Hafa miklar áhyggjur af Magma-málinu Þorbjörn Þórðarson í New York skrifar 9. febrúar 2011 17:47 Ásgeir Margeirsson, í miðju, var meðal ræðumanna á ráðstefnunni í New York og svaraði spurningum fundarmanna í pallborðsumræðum. Mynd Stöð 2 / Egill Aðalsteinsson Fjárfestar í Bandaríkjunum og bandarískir sérfræðingar á sviði jarðvarmaorku hafa áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi og hugsanlegu eignarnámi HS Orku. Spurningar þess efnis komu á blaðamannafundi á Jarðhitaþinginu á Ritz-Carlton hótelinu í New York í morgun og einnig í pallborðsumræðum um nýtingu jarðhitaauðlinda í ráðstefnusalnum sjálfum. Þá hafa fundarmenn sem fréttastofa hefur rætt við lýst yfir áhyggjum sínum og verið að spyrja um málið. Á blaðamannafundinum í morgun vildu blaðamenn heyra skoðanir Ólafs Ragnars, forseta, á Magma-málinu, en hann vildi efnislega mjög lítið tjá sig um málið og vísaði á fulltrúa Magma. Jarðhitaþingið í New York á Ritz-Carlton hótelinu er á vegum Geothermal Energy Association í Bandaríkjunum, en fulltrúar fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru á staðnum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sem er meðal fundargesta, sagði í pallborðsumræðum að boranir eftir jarðvarma gætu farið fram á sjálfbæran hátt og markmiðið væri að ganga skynsamlega um jarðhitaauðlindir með það fyrir augum að nýting þeirra væri sjálfbær til lengri tíma. Hafa áhyggjur af þjóðnýtingu Fjárfestir úr salnum hafði miklar áhyggjur af HS Orku og spurði hvort þjóðnýting væri hugsanleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem birst hefðu frá fulltrúum ríkisstjórnar í fjölmiðlum og ýmissa frétta um málið frá Íslandi. Ásgeir Margeirsson sagði að það hefði margoft komið fram að fjárfesting Magma Energy í HS Orku væri í fullu samræmi við lög og reglur á Íslandi. „Hvað varðar vinstristjórnina á Íslandi, sumum á Íslandi er illa við erlenda fjárfestingu. Svo við höfum lent í slag heima út af því. Að hluta til snýst þetta ekki um erlenda fjárfestingu heldur hindrun atvinnuuppbyggingar á sviði stóriðju," sagði Ásgeir. Þetta tvennt hefði blandast saman í umræðunni. Hann sagði að verið væri að ná sátt um þetta mál, þ.e eignarhaldið á HS Orku, á Íslandi með styttingu á nýtingartíma auðlindarinnar. Því væri þjóðnýtingin (eignarnámið) á HS Orku úr sögunni. „Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af þessu, en takk fyrir spurninguna," sagði Ásgeir. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum og bandarískir sérfræðingar á sviði jarðvarmaorku hafa áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi og hugsanlegu eignarnámi HS Orku. Spurningar þess efnis komu á blaðamannafundi á Jarðhitaþinginu á Ritz-Carlton hótelinu í New York í morgun og einnig í pallborðsumræðum um nýtingu jarðhitaauðlinda í ráðstefnusalnum sjálfum. Þá hafa fundarmenn sem fréttastofa hefur rætt við lýst yfir áhyggjum sínum og verið að spyrja um málið. Á blaðamannafundinum í morgun vildu blaðamenn heyra skoðanir Ólafs Ragnars, forseta, á Magma-málinu, en hann vildi efnislega mjög lítið tjá sig um málið og vísaði á fulltrúa Magma. Jarðhitaþingið í New York á Ritz-Carlton hótelinu er á vegum Geothermal Energy Association í Bandaríkjunum, en fulltrúar fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru á staðnum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sem er meðal fundargesta, sagði í pallborðsumræðum að boranir eftir jarðvarma gætu farið fram á sjálfbæran hátt og markmiðið væri að ganga skynsamlega um jarðhitaauðlindir með það fyrir augum að nýting þeirra væri sjálfbær til lengri tíma. Hafa áhyggjur af þjóðnýtingu Fjárfestir úr salnum hafði miklar áhyggjur af HS Orku og spurði hvort þjóðnýting væri hugsanleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem birst hefðu frá fulltrúum ríkisstjórnar í fjölmiðlum og ýmissa frétta um málið frá Íslandi. Ásgeir Margeirsson sagði að það hefði margoft komið fram að fjárfesting Magma Energy í HS Orku væri í fullu samræmi við lög og reglur á Íslandi. „Hvað varðar vinstristjórnina á Íslandi, sumum á Íslandi er illa við erlenda fjárfestingu. Svo við höfum lent í slag heima út af því. Að hluta til snýst þetta ekki um erlenda fjárfestingu heldur hindrun atvinnuuppbyggingar á sviði stóriðju," sagði Ásgeir. Þetta tvennt hefði blandast saman í umræðunni. Hann sagði að verið væri að ná sátt um þetta mál, þ.e eignarhaldið á HS Orku, á Íslandi með styttingu á nýtingartíma auðlindarinnar. Því væri þjóðnýtingin (eignarnámið) á HS Orku úr sögunni. „Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af þessu, en takk fyrir spurninguna," sagði Ásgeir. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45