Hættum þessum rugli, ræðum saman! Ellen Calmon skrifar 10. október 2013 06:00 Öll viljum við betra samfélag, öll viljum við geta treyst grunnstoðum samfélagsins fyrir heilsu okkar og velferð. Ekki satt? Tilfinningin er hins vegar oft sú að við fáum litlu um það ráðið. Ein megináherslan í starfi Öryrkjabandalags Íslands á að vera samstarf og samningsumleitanir fyrir samfélagið, með áherslu á samræðu milli stjórnvalda, félaga sjúkra og fatlaðra og atvinnulífsins um lausnamiðaðar tillögur. Nú þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 er komið fram er ljóst að þar má finna margt sem eykur enn frekar á ugg og óvissu minna félaga í ÖBÍ. Ekki verður betur séð en bæta eigi kjör öryrkja og aldraðra og því ber vissulega að fagna. En um leið virðist lögð áhersla á að draga úr notkun ákveðinna lyfja og auka greiðsluþátttöku vegna sjúkrahúslegu, ásamt endurskoðun á örorkumati og almannatryggingakerfinu. Ætlunin virðist að fyrirbyggja um 600 milljóna króna kostnaðarhækkun. Slíkt hljómar ógnandi í eyrum margra. Félagsmenn í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 27.000 eða rúmlega 8% þjóðarinnar og þá hafa aðstandendur ekki verið upptaldir. Vilji ríkisstjórnin ná sátt í samfélaginu er mikilvægt að hún kalli fulltrúa þessa hóps til samráðs. Þannig aukast líkur á heillavænlegri forgangsröðun, samfélaginu öllu til góða. Nái ég kjöri til formanns Öryrkjabandalags Íslands 19. október næstkomandi lýsi ég mig reiðubúna til að koma að slíku samráði fyrir hönd bandalagsins. Saman erum við sterkari! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Sjá meira
Öll viljum við betra samfélag, öll viljum við geta treyst grunnstoðum samfélagsins fyrir heilsu okkar og velferð. Ekki satt? Tilfinningin er hins vegar oft sú að við fáum litlu um það ráðið. Ein megináherslan í starfi Öryrkjabandalags Íslands á að vera samstarf og samningsumleitanir fyrir samfélagið, með áherslu á samræðu milli stjórnvalda, félaga sjúkra og fatlaðra og atvinnulífsins um lausnamiðaðar tillögur. Nú þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 er komið fram er ljóst að þar má finna margt sem eykur enn frekar á ugg og óvissu minna félaga í ÖBÍ. Ekki verður betur séð en bæta eigi kjör öryrkja og aldraðra og því ber vissulega að fagna. En um leið virðist lögð áhersla á að draga úr notkun ákveðinna lyfja og auka greiðsluþátttöku vegna sjúkrahúslegu, ásamt endurskoðun á örorkumati og almannatryggingakerfinu. Ætlunin virðist að fyrirbyggja um 600 milljóna króna kostnaðarhækkun. Slíkt hljómar ógnandi í eyrum margra. Félagsmenn í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 27.000 eða rúmlega 8% þjóðarinnar og þá hafa aðstandendur ekki verið upptaldir. Vilji ríkisstjórnin ná sátt í samfélaginu er mikilvægt að hún kalli fulltrúa þessa hóps til samráðs. Þannig aukast líkur á heillavænlegri forgangsröðun, samfélaginu öllu til góða. Nái ég kjöri til formanns Öryrkjabandalags Íslands 19. október næstkomandi lýsi ég mig reiðubúna til að koma að slíku samráði fyrir hönd bandalagsins. Saman erum við sterkari!
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar