Handtók tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. ágúst 2016 22:30 Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrir skömmu tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum og lokuðu í samstarfi við Facebook áttatíu sölusíðum í kjölfarið. Eiturlyfjasala á netinu hefur færst í aukana um allan heim undanfarin ár en BBC fjallaði nýverið um hollenska rannsókn sem gerð var á umfangi slíkrar sölu. Ísland er ekki undantekning frá þessari þróun en hér á landi hefur smásala fíkniefna færst að miklu leyti af götunni yfir á samfélagsmiðla.Meðlimir hópanna um tvö þúsund talsins Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi gert átak í rannsóknum á þessum málum fyrir ekki svo löngu síðan. „Rannsókn leiddi í ljós að við fundum áttatíu sölusíður eða lokaða hópa þar sem verið var að falbjóða fíkniefni. Notendur eða meðlimir hópanna voru rúmlega tvö þúsund – misjafnlega stórir þessir hópar reyndar – og í kjölfarið voru handteknir tuttugu einstaklingar. Síðunum var síðar lokað í samstarfi við Facebook í kjölfarið á þessu,“ segir Friðrik Smári. Í aðgerðunum lagði lögreglan hald á töluvert magn fíkniefna, þó aðallega kannabis, sem er það efni sem mest er selt af á netinu. Friðrik Smári segist gera ráð fyrir að nýjar síður spretti upp jafnóðum og öðrum er lokað en lögreglan hefur ekki ekki mannafla til að fylgjast stöðugt með síðunum. „Lögeglan á við manneklu að stríða og niðurskurð í fjárveitingum þannig að það þarf að forgangsraða í þessum málaflokki eins og öðrum. Við höfum einbeitt okkur að því að reyna að minnka framboð fíkniefna og einbeita okkur að því að hafa hendur í hári innflytjenda efna og stórdreifenda.“ Fíkniefnadeild lögreglunnar var nýverið sameinuð rannsóknardeildinni en það er að hluta til vegna breytts landslags fíkniefnasölu. Þörf er á fleiri tölvusérfræðingum í slíkar rannsóknir. „Það er þörf á því og það er verið að vinna í því að koma upp teymi sem getur einbeitt sér að tölvurannsóknum og þessum netglæpum sérstaklega og þar með fíkniefnaafbrotum á netinu líka,“ segir Friðrik Smári. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrir skömmu tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum og lokuðu í samstarfi við Facebook áttatíu sölusíðum í kjölfarið. Eiturlyfjasala á netinu hefur færst í aukana um allan heim undanfarin ár en BBC fjallaði nýverið um hollenska rannsókn sem gerð var á umfangi slíkrar sölu. Ísland er ekki undantekning frá þessari þróun en hér á landi hefur smásala fíkniefna færst að miklu leyti af götunni yfir á samfélagsmiðla.Meðlimir hópanna um tvö þúsund talsins Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi gert átak í rannsóknum á þessum málum fyrir ekki svo löngu síðan. „Rannsókn leiddi í ljós að við fundum áttatíu sölusíður eða lokaða hópa þar sem verið var að falbjóða fíkniefni. Notendur eða meðlimir hópanna voru rúmlega tvö þúsund – misjafnlega stórir þessir hópar reyndar – og í kjölfarið voru handteknir tuttugu einstaklingar. Síðunum var síðar lokað í samstarfi við Facebook í kjölfarið á þessu,“ segir Friðrik Smári. Í aðgerðunum lagði lögreglan hald á töluvert magn fíkniefna, þó aðallega kannabis, sem er það efni sem mest er selt af á netinu. Friðrik Smári segist gera ráð fyrir að nýjar síður spretti upp jafnóðum og öðrum er lokað en lögreglan hefur ekki ekki mannafla til að fylgjast stöðugt með síðunum. „Lögeglan á við manneklu að stríða og niðurskurð í fjárveitingum þannig að það þarf að forgangsraða í þessum málaflokki eins og öðrum. Við höfum einbeitt okkur að því að reyna að minnka framboð fíkniefna og einbeita okkur að því að hafa hendur í hári innflytjenda efna og stórdreifenda.“ Fíkniefnadeild lögreglunnar var nýverið sameinuð rannsóknardeildinni en það er að hluta til vegna breytts landslags fíkniefnasölu. Þörf er á fleiri tölvusérfræðingum í slíkar rannsóknir. „Það er þörf á því og það er verið að vinna í því að koma upp teymi sem getur einbeitt sér að tölvurannsóknum og þessum netglæpum sérstaklega og þar með fíkniefnaafbrotum á netinu líka,“ segir Friðrik Smári.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira