Hafnfirðingar koma sér upp brandarastíg garðar örn úlfarsson skrifar 20. apríl 2015 07:15 Marín Hrafnsdóttir menningarfulltrúi segir að byrja eigi á tuttugu skiltum með Hafnarfjarðarbröndurum við Strandstíginn og fjölga þeim síðan. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég ligg hér í Hafnarfjarðarbrandarabókunum,“ segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðmálafulltrúi Hafnarfjarðar, sem undirbýr nú að brandarar verði settir ofan í Strandstíginn í bænum. „Ég hef lengi verið að spá í hvernig við eigum að nýta Hafnarfjarðarbrandarana. Þótt það séu bæir erlendis þar sem er svipað grín uppi á teningnum þá er þetta náttúrlega sérstaða Hafnarfjarðar hér á Íslandi,“ segir Marín. Ætlunin er að útbúa stensla með tuttugu Hafnarfjarðarbröndurum til að byrja með og setja þá ofan í Strandstíginn milli Norðurbakka og Mýrargötu. „Ég held að það sé skemmtilegt að gera þetta í göngustíginn þannig að maður geti gengið á milli brandara. Það er ofboðslega falleg leið alveg við sjóinn og höfnina,“ segir Marín. Auk þess að vera á íslensku verða brandararnir á ensku til að þjóna erlendum ferðamönnum sem Marín segir Hafnfirðinga gjarnan vilja sjá meira af. Samkvæmt könnun frá í fyrrasumar hafi 16 prósent erlendra ferðamanna viðdvöl í bænum. „Það sem hamlar þessum gamla hafnarbæ er að það er engin afþreying í boði tengd sjónum; hvalaskoðun, sjóstangaveiði og eitthvað sem tengist sögu bæjarins og þessari dásamlega fallegu höfn,“ segir menningarfulltrúinn. „Ég held reyndar að Reykjavík vilji líka að sveitarfélögin í kring taki eitthvað af flæðinu. Það er öllum til bóta að dreifa fjöldanum aðeins.“ Þótt Marín grúfi sig nú yfir bækur á borð við 305 Hafnarfjarðarbrandara frá árinu 1982 og Hafnarfjarðarbrandara 1 frá árinu 1993 (annað bindi hefur enn ekki komið út) er ætlunin að fá fleiri að borðinu. „Okkur langar líka að fá fólk til að senda inn brandara af því að þeir eru alveg örugglega ekki allir í bókunum. Það er heilmikið mál að finna brandara sem eru bráðfyndnir en ekki alltof langir,“ segir Marín. Ein hugmyndin var að útfæra gamlan Hafnarfjarðarbrandara með merkingu á botni sundlauga bæjarins um að reykingar séu bannaðar. „Við vildum láta reyna á þetta en fyrstu viðbrögð eru að þetta megi ekki. Við ætlum þó ekki að gefast upp. Það má kannski setja þetta í heitu pottana,“ segir Marín bjartsýn.Þrír Hafnarfjarðarbrandarar frá menningarfulltrúanum:Þegar Hafnfirðingar fengu nýjan slökkvibíl var efnt til blaðamannafundar. Einn blaðamaðurinn spurði hvað gert yrði við gamla bílinn. „Tja…ég veit nú ekki," svaraði slökkviliðsstjórinn. „Ætli hann verði ekki notaður í platútköllin.“Af hverju læðast Hafnarfirðingar alltaf framhjá apótekum? Til að vekja ekki svefntöflurnar.Af hverju sitja Hafnfirðingar gjarnan niðri í fjöru á jólunum? Þeir eru að bíða eftir jólabókaflóðinu. Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
„Ég ligg hér í Hafnarfjarðarbrandarabókunum,“ segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðmálafulltrúi Hafnarfjarðar, sem undirbýr nú að brandarar verði settir ofan í Strandstíginn í bænum. „Ég hef lengi verið að spá í hvernig við eigum að nýta Hafnarfjarðarbrandarana. Þótt það séu bæir erlendis þar sem er svipað grín uppi á teningnum þá er þetta náttúrlega sérstaða Hafnarfjarðar hér á Íslandi,“ segir Marín. Ætlunin er að útbúa stensla með tuttugu Hafnarfjarðarbröndurum til að byrja með og setja þá ofan í Strandstíginn milli Norðurbakka og Mýrargötu. „Ég held að það sé skemmtilegt að gera þetta í göngustíginn þannig að maður geti gengið á milli brandara. Það er ofboðslega falleg leið alveg við sjóinn og höfnina,“ segir Marín. Auk þess að vera á íslensku verða brandararnir á ensku til að þjóna erlendum ferðamönnum sem Marín segir Hafnfirðinga gjarnan vilja sjá meira af. Samkvæmt könnun frá í fyrrasumar hafi 16 prósent erlendra ferðamanna viðdvöl í bænum. „Það sem hamlar þessum gamla hafnarbæ er að það er engin afþreying í boði tengd sjónum; hvalaskoðun, sjóstangaveiði og eitthvað sem tengist sögu bæjarins og þessari dásamlega fallegu höfn,“ segir menningarfulltrúinn. „Ég held reyndar að Reykjavík vilji líka að sveitarfélögin í kring taki eitthvað af flæðinu. Það er öllum til bóta að dreifa fjöldanum aðeins.“ Þótt Marín grúfi sig nú yfir bækur á borð við 305 Hafnarfjarðarbrandara frá árinu 1982 og Hafnarfjarðarbrandara 1 frá árinu 1993 (annað bindi hefur enn ekki komið út) er ætlunin að fá fleiri að borðinu. „Okkur langar líka að fá fólk til að senda inn brandara af því að þeir eru alveg örugglega ekki allir í bókunum. Það er heilmikið mál að finna brandara sem eru bráðfyndnir en ekki alltof langir,“ segir Marín. Ein hugmyndin var að útfæra gamlan Hafnarfjarðarbrandara með merkingu á botni sundlauga bæjarins um að reykingar séu bannaðar. „Við vildum láta reyna á þetta en fyrstu viðbrögð eru að þetta megi ekki. Við ætlum þó ekki að gefast upp. Það má kannski setja þetta í heitu pottana,“ segir Marín bjartsýn.Þrír Hafnarfjarðarbrandarar frá menningarfulltrúanum:Þegar Hafnfirðingar fengu nýjan slökkvibíl var efnt til blaðamannafundar. Einn blaðamaðurinn spurði hvað gert yrði við gamla bílinn. „Tja…ég veit nú ekki," svaraði slökkviliðsstjórinn. „Ætli hann verði ekki notaður í platútköllin.“Af hverju læðast Hafnarfirðingar alltaf framhjá apótekum? Til að vekja ekki svefntöflurnar.Af hverju sitja Hafnfirðingar gjarnan niðri í fjöru á jólunum? Þeir eru að bíða eftir jólabókaflóðinu.
Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira