Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2016 10:45 Trukkar, vörubílar og jeppar hafa lengi verið notaðir til árása. Vísir/AFP „Ef þið finnið ekki sprengju, eða byssukúlu, ráðist þá gegn vantrúuðum Bandaríkjamanni, Frakka eða bandamanni þeirra. Mölvið höfuð hans með grjóti, slátrið honum með hnífi eða keyrið yfir hann á bílum ykkar. Kastið honum frá háum stöðum, kæfið hann eða eitrið fyrir honum.“ Þetta sagði talsmaður Íslamska ríkisins í ræðu í september 2014. Þar hvatti Abu Muhammad al-Adnani einstaklinga í vestrænum ríkjum til að taka upp baráttu Íslamska ríkisins og gera árásir í heimalöndum sínum. Ekki liggur fyrir af hverju einstaklingurinn sem ók inn í hóp fólks í Nice á vörubíl og myrti minnst 84 gerði árásina né á vegum hverra, en Íslamska ríkið liggur sterklega undir grun.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice Sama ár var einnig kallað eftir árásum sem þessum í Frakklandi, þar sem frönskumælandi vígamenn hvöttu stuðningsmenn sína til að gera árásir með bílum og vopnum sem auðvelt væri að nálgast. „Vopn og bílar eru aðgengileg og einnig skotmörk sem auðvelt er að ráðast á. Drepið þá, hrækið framan í þá og keyrið yfir þá á bílum ykkar.“Árið 2010 var birt grein í tímariti al-Qaeda þar sem leiðtogi þeirra á Arabíuskaga kallaði eftir því að stuðningsmenn þeirra tækju upp „heilagt stríð einstaklinga“ með því að nota pallbíla til að keyra hópa fólks niður. Fyrirsögn greinarinnar var „Hin fullkomna sláttuvél“. Hægt væri að koma hnífsblöðum og öðrum beittum hlutum fyrir framan á bílunum til að hámarka skaðann af slíkum árásum. „Hugmyndin er að nota pallbíla eins og sláttuvél. Ekki til að slá gras, heldur til að höggva niður óvini Allah.“ Bílar, og þá sérstaklega trukkar eða vörubílar, hafa lengi verið notaðir til hryðjuverkaárása. Yfirleitt hafa þeir þó verið sprengdir í loft upp nærri skotmörkum hryðjuverkamanna, en ekki notaðir til að keyra hópa fólks niður. Erfitt er að koma í veg fyrir árásir sem slíkar og hafa vígahópar kallað eftir þeim á undanförnum árum og mánuðum. Nokkrar slíkar árásir hafa verið gerðar en mannfallið hefur ekki verið mikið. Fyrr en nú. Í samtali við Wall Street Journal segja sérfræðingar að árásin í Nice eigi líklegast eftir að draga dilk á eftir sér fyrir öryggisstofnanir. Líklegt þykir að aðrir eigi eftir að herma eftir árásinni og það muni leiða til aukinnar öryggisgæslu á stórum viðburðum og takmörkunum á akstri ökutækja nærri slíkum viðburðum. Hér að neðan hafa nokkrar árásir þar sem bifreiðar hafa verið notaðar teknar saman.26. febrúar 1993 New York Hryðjuverkamenn sprengdu upp vörubíl í kjallara norðurturns World Trade Center. Sex manns dóu en meira en þúsund særðust.19. apríl 1995 OklahomaborgTimothy McVeigh lagði leigðum trukki fyrir framan opinbera byggingu í borginni, en hann hafði komið miklu magni af sprengiefnum fyrir í bílnum. Í sprengingunni létust 168 manns og meira en 500 manns særðust.3. mars 2006 Norður Karólína Maður leigði jeppa sérstaklega til þess að aka yfir fólk. Hann ók á níu manns við háskóla í Chapel Hill en enginn lét lífið né særðist alvarlega.8. júní 2008 Tokyo Maður keyrði trukki eftir vinsælli verslunargötu og drap þrjá með bíl sínum. Þá stakk hann fjórtán manns en fjórir létust.15. maí 2011 Tel Aviv Einn maður dó og 16 slösuðust þegar bíl var ekki á aðra bíla og vegfarendur á fjölfarinni götu. Ökumaður bílsins hélt því fram að um slys hefði verið að ræða.28. október 2013 Peking Fimm manns dóu eftir að verða fyrir jeppa í borginni. Yfirvöld sögðu að um hryðjuverkaárás hefði verið að ræða.20. október 2014 Quebec Maður sem hafði ferðast til Tyrklands til að reyna að ganga til liðs við Íslamska ríkið keyrði á tvo hermenn. Annar þeirra lét lífið.Desember 2014 Nantes og Dijon Í tveimur árásum í tveimur borgum óku menn yfir fólk svo 23 slösuðust. Báðir mennirnir áttu þó við geðræn vandamál að stríða. Annar tók eigið líf en hinn var skotinn til bana af lögreglu. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
„Ef þið finnið ekki sprengju, eða byssukúlu, ráðist þá gegn vantrúuðum Bandaríkjamanni, Frakka eða bandamanni þeirra. Mölvið höfuð hans með grjóti, slátrið honum með hnífi eða keyrið yfir hann á bílum ykkar. Kastið honum frá háum stöðum, kæfið hann eða eitrið fyrir honum.“ Þetta sagði talsmaður Íslamska ríkisins í ræðu í september 2014. Þar hvatti Abu Muhammad al-Adnani einstaklinga í vestrænum ríkjum til að taka upp baráttu Íslamska ríkisins og gera árásir í heimalöndum sínum. Ekki liggur fyrir af hverju einstaklingurinn sem ók inn í hóp fólks í Nice á vörubíl og myrti minnst 84 gerði árásina né á vegum hverra, en Íslamska ríkið liggur sterklega undir grun.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice Sama ár var einnig kallað eftir árásum sem þessum í Frakklandi, þar sem frönskumælandi vígamenn hvöttu stuðningsmenn sína til að gera árásir með bílum og vopnum sem auðvelt væri að nálgast. „Vopn og bílar eru aðgengileg og einnig skotmörk sem auðvelt er að ráðast á. Drepið þá, hrækið framan í þá og keyrið yfir þá á bílum ykkar.“Árið 2010 var birt grein í tímariti al-Qaeda þar sem leiðtogi þeirra á Arabíuskaga kallaði eftir því að stuðningsmenn þeirra tækju upp „heilagt stríð einstaklinga“ með því að nota pallbíla til að keyra hópa fólks niður. Fyrirsögn greinarinnar var „Hin fullkomna sláttuvél“. Hægt væri að koma hnífsblöðum og öðrum beittum hlutum fyrir framan á bílunum til að hámarka skaðann af slíkum árásum. „Hugmyndin er að nota pallbíla eins og sláttuvél. Ekki til að slá gras, heldur til að höggva niður óvini Allah.“ Bílar, og þá sérstaklega trukkar eða vörubílar, hafa lengi verið notaðir til hryðjuverkaárása. Yfirleitt hafa þeir þó verið sprengdir í loft upp nærri skotmörkum hryðjuverkamanna, en ekki notaðir til að keyra hópa fólks niður. Erfitt er að koma í veg fyrir árásir sem slíkar og hafa vígahópar kallað eftir þeim á undanförnum árum og mánuðum. Nokkrar slíkar árásir hafa verið gerðar en mannfallið hefur ekki verið mikið. Fyrr en nú. Í samtali við Wall Street Journal segja sérfræðingar að árásin í Nice eigi líklegast eftir að draga dilk á eftir sér fyrir öryggisstofnanir. Líklegt þykir að aðrir eigi eftir að herma eftir árásinni og það muni leiða til aukinnar öryggisgæslu á stórum viðburðum og takmörkunum á akstri ökutækja nærri slíkum viðburðum. Hér að neðan hafa nokkrar árásir þar sem bifreiðar hafa verið notaðar teknar saman.26. febrúar 1993 New York Hryðjuverkamenn sprengdu upp vörubíl í kjallara norðurturns World Trade Center. Sex manns dóu en meira en þúsund særðust.19. apríl 1995 OklahomaborgTimothy McVeigh lagði leigðum trukki fyrir framan opinbera byggingu í borginni, en hann hafði komið miklu magni af sprengiefnum fyrir í bílnum. Í sprengingunni létust 168 manns og meira en 500 manns særðust.3. mars 2006 Norður Karólína Maður leigði jeppa sérstaklega til þess að aka yfir fólk. Hann ók á níu manns við háskóla í Chapel Hill en enginn lét lífið né særðist alvarlega.8. júní 2008 Tokyo Maður keyrði trukki eftir vinsælli verslunargötu og drap þrjá með bíl sínum. Þá stakk hann fjórtán manns en fjórir létust.15. maí 2011 Tel Aviv Einn maður dó og 16 slösuðust þegar bíl var ekki á aðra bíla og vegfarendur á fjölfarinni götu. Ökumaður bílsins hélt því fram að um slys hefði verið að ræða.28. október 2013 Peking Fimm manns dóu eftir að verða fyrir jeppa í borginni. Yfirvöld sögðu að um hryðjuverkaárás hefði verið að ræða.20. október 2014 Quebec Maður sem hafði ferðast til Tyrklands til að reyna að ganga til liðs við Íslamska ríkið keyrði á tvo hermenn. Annar þeirra lét lífið.Desember 2014 Nantes og Dijon Í tveimur árásum í tveimur borgum óku menn yfir fólk svo 23 slösuðust. Báðir mennirnir áttu þó við geðræn vandamál að stríða. Annar tók eigið líf en hinn var skotinn til bana af lögreglu.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58