Harkaleg handtaka í miðborginni vekur athygli 7. júlí 2013 00:00 Skjáskot úr myndbandinu. Hér sést atburðarásin við handtöku konunnar. Myndband af íslenskum lögreglumönnum í miðborginni um helgina hefur vakið mikla athygli á Facebook í kvöld. Á myndbandinu, sem íbúar á Laugarvegi á tóku upp og settu á Facebook-síðu sína, sést þegar lögreglumennirnir handtaka konu á harkalegan hátt. Í byrjun myndbandsins sést hvernig konan stendur fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst labbar hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast það illa. Eftir að lögreglumaðurinn stuggar við konunni með bílhurðinni má meðal annars heyra þann sem tók upp myndbandið segja: „Hann hrækti á hana, hann hrækti á hana.“ Stuttu síðar þýtur lögreglumaðurinn út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni, áður en hann þrýstir hnénu í bakið á henni og handtekur hana. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoða síðan við að koma konunni í lögreglubílinn sem ekur á brott. Myndbandinu hefur verið deilt mörg hundruð sinnum á samskiptasíðunni í kvöld.UPPFÆRT 00.05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skrifaði á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu að málið yrði tekið til skoðunar:„Okkur hafa borist fjöldamargir hlekkir á myndskeið sem sýnir valdbeitingu lögreglumanna á Laugavegi. Margir lýsa undrun og hneykslan vegna aðfara lögreglumannanna. Við sem höldum utan um þessa síðu getum ekki svarað fyrir þetta mál. Hins vegar mun það verða tekið til skoðunar innan embættisins. Að auki er fólki alltaf frjálst að leita réttar síns ef það telur lögregluna hafa brotið gegn sér. Ríkissaksóknari fer með mál þar sem lögreglumenn eru grunaðir um brot í starfi. Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað milli lögreglumannanna og þessa einstaklings sem varð til þess að hún var handtekin.Þetta mál verður skoðað, það getur þessi færsluritari fullyrt. Við getum ekki svarað öllum þeim skilaboðum eða fyrirspurnum sem okkur berast vegna þessa.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Myndband af íslenskum lögreglumönnum í miðborginni um helgina hefur vakið mikla athygli á Facebook í kvöld. Á myndbandinu, sem íbúar á Laugarvegi á tóku upp og settu á Facebook-síðu sína, sést þegar lögreglumennirnir handtaka konu á harkalegan hátt. Í byrjun myndbandsins sést hvernig konan stendur fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst labbar hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast það illa. Eftir að lögreglumaðurinn stuggar við konunni með bílhurðinni má meðal annars heyra þann sem tók upp myndbandið segja: „Hann hrækti á hana, hann hrækti á hana.“ Stuttu síðar þýtur lögreglumaðurinn út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni, áður en hann þrýstir hnénu í bakið á henni og handtekur hana. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoða síðan við að koma konunni í lögreglubílinn sem ekur á brott. Myndbandinu hefur verið deilt mörg hundruð sinnum á samskiptasíðunni í kvöld.UPPFÆRT 00.05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skrifaði á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu að málið yrði tekið til skoðunar:„Okkur hafa borist fjöldamargir hlekkir á myndskeið sem sýnir valdbeitingu lögreglumanna á Laugavegi. Margir lýsa undrun og hneykslan vegna aðfara lögreglumannanna. Við sem höldum utan um þessa síðu getum ekki svarað fyrir þetta mál. Hins vegar mun það verða tekið til skoðunar innan embættisins. Að auki er fólki alltaf frjálst að leita réttar síns ef það telur lögregluna hafa brotið gegn sér. Ríkissaksóknari fer með mál þar sem lögreglumenn eru grunaðir um brot í starfi. Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað milli lögreglumannanna og þessa einstaklings sem varð til þess að hún var handtekin.Þetta mál verður skoðað, það getur þessi færsluritari fullyrt. Við getum ekki svarað öllum þeim skilaboðum eða fyrirspurnum sem okkur berast vegna þessa.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira