Hætti ekki fyrr en Dan kemur til Dalvíkur 28. desember 2010 12:00 dan til dalvíkur Björn Snorrason hefur mikinn áhuga á að fá Dan Bornstein til Dalvíkur að flytja fyrirlestur um Android-símastýrikerfið. Bornstein ber ábyrgð á Dalvik Java-sýndarvélinni sem er innbyggð í kerfið. „Við ætlum að fá hann til að koma – við erum að spá í næstu fiskidaga. Þá eru flestir hérna. Ég trúi ekki öðru en að margir hafi áhuga á að hlusta á hann,“ segir Björn Snorrason, framkvæmdastjóri Dalpay og varamaður í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur nafni Dalvíkur verið dreift í 60 milljónir farsíma um allan heim. Þó ekki með snjöllu markaðsbragði, heldur sem nafn á svokallaðri Java-sýndarvél sem er innbyggð í Android-farsímastýrikerfinu frá Google. Hugbúnaðarverkfræðingurinn Dan Bornstein skrifaði Dalvik Java-sýndarvélina, en hann hefur mikinn áhuga á bænum og hefur komið þangað einu sinni. Björn hefur áhuga á að fá hann aftur til Dalvíkur til að halda fyrirlestur. „Hann hefur verið með fyrirlestra um Android og við ætluðum að fá hann til að vera með strípaða útgáfu á mannamáli,“ segir Björn, sem á einnig sæti í atvinnumálanefnd sveitarfélagsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Bornstein mikinn áhuga á að heimsækja Dalvík á ný. Hann er einnig liðtækur plötusnúður þannig að Björn veltir fyrir sér hvort hann slái upp balli í leiðinni. Fyrsta skrefið væri þó að fá hann til bæjarins á ný. „Ég hætti ekki fyrr en hann kemur,“ segir Björn að lokum. - afb Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Við ætlum að fá hann til að koma – við erum að spá í næstu fiskidaga. Þá eru flestir hérna. Ég trúi ekki öðru en að margir hafi áhuga á að hlusta á hann,“ segir Björn Snorrason, framkvæmdastjóri Dalpay og varamaður í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur nafni Dalvíkur verið dreift í 60 milljónir farsíma um allan heim. Þó ekki með snjöllu markaðsbragði, heldur sem nafn á svokallaðri Java-sýndarvél sem er innbyggð í Android-farsímastýrikerfinu frá Google. Hugbúnaðarverkfræðingurinn Dan Bornstein skrifaði Dalvik Java-sýndarvélina, en hann hefur mikinn áhuga á bænum og hefur komið þangað einu sinni. Björn hefur áhuga á að fá hann aftur til Dalvíkur til að halda fyrirlestur. „Hann hefur verið með fyrirlestra um Android og við ætluðum að fá hann til að vera með strípaða útgáfu á mannamáli,“ segir Björn, sem á einnig sæti í atvinnumálanefnd sveitarfélagsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Bornstein mikinn áhuga á að heimsækja Dalvík á ný. Hann er einnig liðtækur plötusnúður þannig að Björn veltir fyrir sér hvort hann slái upp balli í leiðinni. Fyrsta skrefið væri þó að fá hann til bæjarins á ný. „Ég hætti ekki fyrr en hann kemur,“ segir Björn að lokum. - afb
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira