Hallbera: Komum í Breiðablik til að vinna titla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 19:00 Hallbera hefur leikið alla leiki Breiðabliks í sumar. vísir/andri marinó Hallbera Guðný Gísladóttir er einn fimm fulltrúa Breiðabliks í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna en viðurkenningar fyrir hana voru veittar í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Hallbera er hluti af ógnarsterkri vörn Blika sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Pepsi-deildinni og haldið hreinu í síðustu átta leikjum sínum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Við erum búnar að hleypa fáum mörkum inn svo þetta kom ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Hallbera en hver er lykilinn að þessum sterka varnarleik Breiðabliks? „Ég er að spila við hliðina á Fríðu (Málfríði Ernu Sigurðardóttur) og spilaði lengi með henni í Val. Mér finnst vera góð blanda í vörninni, það er reynsla og hraði og allt sem til þarf. Þetta hefur smollið vel saman.“ Hallbera kom Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið, ásamt Málfríði og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Hallbera og Málfríður unnu marga titla saman með Val og komu með sigurþekkingu inn í Blikaliðið sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2005. „Við komum með ákveðna reynslu inn í liðið og það er ekkert leyndarmál að við komum í Breiðablik til að vinna titla. Breiðablik er búið að vera með mjög gott lið undanfarin ár en ekki náð að taka síðasta skrefið. Vonandi er blandan í liðinu rétt núna,“ sagði Hallbera en hvernig hafa fyrstu mánuðir í grænu treyjunni verið? „Ég þurfti aðeins venjast þessu en þetta er búið að vera frábært. Aðstaðan hjá Breiðabliki er mjög flott og það er hugsað vel um kvennaliðið sem skiptir miklu máli.“ Liðsfélagi Hallberu, Fanndís Friðriksdóttir, var útnefnd besti leikmaður fyrri umferðarinnar en hún hefur farið á kostum í sumar og er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk í 11 leikjum. „Það er frábært að vera með svona leikmann. Hún hefur staðið upp úr og klárað leikina fyrir okkur og heldur vonandi áfram á sömu braut,“ sagði Hallbera að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34 Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir er einn fimm fulltrúa Breiðabliks í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna en viðurkenningar fyrir hana voru veittar í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Hallbera er hluti af ógnarsterkri vörn Blika sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Pepsi-deildinni og haldið hreinu í síðustu átta leikjum sínum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Við erum búnar að hleypa fáum mörkum inn svo þetta kom ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Hallbera en hver er lykilinn að þessum sterka varnarleik Breiðabliks? „Ég er að spila við hliðina á Fríðu (Málfríði Ernu Sigurðardóttur) og spilaði lengi með henni í Val. Mér finnst vera góð blanda í vörninni, það er reynsla og hraði og allt sem til þarf. Þetta hefur smollið vel saman.“ Hallbera kom Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið, ásamt Málfríði og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Hallbera og Málfríður unnu marga titla saman með Val og komu með sigurþekkingu inn í Blikaliðið sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2005. „Við komum með ákveðna reynslu inn í liðið og það er ekkert leyndarmál að við komum í Breiðablik til að vinna titla. Breiðablik er búið að vera með mjög gott lið undanfarin ár en ekki náð að taka síðasta skrefið. Vonandi er blandan í liðinu rétt núna,“ sagði Hallbera en hvernig hafa fyrstu mánuðir í grænu treyjunni verið? „Ég þurfti aðeins venjast þessu en þetta er búið að vera frábært. Aðstaðan hjá Breiðabliki er mjög flott og það er hugsað vel um kvennaliðið sem skiptir miklu máli.“ Liðsfélagi Hallberu, Fanndís Friðriksdóttir, var útnefnd besti leikmaður fyrri umferðarinnar en hún hefur farið á kostum í sumar og er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk í 11 leikjum. „Það er frábært að vera með svona leikmann. Hún hefur staðið upp úr og klárað leikina fyrir okkur og heldur vonandi áfram á sömu braut,“ sagði Hallbera að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34 Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19
Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28
Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24
Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34
Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07