Hamingja handa þér! Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Segja má að Íslendingar hafi skyndilega orðið ein hamingjusamasta þjóð heims kringum 1995 þegar rannsóknir birtust þess efnis. Viðbrögðin hér voru á mjög skeptískum nótum, sem von var enda notum við mikið af þunglyndislyfjum. Á Alþjóðlega hamingjudeginum, 20. mars næstkomandi, ætlar Dr. Ruut Veenhoven, frumkvöðull í hamingjurannsóknum, að koma til landsins og segja okkur hvers vegna við mælumst svona há. Hann ætlar að fræða okkur um hvað einkennir þau samfélög þar sem flestir mælast hamingjusamir en hann hefur í áratugi verið að safna gögnum um hamingju hinna ólíkustu samfélaga og heldur utan um tölfræðibankann „The World database of happiness“ sem er staðsettur í Hollandi. Veenhoven er félagssálfræðingur og heldur því fram að umhverfið skipti meira máli en við höldum um það hvort við höfum aðstæður eða tækifæri til að geta verið hamingjusöm. Hann heldur því jafnvel fram að hægt sé að skýra 75% af hamingju okkar eða óhamingju eftir samfélagsgerðinni sem við tilheyrum. Rannsóknir hans hafa m.a. sýnt að hamingjusamir lifa lengur, eru heilsubetri, virkari í einkalífinu og tilbúnari til þátttöku í samfélagsverkefnum. Að þeir eru í betri hjónaböndum og eru síður frá vinnu vegna veikinda. Dr. Ruut ritstýrir tímaritinu „The Journal of Happiness Studies“ sem hann stofnaði og er aðgengilegt á Landsbókasafni Íslands og í dag er heil rannsóknardeild í Erasmus University of Rotterdam að rannsaka hamingjuna og byggir á verkum Ruuts Veenhoven. Hann vill beina því til stjórnvalda, stjórnenda og til skólayfirvalda að það sé á þeirra ábyrgð að skapa aðstæður þar sem einstaklingar hafa forsendur til að geta orðið hamingjusamir. Hann heldur því fram að fjárhagslegur ávinningur sé fyrir fyrirtæki og samfélög að hamingja sé sem víðtækust. Rannsóknir hans hafa verið innblástur fyrir marga leiðtoga heimsins og Sameinuðu þjóðirnar eru að hvetja leiðtoga til að styðjast ekki bara við hagvöxt heldur einnig hamingju- og velferðarmælingar til að meta framþróun. Annað sem skýrir hamingjuna skv. Veenhoven eru erfðir, lærð hegðun, eigin viðhorf og ákvarðanir, heppni og félagsleg staða og í þessari röð. Við ráðum vissulega engu varðandi erfðamengið, getum stundum haft áhrif á félagslega stöðu og við getum tamið okkur að horfa jákvætt fram á veginn. Ótti, streita og einmanaleiki hafa neikvæð áhrif á heilsu og hamingju. Það sem helst fer saman við það að upplifa sig hamingjusaman skv. rannsóknum er það að vera ekki mikið einn, vera í uppbyggilegum samskiptum, temja sér þakklæti og velvild til samferðamanna, hafa skuldbindingu, tilgang og ástríðu fyrir því sem maður gerir og temja sér heilbrigða lífshætti. Taktu frá Alþjóðlega hamingjudaginn 20. mars. Málþing verður þá haldið Dr. Ruut Veenhoven til heiðurs í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14-16. Þar munu einnig verða kynntar niðurstöður íslenskra fræðimanna á mælingum á hamingjunni og er aðgangur ókeypis. Höfundur er stofnandi félags um jákvæða sálfræði og er í undirbúningshópi fyrir Alþjóðlega hamingjudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Segja má að Íslendingar hafi skyndilega orðið ein hamingjusamasta þjóð heims kringum 1995 þegar rannsóknir birtust þess efnis. Viðbrögðin hér voru á mjög skeptískum nótum, sem von var enda notum við mikið af þunglyndislyfjum. Á Alþjóðlega hamingjudeginum, 20. mars næstkomandi, ætlar Dr. Ruut Veenhoven, frumkvöðull í hamingjurannsóknum, að koma til landsins og segja okkur hvers vegna við mælumst svona há. Hann ætlar að fræða okkur um hvað einkennir þau samfélög þar sem flestir mælast hamingjusamir en hann hefur í áratugi verið að safna gögnum um hamingju hinna ólíkustu samfélaga og heldur utan um tölfræðibankann „The World database of happiness“ sem er staðsettur í Hollandi. Veenhoven er félagssálfræðingur og heldur því fram að umhverfið skipti meira máli en við höldum um það hvort við höfum aðstæður eða tækifæri til að geta verið hamingjusöm. Hann heldur því jafnvel fram að hægt sé að skýra 75% af hamingju okkar eða óhamingju eftir samfélagsgerðinni sem við tilheyrum. Rannsóknir hans hafa m.a. sýnt að hamingjusamir lifa lengur, eru heilsubetri, virkari í einkalífinu og tilbúnari til þátttöku í samfélagsverkefnum. Að þeir eru í betri hjónaböndum og eru síður frá vinnu vegna veikinda. Dr. Ruut ritstýrir tímaritinu „The Journal of Happiness Studies“ sem hann stofnaði og er aðgengilegt á Landsbókasafni Íslands og í dag er heil rannsóknardeild í Erasmus University of Rotterdam að rannsaka hamingjuna og byggir á verkum Ruuts Veenhoven. Hann vill beina því til stjórnvalda, stjórnenda og til skólayfirvalda að það sé á þeirra ábyrgð að skapa aðstæður þar sem einstaklingar hafa forsendur til að geta orðið hamingjusamir. Hann heldur því fram að fjárhagslegur ávinningur sé fyrir fyrirtæki og samfélög að hamingja sé sem víðtækust. Rannsóknir hans hafa verið innblástur fyrir marga leiðtoga heimsins og Sameinuðu þjóðirnar eru að hvetja leiðtoga til að styðjast ekki bara við hagvöxt heldur einnig hamingju- og velferðarmælingar til að meta framþróun. Annað sem skýrir hamingjuna skv. Veenhoven eru erfðir, lærð hegðun, eigin viðhorf og ákvarðanir, heppni og félagsleg staða og í þessari röð. Við ráðum vissulega engu varðandi erfðamengið, getum stundum haft áhrif á félagslega stöðu og við getum tamið okkur að horfa jákvætt fram á veginn. Ótti, streita og einmanaleiki hafa neikvæð áhrif á heilsu og hamingju. Það sem helst fer saman við það að upplifa sig hamingjusaman skv. rannsóknum er það að vera ekki mikið einn, vera í uppbyggilegum samskiptum, temja sér þakklæti og velvild til samferðamanna, hafa skuldbindingu, tilgang og ástríðu fyrir því sem maður gerir og temja sér heilbrigða lífshætti. Taktu frá Alþjóðlega hamingjudaginn 20. mars. Málþing verður þá haldið Dr. Ruut Veenhoven til heiðurs í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14-16. Þar munu einnig verða kynntar niðurstöður íslenskra fræðimanna á mælingum á hamingjunni og er aðgangur ókeypis. Höfundur er stofnandi félags um jákvæða sálfræði og er í undirbúningshópi fyrir Alþjóðlega hamingjudaginn.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun