Innlent

Handtökutilskipun í haust

Vandkvæði gætu verið á framsali Sigurðar Einarssonar þar sem samningur hefur ekki verið gerður á grundvelli evrópsku handtökutilskipunarinnar.
Vandkvæði gætu verið á framsali Sigurðar Einarssonar þar sem samningur hefur ekki verið gerður á grundvelli evrópsku handtökutilskipunarinnar.
Frumvarp er væntanlegt í haust um samsvarandi reglur og í evrópsku handtökutilskipuninni. Ísland getur ekki orðið aðili að henni, þar sem það er utan Evrópusambandsins. Hins vegar hafa Ísland og Noregur gert samning við sambandið um einfaldari framsalsmál.

Alþingi samþykkti í mars 2007 að heimila ríkisstjórn að semja við sambandið um tilskipunina. Björn Bjarnason gegndi þá stöðu dómsmálaráðherra. Aðspurður hvers vegna ekki hefði enn verið samið um málið segir hann það vera að snúa málum á haus. „Dómsmálaráðuneytið hafði lokið vinnu sinni. Formsatriði eftir hjá utanríkisráðuneytinu. Spurðu diplómatana um hvað þeir gerðu.“

Bryndís Helgadóttir, settur skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, segir hins vegar að vinna hafi staðið yfir í dómsmálaráðuneytinu frá samþykkt Alþingis. Hún segir málið flókið og hafi ekki tekið óeðlilega langan tíma. Norðmenn hafi ekki heldur lokið vinnu sinni varðandi innleiðinguna.

Hún segir aðalatriðið vera einfaldara og styttra ferli. Þá felist í tilskipuninni að löndin framselji eigin ríkisborgara. Alþingi hafi gert athugasemdir við það á sínum tíma. Um áramótin tók gildi nýr framsalssamningur milli Norðurlandanna.- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×