Hagnaður Eikar jókst um 110 milljónir Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Garðar Hannes Friðjónsson Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagnaður en árið áður. Rekstrartekjurnar næstum tvöfölduðust, fóru úr 2.029 milljónum króna í 3.961 milljón króna. Ástæðan er sú að Eik sameinaðist Landfestum og keypti einnig EF1. Eignasafn Landfesta ehf. er alls um 98 þúsund fermetrar og samanstendur af 35 eignum. Eignasafn EF1 hf. er alls um 60 þúsund fermetrar og meðal eigna félagsins eru Smáratorg 1 og Turninn að Smáratorgi 3 í Kópavogi, auk verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs og fasteigna við Dalsbraut 1 á Akureyri. Við þessi viðskipti með EF1 og Landfestar fóru eignir Eikar úr 24,6 milljörðum króna í 62,3 milljarða króna. Skuldirnar þrefölduðust einnig, fóru úr 16,3 milljörðum í 46,7 milljarða. Í ársreikningi Eikar kemur fram að stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 580 milljóna króna arður til hluthafa á árinu 2015 en ekki var greiddur arður á síðasta ári. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri félagsins, sagði í samtali við Markaðinn á dögunum að nú væri lögð áhersla á arðsemi og þjónustu við hluthafa, fremur en frekari stækkun. „Stjórn hefur sett sér arðgreiðslustefnu um að greiða árlega út arð sem nemur 35% af handbæru fé frá rekstri,“ sagði Garðar. Eins og fram hefur komið er stefnt að hlutafjárútboði Eikar nú í apríl og að í framhaldinu verði félagið skráð í Kauphöll. Tveir stærstu núverandi eigendur í félaginu eru Arion banki með liðlega 14 prósenta hlut og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 10,5 prósenta hlut. Í útboðinu mun Arion selja hlut sinn. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagnaður en árið áður. Rekstrartekjurnar næstum tvöfölduðust, fóru úr 2.029 milljónum króna í 3.961 milljón króna. Ástæðan er sú að Eik sameinaðist Landfestum og keypti einnig EF1. Eignasafn Landfesta ehf. er alls um 98 þúsund fermetrar og samanstendur af 35 eignum. Eignasafn EF1 hf. er alls um 60 þúsund fermetrar og meðal eigna félagsins eru Smáratorg 1 og Turninn að Smáratorgi 3 í Kópavogi, auk verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs og fasteigna við Dalsbraut 1 á Akureyri. Við þessi viðskipti með EF1 og Landfestar fóru eignir Eikar úr 24,6 milljörðum króna í 62,3 milljarða króna. Skuldirnar þrefölduðust einnig, fóru úr 16,3 milljörðum í 46,7 milljarða. Í ársreikningi Eikar kemur fram að stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 580 milljóna króna arður til hluthafa á árinu 2015 en ekki var greiddur arður á síðasta ári. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri félagsins, sagði í samtali við Markaðinn á dögunum að nú væri lögð áhersla á arðsemi og þjónustu við hluthafa, fremur en frekari stækkun. „Stjórn hefur sett sér arðgreiðslustefnu um að greiða árlega út arð sem nemur 35% af handbæru fé frá rekstri,“ sagði Garðar. Eins og fram hefur komið er stefnt að hlutafjárútboði Eikar nú í apríl og að í framhaldinu verði félagið skráð í Kauphöll. Tveir stærstu núverandi eigendur í félaginu eru Arion banki með liðlega 14 prósenta hlut og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 10,5 prósenta hlut. Í útboðinu mun Arion selja hlut sinn.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira