Innlent

Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. Miklar eldglæringar stafa frá Skeifunni 11 og sprengingar gætu valdið tjóni.  Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta. Talið er að mörg hundruð manns séu á svæðinu en nánasta umhverfi hefur þó verið rýmt.

Þá beinir slökkviliðið þeim tilmælum til íbúa í nágrenni Skeifunnar að loka gluggum og kynda húsnæði sín.

Gert er ráð fyrir því að slökkvistarf mundi standa yfir fram á nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og næturvaktin var einnig ræst út. Slökkviliðið frá Keflavíkurflugvelli hefur einnig verið kallað til. 

Ritfangaverslunin Griffill logar enn og eldurinn hefur breiðst út í nærliggjandi verslanir. Mikinn svartan reyk liggur frá versluninni og sést hann allt frá Suðurnesjum og Akranesi.

Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. Hann horfir þó strax fram á við enda stutt í næsta skólaár, einn stærsta póstinn í verslun Griffils.

„Við erum þess fullviss að við munum rísa úr öskunni fljótt,” sagði Ingþór við Vísi fyrri í kvöld.

MYND/HALLDÓR KRISTJÁN

Tengdar fréttir

Mikill eldur í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni.

Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar

"Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn.

„Við munum rísa úr öskunni fljótt“

Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×