Innlent

Hækkanir verði dregnar til baka

Hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við aldraða koma mjög illa við eldri borgara. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir hækkununum í ályktun og skorar á borgina að draga þær til baka.

Í ályktuninni segir að námskeiðsgjöld, gjald fyrir opið félagsstarf, gjald fyrir akstursþjónustu, kostnaður vegna heitra máltíða og fleira hafi hækkað um áramót.

Tryggingabætur aldraðra hækkuðu um áramótin, en í ályktuninni segir að hækkanir á gjöldum borgarinnar taki hluta af þeim litlu hækkunum sem fengist hafi til baka. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×