Hagnaður álveranna þriggja dróst saman um 90 prósent Haraldur Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Íslensku álverin högnuðust um samtals 6,48 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Hagnaður Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam 10,7 milljónum dala, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skilaði til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í síðustu viku. Rekstur álversins, sem er í eigu bandaríska álrisans Alcoa, skilaði hins vegar 33,3 milljóna dala hagnaði árið 2012. Sölutekjur fyrirtækisins minnkuðu um 8,6 milljónir dala árið 2013 miðað við árið á undan. Rekstrarkostnaður jókst að auki um rúmar þrjár milljónir dala.Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir afkomu fyrirtækisins háða markaðsverði á áli og bendir á þá staðreynd að álverð lækkaði talsvert á árunum 2012 og 2013. „Álverð hefur nú hækkað og það hefur áhrif á tekjur félagsins. Vonir okkar standa til þess að þessi hækkun á markaðsverði á áli sé komin til að vera og það eru aðrar markaðsforsendur eins og lækkun á álbirgðum í heiminum sem styðja við þetta,“ segir Magnús. Hann vill ekki svara því hvort fyrirtækið geri ráð fyrir að afkoman batni á þessu ári og segir fyrirtækið almennt ekki tjá sig um niðurstöður ársreikninga. Rekstur Norðuráls á Grundartanga skilaði 27,6 milljóna dala hagnaði árið 2013, jafnvirði 3,4 milljarða króna, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Árið 2012 var álverið rekið með jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. Einnig hefur komið fram að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík var rekið með 31,8 milljóna dala, um 3,9 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Tap félagsins fyrir skatta nam 41,3 milljónum dala. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda (Samáls), segir jákvæðar horfur í áliðnaði en tekur fram að hann geti ekki spáð um afkomu einstakra fyrirtækja. „Það blasir við að afkoman í heild ræðst af álverði og það sveiflast og ef við lítum til ársins 2012 var meðalálverð hjá LME (London Metal Exchange) 2.018 dollarar á tonn og það fór síðan niður í 1.845 dollara árið 2013 og það hefur auðvitað áhrif,“ segir Pétur. „Ef við horfum á meðalverð þessa árs þá er það 1.847 dollarar. Það ræðst af því að verðið sveiflaðist niður í upphafi ársins en það hefur styrkst mjög á seinni hluta ársins og er núna í 2.050 dollurum. Maður leyfir sér því að vona að það sé bjart fram undan í þeim efnum enda skín það í gegn í fréttum viðskiptablaða og greiningardeilda að það er mikil umframeftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum og það dregur úr birgðum.“ Tengdar fréttir Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Íslensku álverin högnuðust um samtals 6,48 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Hagnaður Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam 10,7 milljónum dala, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skilaði til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í síðustu viku. Rekstur álversins, sem er í eigu bandaríska álrisans Alcoa, skilaði hins vegar 33,3 milljóna dala hagnaði árið 2012. Sölutekjur fyrirtækisins minnkuðu um 8,6 milljónir dala árið 2013 miðað við árið á undan. Rekstrarkostnaður jókst að auki um rúmar þrjár milljónir dala.Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir afkomu fyrirtækisins háða markaðsverði á áli og bendir á þá staðreynd að álverð lækkaði talsvert á árunum 2012 og 2013. „Álverð hefur nú hækkað og það hefur áhrif á tekjur félagsins. Vonir okkar standa til þess að þessi hækkun á markaðsverði á áli sé komin til að vera og það eru aðrar markaðsforsendur eins og lækkun á álbirgðum í heiminum sem styðja við þetta,“ segir Magnús. Hann vill ekki svara því hvort fyrirtækið geri ráð fyrir að afkoman batni á þessu ári og segir fyrirtækið almennt ekki tjá sig um niðurstöður ársreikninga. Rekstur Norðuráls á Grundartanga skilaði 27,6 milljóna dala hagnaði árið 2013, jafnvirði 3,4 milljarða króna, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Árið 2012 var álverið rekið með jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. Einnig hefur komið fram að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík var rekið með 31,8 milljóna dala, um 3,9 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Tap félagsins fyrir skatta nam 41,3 milljónum dala. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda (Samáls), segir jákvæðar horfur í áliðnaði en tekur fram að hann geti ekki spáð um afkomu einstakra fyrirtækja. „Það blasir við að afkoman í heild ræðst af álverði og það sveiflast og ef við lítum til ársins 2012 var meðalálverð hjá LME (London Metal Exchange) 2.018 dollarar á tonn og það fór síðan niður í 1.845 dollara árið 2013 og það hefur auðvitað áhrif,“ segir Pétur. „Ef við horfum á meðalverð þessa árs þá er það 1.847 dollarar. Það ræðst af því að verðið sveiflaðist niður í upphafi ársins en það hefur styrkst mjög á seinni hluta ársins og er núna í 2.050 dollurum. Maður leyfir sér því að vona að það sé bjart fram undan í þeim efnum enda skín það í gegn í fréttum viðskiptablaða og greiningardeilda að það er mikil umframeftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum og það dregur úr birgðum.“
Tengdar fréttir Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00