Innlent

Hallgrímur í 8. sæti á Amazon

Bók Hallgríms Helgason, The Hitman's Guide to Housecleaning, eða 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er í áttunda sæti á vinsældalista Amazon yfir bækur í Kindle-rafbókarformi. Bókin er gefin út af Amazon bæði í Kindle- og kiljuformi og kom inn á sölusíðuna á í lok janúar á þessu ári.

Strax á fyrsta degi fór bókin inn á topp tíu í Kindle-búð Amazon í Englandi og um stund náði hún toppsætinu í spennusagnaflokki af Stieg Larsson, höfundi Millennium-þríleiksins. Nú er bókin í áttunda sæti yfir mest seldu bækurnar á vefnum í öllum flokkum.

Bókin kom út hér á landi árið 2010 og hefur komið út á tíu tungumálum, nú síðast á kóresku. Kvikmyndaréttur hennar hefur einnig verið seldur til Danmerkur



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×