Hætta að flagga í hálfa stöng: „Þetta er tilfinningamál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2015 12:32 Sex bæjarfulltrúar Norðurþings kusu með tillögunni en þrír voru á móti. Vísir/Vilhelm „Þetta er eldgamall siður og maður elst upp við þetta. Mér finnst þetta bara fallegt,“ segir Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Soffía var ein þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögu flokksbróður síns, Hjálmars Boga Hafliðasonar, þess efnis að hætt yrði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið í Húsavík við andlát íbúa bæjarsins.Morgunblaðið greindi frá tillögu Hjálmars sem samþykkt var í síðustu viku með sex atkvæðum gegn þremur. Skiptu þar flokkslínur litlu eins og sjá má á skoðanamun flokkssystkinanna Hjálmars og Soffíu. Hjálmar segir við Morgunblaðið að um úreltan sið sé að ræða. Samfélagið sé breytt, þangað flutt fólk sem þekki engin deili á hinum látna og sömuleiðis séu ferðamenn eitt stórt spurningamerki í heimsóknum sínum í bæinn. „Mér finnst þetta virðing við hinn látna,“ segir Soffía sem gerir sér grein fyrir því að reynsla og skoðun fólks á þessu máli er ólík. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls á fundinum og Soffía segir að Facebook logi. Sitt sýnist hverjum. „Þetta er tilfinningamál,“ segir Soffía. „Mér finnst mikilvægt í svona litlu samfélagi að við vottum virðingu.“Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar.Mynd af vef NorðurþingsVonar að bæjarstjórn sjái að sér Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu. Með henni vildi hann ganga enn lengra og lagði til að hætt yrði að flagga í hálfa stöng á jarðarfarardaginn. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Soffía segist ekki skilja hvers vegna það skipti máli að erlendir ferðamenn spyrji út í hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng. Þeir hljóti að vera komnir til Húsavíkur til að kynnast siðum okkar og hefð. „Þótt einhverjir spyrji þá truflar það engan.“ Aðspurð segist Soffía ekki vera með breytingartillögu í smíðum en telur víst að málinu sé ekki lokið. Koma verði í ljós hvort efnt verði til undirskriftasöfnunar. „Ég vona bara að þau sjái að sér,“ segir Soffía um ákvörðun félaga sinna í bæjarstjórn. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
„Þetta er eldgamall siður og maður elst upp við þetta. Mér finnst þetta bara fallegt,“ segir Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Soffía var ein þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögu flokksbróður síns, Hjálmars Boga Hafliðasonar, þess efnis að hætt yrði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið í Húsavík við andlát íbúa bæjarsins.Morgunblaðið greindi frá tillögu Hjálmars sem samþykkt var í síðustu viku með sex atkvæðum gegn þremur. Skiptu þar flokkslínur litlu eins og sjá má á skoðanamun flokkssystkinanna Hjálmars og Soffíu. Hjálmar segir við Morgunblaðið að um úreltan sið sé að ræða. Samfélagið sé breytt, þangað flutt fólk sem þekki engin deili á hinum látna og sömuleiðis séu ferðamenn eitt stórt spurningamerki í heimsóknum sínum í bæinn. „Mér finnst þetta virðing við hinn látna,“ segir Soffía sem gerir sér grein fyrir því að reynsla og skoðun fólks á þessu máli er ólík. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls á fundinum og Soffía segir að Facebook logi. Sitt sýnist hverjum. „Þetta er tilfinningamál,“ segir Soffía. „Mér finnst mikilvægt í svona litlu samfélagi að við vottum virðingu.“Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar.Mynd af vef NorðurþingsVonar að bæjarstjórn sjái að sér Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu. Með henni vildi hann ganga enn lengra og lagði til að hætt yrði að flagga í hálfa stöng á jarðarfarardaginn. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Soffía segist ekki skilja hvers vegna það skipti máli að erlendir ferðamenn spyrji út í hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng. Þeir hljóti að vera komnir til Húsavíkur til að kynnast siðum okkar og hefð. „Þótt einhverjir spyrji þá truflar það engan.“ Aðspurð segist Soffía ekki vera með breytingartillögu í smíðum en telur víst að málinu sé ekki lokið. Koma verði í ljós hvort efnt verði til undirskriftasöfnunar. „Ég vona bara að þau sjái að sér,“ segir Soffía um ákvörðun félaga sinna í bæjarstjórn.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira