

Hafa skal það sem sannara reynist
Í síðasta kafla bókarinnar, „Nokkrar niðurstöður", segir: „Eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 gekk Petrína Jakobsson úr Sósíalistaflokknum, en Katrín Thoroddsen bifaðist ekki. Jón úr Vör mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, en Sigfús Daðason var ófáanlegur til þess" (bls. 531). Þetta fullyrðir Hannes Hólmsteinn án nokkurra röksemda. Hann tilgreinir ekki heimildir sínar, hver eða hverjir það voru sem reyndu án árangurs að fá Sigfús til að mótmæla þessum ofbeldisverkum. Skemmst er frá því að segja að þetta eru helber ósannindi.
Sigfús Daðason var vissulega pólitískur en hann var ekki flokkspólitískur. Hann var víðsýnn og tók ávallt sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi má taka að Sigfús hélt til náms í Frakklandi árið 1951 þó svo að Kristinn E. Andrésson, sem var honum afar góður á æskuárunum og Sigfús mat mikils, vildi að hann færi til Moskvu eða Austur-Þýskalands þar sem hægt var að fá ríflega styrki til náms.
Sigfús var í París þegar Sovétríkin gerðu innrás í Ungverjaland 4. nóvember 1956. Að beiðni ritstjórnar tímaritsins Birtings skrifaði Sigfús 26. sama mánaðar greinina „Fyrirspurn svarað" sem birtist í 4. hefti ritsins 1956. Í greininni fór hann hörðum orðum um arðrán stórþjóða á smáríkjum og fordæmdi afdráttarlaust ofbeldisverk stórvelda gagnvart smáþjóðum, bæði innrás Sovétmanna í Ungverjaland og Breta og Frakka í Egyptaland. Hann minnti jafnframt á „fordæðuverkin" sem framin voru „í Indókína og Guatemala, Kenya og Alsír, Egyptalandi og Madagascar."
Í XIV kvæði í Höndum og orðum (1959) – „Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys" – tekur Sigfús upp þráðinn á ný og fjallar með eftirminnilegum hætti um pólitískan veruleika smáríkja og hervelda.
Eftir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 skrifaði Sigfús, sem þá var einn þriggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar, ritstjórnargrein „Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann". Niðurstaða hans var að ekkert gæti réttlætt innrásina. Greinin fékkst ekki birt. Handrit Sigfúsar að greininni er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins og á það hefur Sigfús skrifað „varð ekki birt". Í staðinn birti Kristinn E. Andrésson greinina „Stúdentahreyfingin".
Þessi dæmi sýna að Sigfús var alla tíð sama sinnis í afstöðu sinni til stórvelda og smáríkja. Hann stóð með hinum kúguðu gegn kúgurunum. Þess vegna ítreka ég að sú staðhæfing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Sigfús Daðason hafi verið ófáanlegur til að mótmæla ofbeldisverkum Kremlverja í Ungverjalandi er staðlausu stafir.
Tengdar fréttir

"varð ekki birt"
Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess.
Skoðun

Samfélagsþjónusta á röngum forsendum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd
Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar

Stækkum Skógarlund!
Elsa María Guðmundsdóttir skrifar

Hvað eru strandveiðar?
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar

Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins
Bolli Héðinsson skrifar

Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz
Hallveig Rúnarsdóttir skrifar

Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum
Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar

Eldurinn og slökkvitækið
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag!
Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar

Umbun er sama og afleiðing
Helgi S. Karlsson skrifar

Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna?
Valdimar Óskarsson skrifar

Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur?
Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag!
Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar

Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn!
Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar

Við viljum jafnan rétt foreldra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Háskóli er samfélag
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi
Axel Sigurðsson skrifar

Auðlind þjóðarinnar
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Bergljót Borg skrifar

Leiðrétt veiðigjöld
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Táknmálstúlkun
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Tesluvandinn
Alexandra Briem skrifar

Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ
Sóllilja Bjarnadóttir skrifar

Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda
Engilbert Sigurðsson skrifar

Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn
Pétur Henry Petersen skrifar

Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma
Þröstur Ólafsson skrifar

Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael
Ingólfur Gíslason skrifar

Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert
Gabríel Ingimarsson skrifar