fána Evrópusambandsins en mikill stuðningur er meðal almennings við veru landsins í bandalaginu enda hefur efnahagur Pólverja vaxið hröðum skrefum eftir að landið gekk í sambandið.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira