Innlent

Hafði aðgang að símum foreldra

María Lilja Þrastardóttir og Stígur Helgason skrifar
Rannsókn lögreglu á málinu hefur verið mjög viðamikil.
Rannsókn lögreglu á málinu hefur verið mjög viðamikil.
Lögregla hefur haft til rannsóknar hvort maður, sem hefur verið ákærður fyrir að nema unga telpu á brott í Vesturbæ Reykjavíkur og brjóta á henni kynferðislega, hafi notfært sér aðstöðu sína sem starfsmaður farsímaviðgerðarfyrirtækis til að afla sér upplýsinga um telpuna og jafnvel einnig önnur börn.

Fljótlega eftir að hann var handtekinn kom í ljós að hann hafði í fórum sínum lista með nöfnum og heimilisföngum nokkurra barna. Grunur var um að hann hefði komist yfir nöfn barnanna, og hugsanlega einnig upplýsingar um ferðir þeirra, með því að skoða síma sem foreldrar þeirra höfðu komið með í viðgerð þangað sem hann starfaði.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem maðurinn starfaði hjá vildi ekki veita viðtal vegna þessa í gær.

Maðurinn sætir ákæru fyrir að hafa brotið gróflega gegn tíu ára stúlku eftir að hafa ekið með hana í Heiðmörk. Hann skilaði henni síðan aftur í Vesturbæinn. Maðurinn hefur borið við minnisleysi vegna svefnleysis og vímuefnaneyslu. Aðalmeðferð fer fram í málinu á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×