Harkaleg handtaka í miðborginni vekur athygli 7. júlí 2013 00:00 Skjáskot úr myndbandinu. Hér sést atburðarásin við handtöku konunnar. Myndband af íslenskum lögreglumönnum í miðborginni um helgina hefur vakið mikla athygli á Facebook í kvöld. Á myndbandinu, sem íbúar á Laugarvegi á tóku upp og settu á Facebook-síðu sína, sést þegar lögreglumennirnir handtaka konu á harkalegan hátt. Í byrjun myndbandsins sést hvernig konan stendur fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst labbar hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast það illa. Eftir að lögreglumaðurinn stuggar við konunni með bílhurðinni má meðal annars heyra þann sem tók upp myndbandið segja: „Hann hrækti á hana, hann hrækti á hana.“ Stuttu síðar þýtur lögreglumaðurinn út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni, áður en hann þrýstir hnénu í bakið á henni og handtekur hana. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoða síðan við að koma konunni í lögreglubílinn sem ekur á brott. Myndbandinu hefur verið deilt mörg hundruð sinnum á samskiptasíðunni í kvöld.UPPFÆRT 00.05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skrifaði á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu að málið yrði tekið til skoðunar:„Okkur hafa borist fjöldamargir hlekkir á myndskeið sem sýnir valdbeitingu lögreglumanna á Laugavegi. Margir lýsa undrun og hneykslan vegna aðfara lögreglumannanna. Við sem höldum utan um þessa síðu getum ekki svarað fyrir þetta mál. Hins vegar mun það verða tekið til skoðunar innan embættisins. Að auki er fólki alltaf frjálst að leita réttar síns ef það telur lögregluna hafa brotið gegn sér. Ríkissaksóknari fer með mál þar sem lögreglumenn eru grunaðir um brot í starfi. Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað milli lögreglumannanna og þessa einstaklings sem varð til þess að hún var handtekin.Þetta mál verður skoðað, það getur þessi færsluritari fullyrt. Við getum ekki svarað öllum þeim skilaboðum eða fyrirspurnum sem okkur berast vegna þessa.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Myndband af íslenskum lögreglumönnum í miðborginni um helgina hefur vakið mikla athygli á Facebook í kvöld. Á myndbandinu, sem íbúar á Laugarvegi á tóku upp og settu á Facebook-síðu sína, sést þegar lögreglumennirnir handtaka konu á harkalegan hátt. Í byrjun myndbandsins sést hvernig konan stendur fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst labbar hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast það illa. Eftir að lögreglumaðurinn stuggar við konunni með bílhurðinni má meðal annars heyra þann sem tók upp myndbandið segja: „Hann hrækti á hana, hann hrækti á hana.“ Stuttu síðar þýtur lögreglumaðurinn út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni, áður en hann þrýstir hnénu í bakið á henni og handtekur hana. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoða síðan við að koma konunni í lögreglubílinn sem ekur á brott. Myndbandinu hefur verið deilt mörg hundruð sinnum á samskiptasíðunni í kvöld.UPPFÆRT 00.05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skrifaði á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu að málið yrði tekið til skoðunar:„Okkur hafa borist fjöldamargir hlekkir á myndskeið sem sýnir valdbeitingu lögreglumanna á Laugavegi. Margir lýsa undrun og hneykslan vegna aðfara lögreglumannanna. Við sem höldum utan um þessa síðu getum ekki svarað fyrir þetta mál. Hins vegar mun það verða tekið til skoðunar innan embættisins. Að auki er fólki alltaf frjálst að leita réttar síns ef það telur lögregluna hafa brotið gegn sér. Ríkissaksóknari fer með mál þar sem lögreglumenn eru grunaðir um brot í starfi. Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað milli lögreglumannanna og þessa einstaklings sem varð til þess að hún var handtekin.Þetta mál verður skoðað, það getur þessi færsluritari fullyrt. Við getum ekki svarað öllum þeim skilaboðum eða fyrirspurnum sem okkur berast vegna þessa.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira