Innlent

Hafnfirðingar fundu fyrir jarðskjálfta

Birgir Olgeirsson skrifar
Skjálftinn fannst greinilega í Hafnarfirði í kvöld.
Skjálftinn fannst greinilega í Hafnarfirði í kvöld. Vísir/Daníel
Jarðskjálfti fannst í Hafnarfirði nú fyrir skömmu. Urðu til að mynda íbúar í Arnarhrauni í Hafnarfirði varir við þennan skjálfta og greindu nokkrir frá því að skjálftanum hefði fylgt rafmagnstruflanir. Starfsmenn Veðurstofu Íslands eru í þessum rituðu orðum að fara yfir gögn jarðskjálftamælum til að meta hve öflugur skjálftinn var og hvar upptök hans voru.

Samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöður úr sjálfvirkri úrvinnslu Veðurstofu Íslands voru þetta tveir skjálftar með upptök um fimm kílómetrum frá Krýsuvík. Stærsti skjálftinn var 3,9 stærð og voru upptök hans skammt sunnan Kleifarvatns. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið en þeir eru töluvert minni og ólíklegt að þeir finnist í byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×