Hafa miklar áhyggjur af Magma-málinu Þorbjörn Þórðarson í New York skrifar 9. febrúar 2011 17:47 Ásgeir Margeirsson, í miðju, var meðal ræðumanna á ráðstefnunni í New York og svaraði spurningum fundarmanna í pallborðsumræðum. Mynd Stöð 2 / Egill Aðalsteinsson Fjárfestar í Bandaríkjunum og bandarískir sérfræðingar á sviði jarðvarmaorku hafa áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi og hugsanlegu eignarnámi HS Orku. Spurningar þess efnis komu á blaðamannafundi á Jarðhitaþinginu á Ritz-Carlton hótelinu í New York í morgun og einnig í pallborðsumræðum um nýtingu jarðhitaauðlinda í ráðstefnusalnum sjálfum. Þá hafa fundarmenn sem fréttastofa hefur rætt við lýst yfir áhyggjum sínum og verið að spyrja um málið. Á blaðamannafundinum í morgun vildu blaðamenn heyra skoðanir Ólafs Ragnars, forseta, á Magma-málinu, en hann vildi efnislega mjög lítið tjá sig um málið og vísaði á fulltrúa Magma. Jarðhitaþingið í New York á Ritz-Carlton hótelinu er á vegum Geothermal Energy Association í Bandaríkjunum, en fulltrúar fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru á staðnum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sem er meðal fundargesta, sagði í pallborðsumræðum að boranir eftir jarðvarma gætu farið fram á sjálfbæran hátt og markmiðið væri að ganga skynsamlega um jarðhitaauðlindir með það fyrir augum að nýting þeirra væri sjálfbær til lengri tíma. Hafa áhyggjur af þjóðnýtingu Fjárfestir úr salnum hafði miklar áhyggjur af HS Orku og spurði hvort þjóðnýting væri hugsanleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem birst hefðu frá fulltrúum ríkisstjórnar í fjölmiðlum og ýmissa frétta um málið frá Íslandi. Ásgeir Margeirsson sagði að það hefði margoft komið fram að fjárfesting Magma Energy í HS Orku væri í fullu samræmi við lög og reglur á Íslandi. „Hvað varðar vinstristjórnina á Íslandi, sumum á Íslandi er illa við erlenda fjárfestingu. Svo við höfum lent í slag heima út af því. Að hluta til snýst þetta ekki um erlenda fjárfestingu heldur hindrun atvinnuuppbyggingar á sviði stóriðju," sagði Ásgeir. Þetta tvennt hefði blandast saman í umræðunni. Hann sagði að verið væri að ná sátt um þetta mál, þ.e eignarhaldið á HS Orku, á Íslandi með styttingu á nýtingartíma auðlindarinnar. Því væri þjóðnýtingin (eignarnámið) á HS Orku úr sögunni. „Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af þessu, en takk fyrir spurninguna," sagði Ásgeir. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum og bandarískir sérfræðingar á sviði jarðvarmaorku hafa áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi og hugsanlegu eignarnámi HS Orku. Spurningar þess efnis komu á blaðamannafundi á Jarðhitaþinginu á Ritz-Carlton hótelinu í New York í morgun og einnig í pallborðsumræðum um nýtingu jarðhitaauðlinda í ráðstefnusalnum sjálfum. Þá hafa fundarmenn sem fréttastofa hefur rætt við lýst yfir áhyggjum sínum og verið að spyrja um málið. Á blaðamannafundinum í morgun vildu blaðamenn heyra skoðanir Ólafs Ragnars, forseta, á Magma-málinu, en hann vildi efnislega mjög lítið tjá sig um málið og vísaði á fulltrúa Magma. Jarðhitaþingið í New York á Ritz-Carlton hótelinu er á vegum Geothermal Energy Association í Bandaríkjunum, en fulltrúar fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru á staðnum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sem er meðal fundargesta, sagði í pallborðsumræðum að boranir eftir jarðvarma gætu farið fram á sjálfbæran hátt og markmiðið væri að ganga skynsamlega um jarðhitaauðlindir með það fyrir augum að nýting þeirra væri sjálfbær til lengri tíma. Hafa áhyggjur af þjóðnýtingu Fjárfestir úr salnum hafði miklar áhyggjur af HS Orku og spurði hvort þjóðnýting væri hugsanleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem birst hefðu frá fulltrúum ríkisstjórnar í fjölmiðlum og ýmissa frétta um málið frá Íslandi. Ásgeir Margeirsson sagði að það hefði margoft komið fram að fjárfesting Magma Energy í HS Orku væri í fullu samræmi við lög og reglur á Íslandi. „Hvað varðar vinstristjórnina á Íslandi, sumum á Íslandi er illa við erlenda fjárfestingu. Svo við höfum lent í slag heima út af því. Að hluta til snýst þetta ekki um erlenda fjárfestingu heldur hindrun atvinnuuppbyggingar á sviði stóriðju," sagði Ásgeir. Þetta tvennt hefði blandast saman í umræðunni. Hann sagði að verið væri að ná sátt um þetta mál, þ.e eignarhaldið á HS Orku, á Íslandi með styttingu á nýtingartíma auðlindarinnar. Því væri þjóðnýtingin (eignarnámið) á HS Orku úr sögunni. „Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af þessu, en takk fyrir spurninguna," sagði Ásgeir. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45