Hafnar tölum um efnahagsskaða - orkan selst ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2012 19:00 Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess í fyrirspurn að greiningarfyrirtækið GAMMA hefði birt þá niðurstöðu í gær að samfélagið yrði af gríðarlegum fjárfestingum næstu fjögur ár vegna tafa á framkvæmdum, sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun; 120 milljörðum í orkumannvirkjum og 150 milljörðum í orkufrekum iðnaði og afleiddum störfum. "Þetta eru tæpir 300 milljarðar, virðulegi forseti, og um fimm þúsund ársstörf á næstu fjórum árum, samkvæmt skýrslu GAMMA," sagði Jón. Hann spurði Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra hvort hún hefði gert sér grein fyrir þessum afleiðingum og hvort hún myndi bregðast við þeim. Oddný svaraði með því að draga þær forsendur í efa að biðflokkur þýddi fjögurra ára bið og að orkan myndi seljast. "Eins og menn þekkja hefur enginn orkusamningur verið gerður frá hruni," sagði Oddný. Jón sagði að fyrir lægi yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að biðflokkur þýddi minnst fjögurra ára bið. "Þessi málflutningur stenst því ekki skoðun. Það að Landsvirkjun geti ekki selt er í algjöru ósamræmi við þær upplýsingar sem við fáum frá Íslandsstofu, Landsvirkjun og öðrum þeim sem fjalla um þessi mál gagnvart áhugasömum erlendum kaupendum," sagði Jón. Hann ítrekaði spurninguna til Oddnýjar en fékk svipað svar. „Það er mikil umframorka til í kerfinu nú þegar sem ekki hefur tekist að selja. Landsvirkjun hefur sem kunnugt er ekki tekist að selja orku frá norðaustursvæðinu þótt margir hafi lýst yfir áhuga og séu í viðræðum við félagið," sagði Oddný og bætti við: "Sú niðurstaða sem fyrirtækið GAMMA kemst að er byggð á veikum grunni og er ekki í takt við raunveruleikann." Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess í fyrirspurn að greiningarfyrirtækið GAMMA hefði birt þá niðurstöðu í gær að samfélagið yrði af gríðarlegum fjárfestingum næstu fjögur ár vegna tafa á framkvæmdum, sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun; 120 milljörðum í orkumannvirkjum og 150 milljörðum í orkufrekum iðnaði og afleiddum störfum. "Þetta eru tæpir 300 milljarðar, virðulegi forseti, og um fimm þúsund ársstörf á næstu fjórum árum, samkvæmt skýrslu GAMMA," sagði Jón. Hann spurði Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra hvort hún hefði gert sér grein fyrir þessum afleiðingum og hvort hún myndi bregðast við þeim. Oddný svaraði með því að draga þær forsendur í efa að biðflokkur þýddi fjögurra ára bið og að orkan myndi seljast. "Eins og menn þekkja hefur enginn orkusamningur verið gerður frá hruni," sagði Oddný. Jón sagði að fyrir lægi yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að biðflokkur þýddi minnst fjögurra ára bið. "Þessi málflutningur stenst því ekki skoðun. Það að Landsvirkjun geti ekki selt er í algjöru ósamræmi við þær upplýsingar sem við fáum frá Íslandsstofu, Landsvirkjun og öðrum þeim sem fjalla um þessi mál gagnvart áhugasömum erlendum kaupendum," sagði Jón. Hann ítrekaði spurninguna til Oddnýjar en fékk svipað svar. „Það er mikil umframorka til í kerfinu nú þegar sem ekki hefur tekist að selja. Landsvirkjun hefur sem kunnugt er ekki tekist að selja orku frá norðaustursvæðinu þótt margir hafi lýst yfir áhuga og séu í viðræðum við félagið," sagði Oddný og bætti við: "Sú niðurstaða sem fyrirtækið GAMMA kemst að er byggð á veikum grunni og er ekki í takt við raunveruleikann."
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira