Innlent

Hælisleitendur fá stúdentaíbúðir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Háskólinn á Bifröst hefur samþykkt að leigja Útlendingastofnun sex íbúðir sem afhentar verða hælisleitendum með fjölskyldur. Um er að ræða tilraunaverkefni sem mun vara í þrjá mánuði, en að þeim tíma loknum verður tekin ákvörðun um hvort verkefninu verði framhaldið.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem nemendur fengu í dag, en jafnframt var haldinn íbúafundur vegna málsins 14. júní síðastliðinn. Þar segir að fyrstu íbúarnir hafi komið í dag. Það séu þrjú pör frá Albaníu og Sómalíu, þar af eitt þeirra með ellefu ára barn.

Þá segir að allir sem koma hafi farið í læknisskoðun, bæði fullorðnir og börn. Hælisleitendur muni fá aðgang að bókasafni, en ekki að líkamsrækt, pottasvæði né þvottaaðstöðu.

Háskólinn mun leigja að hámarki sex íbúðir til Útlendingastofnunar, og í tölvupóstinum segir að þeir hælisleitendur sem fái að dvelja á stúdentagörðum séu fjölskyldur með börn og/eða pör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×