Hagfræðingur: ESB óttast fjárhagsleg ragnarök 15. apríl 2011 14:30 Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins. Graven segir að eina ástæðan fyrir því að þetta ferli sé ekki hafið nú þegar, og að stjórnmálamenn og yfirvöld í ESB neiti áfram að það muni gerast, sé óttinn við fjármálahrun í framhaldinu. Hrun sem leiðir til fleiri þjóðargjaldþrota og gífurlegs taps hjá bönkum á evrusvæðinu. Fyrstu afleiðingarnar af þjóðargjaldþroti Grikklands yrði að þýskir og franskir bankar yrðu að afskrifa um 50 milljarða dollara af lánum sínum til félaga og fyrirtækja í landinu. Þetta er sú upphæð sem þessir bankar áttu útistandandi í einkageiranum í Grikklandi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt BIS bankanum. Síðan er spurningin um hve mikið af útlánum til gríska ríkisins þessir bankar þyrftu að afskrifa. Franskir bankar eru með 92 milljarða dollara útistandandi í heild í Grikklandi og þýskir bankar eru með 69 milljarða dollara á heildina litið. Ef Grikklandi fer á hausinn hefjast dómínóáhrif þar sem Portúgal yrði næst til að falla. Spænskir bankar eru með nær 109 milljarða dollara „úti að synda“ í portúgalska hagkerfinu. Því myndu margir þeirra falla í framhaldinu. Ef slíkt gerist væru frönsku og þýsku bankarnir fyrst í verulegum vandræðum því þeir hafa lánað gífurlegar upphæðir til Spánar, í báðum tilvikum vel yfir 200 milljarða dollara. Graven segir að hugsanlega muni ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setja saman annan björgunarpakka fyrir Grikkland þegar núverandi neyðaraðstoð lýkur árið 2013. Slíkt væri þó eingöngu bráðabirgðalausn sem myndi framlengja kvölina eitthvað inn í framtíðina. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins. Graven segir að eina ástæðan fyrir því að þetta ferli sé ekki hafið nú þegar, og að stjórnmálamenn og yfirvöld í ESB neiti áfram að það muni gerast, sé óttinn við fjármálahrun í framhaldinu. Hrun sem leiðir til fleiri þjóðargjaldþrota og gífurlegs taps hjá bönkum á evrusvæðinu. Fyrstu afleiðingarnar af þjóðargjaldþroti Grikklands yrði að þýskir og franskir bankar yrðu að afskrifa um 50 milljarða dollara af lánum sínum til félaga og fyrirtækja í landinu. Þetta er sú upphæð sem þessir bankar áttu útistandandi í einkageiranum í Grikklandi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt BIS bankanum. Síðan er spurningin um hve mikið af útlánum til gríska ríkisins þessir bankar þyrftu að afskrifa. Franskir bankar eru með 92 milljarða dollara útistandandi í heild í Grikklandi og þýskir bankar eru með 69 milljarða dollara á heildina litið. Ef Grikklandi fer á hausinn hefjast dómínóáhrif þar sem Portúgal yrði næst til að falla. Spænskir bankar eru með nær 109 milljarða dollara „úti að synda“ í portúgalska hagkerfinu. Því myndu margir þeirra falla í framhaldinu. Ef slíkt gerist væru frönsku og þýsku bankarnir fyrst í verulegum vandræðum því þeir hafa lánað gífurlegar upphæðir til Spánar, í báðum tilvikum vel yfir 200 milljarða dollara. Graven segir að hugsanlega muni ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setja saman annan björgunarpakka fyrir Grikkland þegar núverandi neyðaraðstoð lýkur árið 2013. Slíkt væri þó eingöngu bráðabirgðalausn sem myndi framlengja kvölina eitthvað inn í framtíðina.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira