Handtók tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. ágúst 2016 22:30 Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrir skömmu tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum og lokuðu í samstarfi við Facebook áttatíu sölusíðum í kjölfarið. Eiturlyfjasala á netinu hefur færst í aukana um allan heim undanfarin ár en BBC fjallaði nýverið um hollenska rannsókn sem gerð var á umfangi slíkrar sölu. Ísland er ekki undantekning frá þessari þróun en hér á landi hefur smásala fíkniefna færst að miklu leyti af götunni yfir á samfélagsmiðla.Meðlimir hópanna um tvö þúsund talsins Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi gert átak í rannsóknum á þessum málum fyrir ekki svo löngu síðan. „Rannsókn leiddi í ljós að við fundum áttatíu sölusíður eða lokaða hópa þar sem verið var að falbjóða fíkniefni. Notendur eða meðlimir hópanna voru rúmlega tvö þúsund – misjafnlega stórir þessir hópar reyndar – og í kjölfarið voru handteknir tuttugu einstaklingar. Síðunum var síðar lokað í samstarfi við Facebook í kjölfarið á þessu,“ segir Friðrik Smári. Í aðgerðunum lagði lögreglan hald á töluvert magn fíkniefna, þó aðallega kannabis, sem er það efni sem mest er selt af á netinu. Friðrik Smári segist gera ráð fyrir að nýjar síður spretti upp jafnóðum og öðrum er lokað en lögreglan hefur ekki ekki mannafla til að fylgjast stöðugt með síðunum. „Lögeglan á við manneklu að stríða og niðurskurð í fjárveitingum þannig að það þarf að forgangsraða í þessum málaflokki eins og öðrum. Við höfum einbeitt okkur að því að reyna að minnka framboð fíkniefna og einbeita okkur að því að hafa hendur í hári innflytjenda efna og stórdreifenda.“ Fíkniefnadeild lögreglunnar var nýverið sameinuð rannsóknardeildinni en það er að hluta til vegna breytts landslags fíkniefnasölu. Þörf er á fleiri tölvusérfræðingum í slíkar rannsóknir. „Það er þörf á því og það er verið að vinna í því að koma upp teymi sem getur einbeitt sér að tölvurannsóknum og þessum netglæpum sérstaklega og þar með fíkniefnaafbrotum á netinu líka,“ segir Friðrik Smári. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrir skömmu tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum og lokuðu í samstarfi við Facebook áttatíu sölusíðum í kjölfarið. Eiturlyfjasala á netinu hefur færst í aukana um allan heim undanfarin ár en BBC fjallaði nýverið um hollenska rannsókn sem gerð var á umfangi slíkrar sölu. Ísland er ekki undantekning frá þessari þróun en hér á landi hefur smásala fíkniefna færst að miklu leyti af götunni yfir á samfélagsmiðla.Meðlimir hópanna um tvö þúsund talsins Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi gert átak í rannsóknum á þessum málum fyrir ekki svo löngu síðan. „Rannsókn leiddi í ljós að við fundum áttatíu sölusíður eða lokaða hópa þar sem verið var að falbjóða fíkniefni. Notendur eða meðlimir hópanna voru rúmlega tvö þúsund – misjafnlega stórir þessir hópar reyndar – og í kjölfarið voru handteknir tuttugu einstaklingar. Síðunum var síðar lokað í samstarfi við Facebook í kjölfarið á þessu,“ segir Friðrik Smári. Í aðgerðunum lagði lögreglan hald á töluvert magn fíkniefna, þó aðallega kannabis, sem er það efni sem mest er selt af á netinu. Friðrik Smári segist gera ráð fyrir að nýjar síður spretti upp jafnóðum og öðrum er lokað en lögreglan hefur ekki ekki mannafla til að fylgjast stöðugt með síðunum. „Lögeglan á við manneklu að stríða og niðurskurð í fjárveitingum þannig að það þarf að forgangsraða í þessum málaflokki eins og öðrum. Við höfum einbeitt okkur að því að reyna að minnka framboð fíkniefna og einbeita okkur að því að hafa hendur í hári innflytjenda efna og stórdreifenda.“ Fíkniefnadeild lögreglunnar var nýverið sameinuð rannsóknardeildinni en það er að hluta til vegna breytts landslags fíkniefnasölu. Þörf er á fleiri tölvusérfræðingum í slíkar rannsóknir. „Það er þörf á því og það er verið að vinna í því að koma upp teymi sem getur einbeitt sér að tölvurannsóknum og þessum netglæpum sérstaklega og þar með fíkniefnaafbrotum á netinu líka,“ segir Friðrik Smári.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira