Skoðun

Hálfkák

Örn Bárður Jónsson skrifar
Í fjölmiðlum hafa tveir fv. nefndarmenn í stjórnlaganefnd, þeir Skúli Magnússon og Ágúst Þór Árnason, kallað eftir lagfæringum á stjórnarskrá Íslands en ekki nýrri. Þeir sem sjálfir settu fram róttækar hugmyndir um nýja stjórnarskrá vilja nú ekki frumvarp Stjórnlagaráðs og tala fyrir eins konar upphituðum 1944-rétti. Má ég þá heldur biðja um nýeldaða veislumáltíð úr nýju og fersku hráefni. Þeim hugnast ekki að byrja með autt blað en vilja kalla efir lagfæringum og endurbótum á núverandi stjórnarskrá. Í því sambandi er við hæfi að rifja upp orð Krists sem mælti fram forðum daga þessa klassísku speki:

„Enginn lætur bót af óþæfðum dúk á gamalt fat því þá rífur bótin út frá sér og verður af verri rifa. Ekki láta menn heldur nýtt vín á gamla belgi því þá springa belgirnir og vínið fer niður en belgirnir ónýtast. Menn láta nýtt vín á nýja belgi og varðveitist þá hvort tveggja."

Hvað finnst þér?



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×