Innlent

Handahófskennd nálgun meirihlutans

Sóley Tómasdóttir.
Sóley Tómasdóttir. Mynd/Anton Brink
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, gagnrýndi vinnubrögð meirihluta Besta flokks og Samfylkingarinnar varðandi sameiningu grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila á fundi borgarráðs í dag. Hún sagði vinnubrögðin handahófskennd og að meirihlutinn hefði sett næstum hvern einasta starfsstað borgarinnar í uppnám.

Í bókun meirihlutans segir að það hafi ávallt verið leiðarljós starfshóps sem unnið hefur greiningu um tækifæri til sameiningar menntastofnana að hafa samráðið að endurskipulagningu sem víðtækast.

„Það leiðir eðlilega af sér mikið umtal og sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Allar breytingar verða rökstuddar og sýnt fram á fjárhagslegan ávinning. Meginmarkmið þessa viðkvæma og vandasama verkefnis er að standa vörð um faglegt skóla- og frístundastarf en skoða allar færar leiðir til að skoða skipulag skóla- og frístundastarfs," segir í bókun Besta flokksins og Samfylkingarinnar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu ennfremur í bókun ljóst vað eitthvað í vinnu starfshópsins hafi farið úrskeiðis ef marka megi þau miklu mótmæli sem borist hafa. „Í þeim mótmælum er sagt að lítið samráð hafi verið um málið, upplýsingar ófullnægjandi og ónógt tillit tekið til sjónarmiða þeirra sem gleggst til þekkja. Réttmæt gagnrýni er einnig sett fram um það að samhliða svo umfangsmiklum breytingum verði að eiga sér stað samskonar hagræðing í yfirstjórn borgarinnar og almennar stjórnkerfisbreytingar skuli vera hluti af því."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×