Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 13:17 Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Dómur Hæstaréttar staðfesti í öllum atriðum niðurstöðu Héraðsdóms, sem sakfelldi Baldur á grundvelli fimm ákæruliða af sex. Málið dæmdu Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari. Þetta er fyrsta innherjasvikamálið sem dæmt er í Hæstarétti í réttarsögu Íslands. Baldur var hinn 7. apríl í fyrra dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur og var það niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Þá var gert upptækt söluandvirði hlutabréfa Baldurs í Landsbankanum, 174 milljónir króna, þ.e upphaflegt söluandvirði 192 milljónir að frádregnum fjármagnstekjuskatti. Einn dómari af fimm, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði og taldi að vísa bæri málinu frá dómi. Í efnislegum hluta sératkvæðisins komst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki væru efni til að vísa málinu frá dómi bæri að sýkna Baldur. Mál Baldurs Guðlaugssonar - tímalína Baldur Guðlagusson, fæddur 1946, er lögfræðingur að mennt og starfaði sem lögmaður áður en hann fór að vinna sem embættismaður hjá hinu opinbera. Fyrir bankahrunið var Baldur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat sem slíkur í sérstökum samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. 13. ágúst 2008 Baldur fundar með bankastjórum Landsbankans 2. september 2008 Sat fund með fjármálaráðherra Bretlands þar sem flutningur á Icesave var ræddur. 17. og 18. september 2008 Selur hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna október 2008 Fjármálaeftirlitið hefur rannsókn á sölu Baldurs á hlutabréfunum. 7. maí 2009 Fjármálaeftirlitið tilkynnir Baldri að rannsókn á máli hans hafi verið hætt 19. júní 2009 Baldri er tilkynnt af FME að eftirlitið hafi hafið rannsókn í máli hans að nýju 9. júlí 2009 FME vísar málinu til sérstaks saksóknara 13. nóvember 2009 sérstakur saksóknari kyrrsetur 192 milljónir króna á reikningum Baldurs 3. febrúar 2010 Hæstiréttur hafnar kröfu Baldurs um að rannsókn málsins verði felld niður 26. febrúar 2010 Hæstiréttur dæmir kyrrsetninguna á innistæðunum lögmæta 13. október 2010 Baldur ákærður fyrir innherjasvik 7. apríl 2011 Baldur dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi 17. febrúar 2012 Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir Baldri. Tengdar fréttir Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49 Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33 Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10 Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Dómur Hæstaréttar staðfesti í öllum atriðum niðurstöðu Héraðsdóms, sem sakfelldi Baldur á grundvelli fimm ákæruliða af sex. Málið dæmdu Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari. Þetta er fyrsta innherjasvikamálið sem dæmt er í Hæstarétti í réttarsögu Íslands. Baldur var hinn 7. apríl í fyrra dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur og var það niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Þá var gert upptækt söluandvirði hlutabréfa Baldurs í Landsbankanum, 174 milljónir króna, þ.e upphaflegt söluandvirði 192 milljónir að frádregnum fjármagnstekjuskatti. Einn dómari af fimm, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði og taldi að vísa bæri málinu frá dómi. Í efnislegum hluta sératkvæðisins komst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki væru efni til að vísa málinu frá dómi bæri að sýkna Baldur. Mál Baldurs Guðlaugssonar - tímalína Baldur Guðlagusson, fæddur 1946, er lögfræðingur að mennt og starfaði sem lögmaður áður en hann fór að vinna sem embættismaður hjá hinu opinbera. Fyrir bankahrunið var Baldur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat sem slíkur í sérstökum samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. 13. ágúst 2008 Baldur fundar með bankastjórum Landsbankans 2. september 2008 Sat fund með fjármálaráðherra Bretlands þar sem flutningur á Icesave var ræddur. 17. og 18. september 2008 Selur hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna október 2008 Fjármálaeftirlitið hefur rannsókn á sölu Baldurs á hlutabréfunum. 7. maí 2009 Fjármálaeftirlitið tilkynnir Baldri að rannsókn á máli hans hafi verið hætt 19. júní 2009 Baldri er tilkynnt af FME að eftirlitið hafi hafið rannsókn í máli hans að nýju 9. júlí 2009 FME vísar málinu til sérstaks saksóknara 13. nóvember 2009 sérstakur saksóknari kyrrsetur 192 milljónir króna á reikningum Baldurs 3. febrúar 2010 Hæstiréttur hafnar kröfu Baldurs um að rannsókn málsins verði felld niður 26. febrúar 2010 Hæstiréttur dæmir kyrrsetninguna á innistæðunum lögmæta 13. október 2010 Baldur ákærður fyrir innherjasvik 7. apríl 2011 Baldur dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi 17. febrúar 2012 Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir Baldri.
Tengdar fréttir Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49 Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33 Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10 Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49
Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50
Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33
Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10
Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04