Viðskipti innlent

Hagnaður Arion nam 3,5 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höskuldur Ólafsson er forstjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson er forstjóri Arion banka.
Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi ársins nam 3,5 milljörðum króna eftir skatta en árshlutareikningurinn inniheldur reikninga bankans og dótturfélaga. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1 milljarður króna. Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var 13,6 milljarðar króna, samanborið við 8,9 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.

Arðsemi eigin fjár fyrstu 9 mánuði ársins var 17,6% á ársgrundvelli, samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Arðsemi af reglulegri starfsemi á ársgrundvelli var rúmlega 10%. Eiginfjárhlutfall bankans styrktist og var 21,8% í lok september. Lausafjárhlutföll bankans eru sterk og vel yfir settum mörkum FME. Árshlutareikningurinn er óendurskoðaður.

Skattar og önnur opinber gjöld á tímabilinu námu samtals um 4,4 milljörðum króna. Þar af nam reiknaður tekjuskattur 3,1 milljarði króna, sérstakur bankaskattur 684 milljónum króna og atvinnutryggingagjald 607 milljónum króna. Að auki voru greiddar 43 milljónir króna til embættis umboðsmanns skuldara og 158 milljónir króna til FME.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×