Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús Íslands? Ármann Örn Ármannsson skrifar 4. júlí 2012 06:00 Það er ánægjulegt að Ísland er aðeins að jafna sig eftir hrun og ríkisfjármál eru kannski eitthvað gagnsærri en áður. Frú Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra harmar það mjög að stjórnmálamönnum hafi ekki tekist að vinna sér traust með þjóðinni. Skyldi ekki hluti þess felast í því að þjóðin er enn alls ekki upplýst um ýmis óþægileg mál? Harpa er kannski eitt þeirra? Ég ber hag Hörpu mjög fyrir brjósti og finnst þetta flott hús þó segja megi að það sé allt of flott fyrir okkar fámennu þjóð.Forsagan Fyrir nær þrjátíu árum skrifaði ég blaðagrein sem olli því að mér var ýtt út í að veita forystu Samtökum um byggingu Tónlistarhúss (SBTH). Ég varði stórum hluta frítíma míns næstu tíu ár í þetta verkefni. Við hlutum mikinn stuðning og samtökin höfðu yfir 2.000 borgandi stuðningsaðila. Við höfðum 12 manna stjórn skipaða tónlistaráhugamönnum og tónlistarmönnum og 30 manna fulltrúaráð sem skipað var fulltrúum allra helstu samtaka tónlistar í landinu. Eftir norræna hönnunarsamkeppni fengum við samþykktar byggingarnefndarteikningar fyrir glæsilegt tónlistarhús í Laugardal, sem allir voru sáttir við. Þetta hús hefði kostað um 6 milljarða króna á núvirði. Það hafði fullnægjandi aðstöðu til að hýsa óperu. Þessum áformum var öllum kastað á haug og nýtt tónlistarhús hannað í lok aldarinnar. Ísland var ríkt og aðeins það besta skyldi verða að raunveruleika. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um heildarkostnað Hörpu, á bilinu 30-50 milljarðar. Byggingarkostnaður hefur hvergi verið birtur en á fjárlögum getum við séð að almenningur þessa lands og komandi kynslóðir þurfa að greiða 534 milljónir á ári næstu 35 ár til að greiða niður hluta af herkostnaði við þetta mannvirki. Barnabörnin mín sem nú eru við 5 ára aldurinn verða komin yfir fertugt þegar þau hafa greitt þennan herkostnað eða meir en 15 þúsund krónur á ári alls um hálf milljón króna á hvern einstakling. Hver fjögurra manna fjölskylda þarf að greiða yfir 50 þúsund á ári fyrir þessa óráðsíu. Ekkert af þessu verður tekið til baka en ég tel nauðsynlegt að upplýsa okkur sem er gert að borga hvernig þetta varð svona og hvort þar sé allt heiðarlegt og hreint. Er enginn sem ber ábyrgð á þessu? Mér finnst undarlegt að enginn blaðamaður hafi tekið sig til og kannað þetta mál ofan í kjölinn. Margar spurningar hafa vaknað við efnahagshrun Íslands fyrir nær fjórum árum og langar mig að spyrja nokkurra þeirra varðandi Hörpu.Kostnaður við byggingu Hörpu? Hver var heildarbyggingarkostnaður og hvernig sundurliðast hann í stjórnunarkostnað þeirra stjórna sem voru myndaðar til að byggja Hörpu – á endanum leggst vitaskuld allur kostnaður á almenning. Þar á ég við félög eins og Austurbakka, Portus, Totus, Ago o.s.frv. Það er ekki auðvelt að botna í þessum félagafjölda kringum eina byggingu og hygg ég að það sé einsdæmi. Öll hafa þessi félög stjórnir, sem vísast sitja ekki þar fyrir velvild eina og a.m.k. flest eru enn við lýði. Við eigum rétt á að vita hvernig farið var með fé okkar og hvernig farið er með það í dag. Einnig væri áhugavert að vita hver hönnunarkostnaður var en sjálfur byggingarkostnaðurinn er eitthvað sem ræðst af hönnun. Þessari spurningu beini ég til ríkisstjórnar Íslands.Örlæti í starfsmannafjölda? Starfsmannafjöldi Hörpu er skv. upptalningu á heimasíðu 33 manns og eru þá ekki taldir lausráðnir ráðgjafar sem ég hef fregnir af að séu nokkrir. Sambærileg hús eins og t.d. í Ósló hafa 15 manns. Rétt er að það komi fram að Harpa heldur sjálf enga tónleika og skrifstofufólk Íslensku óperunnar er um 8 og sinfóníunnar um 10 en hvorug talan varðar starfsmannafjölda Hörpu. Ég spyr því í einlægni: Hvað réttlætir þetta örlæti í starfsmönnum? Það væri einnig áhugavert að fá skýringar á hvers vegna Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur, Þórunn Sigurðardóttir og Pétur Eiríksson, sem mér vitanlega hafa hvorki sérstaka menntun í tónlist né stjórnun tónlistarhúsa, eru í forsvari fyrir þessu fyrirtæki. Halldór hefur sér til aðstoðar í fullu starfi lögfræðing hvernig sem á því nú stendur. Á tímum sérmenntunar væri ekki eðlilegt að fólk sem hefur sérmenntað sig á þessu sviði eða er a.m.k. menntað á sviði tónlistar, hefði þarna eitthvað með mál að gera? Það fólk er til á Íslandi. Auðvitað eru einnig haldnar ráðstefnur í Hörpu eins og í flestum sambærilegum húsum. Ég beini þessari spurningu minni til borgarstjórnar Reykjavíkur og ríkisstjórnar Íslands sem bera ábyrgð á rekstri Hörpu. Það væri áhugavert að fá upplýst hvað felst í þeirri ábyrgð.Harpa poppmenningarhús? Harpa byrjaði vel með tónleikum sinfóníunnar undir stjórn Askenasys og með okkar frábæra Víkingi Viðari Ólafssyni auk stórkostlegs kórs og svo kom Dudamel með Gautaborgarsinfóníuna en hvað hefur borið við síðan? Á nýliðinni listahátíð, sem var stofnuð m.a. til framdráttar Sinfóníuhljómsveit Íslands, var hún aðeins í einu aukahlutverki og að undanteknum örfáum tónleikum var poppmenningin í aðalhlutverki. Nú ríkja þar eingöngu poppuppákomur. Eiga markaðsöfl ein að ráða Hörpu? Þessari spurningu beini ég til stjórnenda Hörpu.Hver er stefna Hörpu í tónleikahaldi? Ætlar bókmenntafræðingurinn Halldór Guðmundsson aðalforstjóri kannski að gera þetta að húsi orðsins? Ég vil benda honum á að lesa formála Kiljans fyrir svítum Bachs þar sem hann segir að tónlistin sé æðri en hið ritaða orð og þar er ég Kiljani hjartanlega sammála. Ég held að við almenningur eigum rétt á að vita stefnu ykkar. Á heimasíðu Hörpu er tíundaður fjöldi stjórna sem tengjast Hörpu og eitt 7 manna listráð. Verksvið listráðs er hvergi tilgreint. Ég varð óþægilega var við stefnu eða stefnuleysi ykkar þegar ég kom á kveðjutónleika vinar míns Martins Berkofsky í maí sl. en hann vildi halda tónleika til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Hann hélt yndislega tónleika en megnið af aðgangseyrinum rann til leigu salarins í Hörpu í stað Krabbameinsfélagsins. Martin spilaði ítrekað fyrir byggingu tónlistarhúss bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum og skilaði í okkar sjóð nær 1 milljón króna á þeim tíma. Það var samt ekki neinn möguleiki á að fá salinn á Eurovision-kvöldi án gjalds, né heldur vildi stjórn þess sjóðs sem ekki var notaður til að byggja tónlistarhúsið greiða þennan leigukostnað vegna fordæmisgildis. Ég veit ekkert um þennan sjóð nema það að ég safnaði í hann og skilst að í honum séu tugir milljóna og eigi að styrkja unga efnilega tónlistarmenn. Mér er spurn hver er stefna Hörpu? Eiga gróðasjónarmið þar ein að ráða? Á lágmenning þar að ráða ríkjum? Eiga þeir sem borga brúsann ekki rétt á neinum tónleikum án þess að greiða sérstaklega fyrir þá? Vissulega er þetta einnig ráðstefnuhús og einhverjar ráðstefnur hafa þar verið haldnar en ekki verður séð að mikið af bitastæðum tónleikum sé þar fyrirhugað.Íslenska óperan Íslensku óperunni var sópað inn í Hörpu enda þótt aldrei hafi verið gert ráð fyrir henni þar. Ég hygg að hún hefði verið betur komin í Gamla bíói með öllum þeim annmörkum sem eru vissulega á því húsi. Við vorum komin vel af stað með að byggja Óperuhús í Kópavogi þegar hrunið varð. Höfðum haldið samkeppni um hönnun og höfðum í hendi hús sem skv. kostnaðaráætlun kostaði um 3 milljarða króna og einkaaðilar voru tilbúnir að leggja fram um einn milljarð af þeim kostnaði. Því var sjálfkrafa hætt við hrun og hefur ekki heyrst af því síðan. Ég var þar verkefnisstjóri og veit að enn eru nokkur hundruð milljónir til reiðu til þessa húss frá einkaaðilum. Íslenska óperan mun að mínu mati aldrei eiga sitt heimili í Hörpu þrátt fyrir fullyrðingar um að það sé hennar heimili. Hvers vegna beitir ríkisstjórn og Kópavogsbær sér ekki fyrir því að gera þetta hús í Kópavogi að veruleika svo að segja megi að byggt hafi verið yfir tónlistarflutning á Íslandi? Ríkisstjórn vill beita sér fyrir atvinnuskapandi verkefnum og þetta er vissulega eitt. Ég beini þessari spurningu til ríkisstjórnar og bæjarstjórnar Kópavogs. Sennilega er skömmin yfir Hörpu enn of sár.Framtíðarsýn Ég hef þá sýn að Harpa geti verið flaggskip okkar í tónlistarmenningu Íslands. Á Íslandi er frábært tónlistarlíf öflugra og betra en í nokkru öðru landi þar sem ég þekki til. Við höfum góða tónlistarskóla og einnig kennslu í grunnskólum í tónlist en slík kennsla þekkist ekki í mörgum löndum Evrópu. Ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa alist upp í Laugarnesskóla við morgunsöng á svölum á hverjum morgni og prófun í þekkingu tónverka mánaðarlega. Það var það sem kveikti mína ástríðu fyrir tónlist. Ég hélt tónlistarhátíðir hér í minni heimasveit í Frakklandi, Provence-Islande, í sex ár og hafði af ómælda ánægju. Hér í næsta nágrenni er Festival Roche d‘Antheron, sem nú heldur sína hátíð í 29. skipti með 90 tónleikum á einum mánuði, þar sem margir fremstu píanósnillingar heims koma saman auk stórgóðra hljómsveita. Þeir byrjuðu smátt en hafa sannað tilverurétt sinn svo að ekki verður um villst. Með sama hætti vona ég að Harpa nái að vaxa og dafna með hverju ári og að upphafið sé aðeins vaxtarverkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að Ísland er aðeins að jafna sig eftir hrun og ríkisfjármál eru kannski eitthvað gagnsærri en áður. Frú Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra harmar það mjög að stjórnmálamönnum hafi ekki tekist að vinna sér traust með þjóðinni. Skyldi ekki hluti þess felast í því að þjóðin er enn alls ekki upplýst um ýmis óþægileg mál? Harpa er kannski eitt þeirra? Ég ber hag Hörpu mjög fyrir brjósti og finnst þetta flott hús þó segja megi að það sé allt of flott fyrir okkar fámennu þjóð.Forsagan Fyrir nær þrjátíu árum skrifaði ég blaðagrein sem olli því að mér var ýtt út í að veita forystu Samtökum um byggingu Tónlistarhúss (SBTH). Ég varði stórum hluta frítíma míns næstu tíu ár í þetta verkefni. Við hlutum mikinn stuðning og samtökin höfðu yfir 2.000 borgandi stuðningsaðila. Við höfðum 12 manna stjórn skipaða tónlistaráhugamönnum og tónlistarmönnum og 30 manna fulltrúaráð sem skipað var fulltrúum allra helstu samtaka tónlistar í landinu. Eftir norræna hönnunarsamkeppni fengum við samþykktar byggingarnefndarteikningar fyrir glæsilegt tónlistarhús í Laugardal, sem allir voru sáttir við. Þetta hús hefði kostað um 6 milljarða króna á núvirði. Það hafði fullnægjandi aðstöðu til að hýsa óperu. Þessum áformum var öllum kastað á haug og nýtt tónlistarhús hannað í lok aldarinnar. Ísland var ríkt og aðeins það besta skyldi verða að raunveruleika. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um heildarkostnað Hörpu, á bilinu 30-50 milljarðar. Byggingarkostnaður hefur hvergi verið birtur en á fjárlögum getum við séð að almenningur þessa lands og komandi kynslóðir þurfa að greiða 534 milljónir á ári næstu 35 ár til að greiða niður hluta af herkostnaði við þetta mannvirki. Barnabörnin mín sem nú eru við 5 ára aldurinn verða komin yfir fertugt þegar þau hafa greitt þennan herkostnað eða meir en 15 þúsund krónur á ári alls um hálf milljón króna á hvern einstakling. Hver fjögurra manna fjölskylda þarf að greiða yfir 50 þúsund á ári fyrir þessa óráðsíu. Ekkert af þessu verður tekið til baka en ég tel nauðsynlegt að upplýsa okkur sem er gert að borga hvernig þetta varð svona og hvort þar sé allt heiðarlegt og hreint. Er enginn sem ber ábyrgð á þessu? Mér finnst undarlegt að enginn blaðamaður hafi tekið sig til og kannað þetta mál ofan í kjölinn. Margar spurningar hafa vaknað við efnahagshrun Íslands fyrir nær fjórum árum og langar mig að spyrja nokkurra þeirra varðandi Hörpu.Kostnaður við byggingu Hörpu? Hver var heildarbyggingarkostnaður og hvernig sundurliðast hann í stjórnunarkostnað þeirra stjórna sem voru myndaðar til að byggja Hörpu – á endanum leggst vitaskuld allur kostnaður á almenning. Þar á ég við félög eins og Austurbakka, Portus, Totus, Ago o.s.frv. Það er ekki auðvelt að botna í þessum félagafjölda kringum eina byggingu og hygg ég að það sé einsdæmi. Öll hafa þessi félög stjórnir, sem vísast sitja ekki þar fyrir velvild eina og a.m.k. flest eru enn við lýði. Við eigum rétt á að vita hvernig farið var með fé okkar og hvernig farið er með það í dag. Einnig væri áhugavert að vita hver hönnunarkostnaður var en sjálfur byggingarkostnaðurinn er eitthvað sem ræðst af hönnun. Þessari spurningu beini ég til ríkisstjórnar Íslands.Örlæti í starfsmannafjölda? Starfsmannafjöldi Hörpu er skv. upptalningu á heimasíðu 33 manns og eru þá ekki taldir lausráðnir ráðgjafar sem ég hef fregnir af að séu nokkrir. Sambærileg hús eins og t.d. í Ósló hafa 15 manns. Rétt er að það komi fram að Harpa heldur sjálf enga tónleika og skrifstofufólk Íslensku óperunnar er um 8 og sinfóníunnar um 10 en hvorug talan varðar starfsmannafjölda Hörpu. Ég spyr því í einlægni: Hvað réttlætir þetta örlæti í starfsmönnum? Það væri einnig áhugavert að fá skýringar á hvers vegna Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur, Þórunn Sigurðardóttir og Pétur Eiríksson, sem mér vitanlega hafa hvorki sérstaka menntun í tónlist né stjórnun tónlistarhúsa, eru í forsvari fyrir þessu fyrirtæki. Halldór hefur sér til aðstoðar í fullu starfi lögfræðing hvernig sem á því nú stendur. Á tímum sérmenntunar væri ekki eðlilegt að fólk sem hefur sérmenntað sig á þessu sviði eða er a.m.k. menntað á sviði tónlistar, hefði þarna eitthvað með mál að gera? Það fólk er til á Íslandi. Auðvitað eru einnig haldnar ráðstefnur í Hörpu eins og í flestum sambærilegum húsum. Ég beini þessari spurningu minni til borgarstjórnar Reykjavíkur og ríkisstjórnar Íslands sem bera ábyrgð á rekstri Hörpu. Það væri áhugavert að fá upplýst hvað felst í þeirri ábyrgð.Harpa poppmenningarhús? Harpa byrjaði vel með tónleikum sinfóníunnar undir stjórn Askenasys og með okkar frábæra Víkingi Viðari Ólafssyni auk stórkostlegs kórs og svo kom Dudamel með Gautaborgarsinfóníuna en hvað hefur borið við síðan? Á nýliðinni listahátíð, sem var stofnuð m.a. til framdráttar Sinfóníuhljómsveit Íslands, var hún aðeins í einu aukahlutverki og að undanteknum örfáum tónleikum var poppmenningin í aðalhlutverki. Nú ríkja þar eingöngu poppuppákomur. Eiga markaðsöfl ein að ráða Hörpu? Þessari spurningu beini ég til stjórnenda Hörpu.Hver er stefna Hörpu í tónleikahaldi? Ætlar bókmenntafræðingurinn Halldór Guðmundsson aðalforstjóri kannski að gera þetta að húsi orðsins? Ég vil benda honum á að lesa formála Kiljans fyrir svítum Bachs þar sem hann segir að tónlistin sé æðri en hið ritaða orð og þar er ég Kiljani hjartanlega sammála. Ég held að við almenningur eigum rétt á að vita stefnu ykkar. Á heimasíðu Hörpu er tíundaður fjöldi stjórna sem tengjast Hörpu og eitt 7 manna listráð. Verksvið listráðs er hvergi tilgreint. Ég varð óþægilega var við stefnu eða stefnuleysi ykkar þegar ég kom á kveðjutónleika vinar míns Martins Berkofsky í maí sl. en hann vildi halda tónleika til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Hann hélt yndislega tónleika en megnið af aðgangseyrinum rann til leigu salarins í Hörpu í stað Krabbameinsfélagsins. Martin spilaði ítrekað fyrir byggingu tónlistarhúss bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum og skilaði í okkar sjóð nær 1 milljón króna á þeim tíma. Það var samt ekki neinn möguleiki á að fá salinn á Eurovision-kvöldi án gjalds, né heldur vildi stjórn þess sjóðs sem ekki var notaður til að byggja tónlistarhúsið greiða þennan leigukostnað vegna fordæmisgildis. Ég veit ekkert um þennan sjóð nema það að ég safnaði í hann og skilst að í honum séu tugir milljóna og eigi að styrkja unga efnilega tónlistarmenn. Mér er spurn hver er stefna Hörpu? Eiga gróðasjónarmið þar ein að ráða? Á lágmenning þar að ráða ríkjum? Eiga þeir sem borga brúsann ekki rétt á neinum tónleikum án þess að greiða sérstaklega fyrir þá? Vissulega er þetta einnig ráðstefnuhús og einhverjar ráðstefnur hafa þar verið haldnar en ekki verður séð að mikið af bitastæðum tónleikum sé þar fyrirhugað.Íslenska óperan Íslensku óperunni var sópað inn í Hörpu enda þótt aldrei hafi verið gert ráð fyrir henni þar. Ég hygg að hún hefði verið betur komin í Gamla bíói með öllum þeim annmörkum sem eru vissulega á því húsi. Við vorum komin vel af stað með að byggja Óperuhús í Kópavogi þegar hrunið varð. Höfðum haldið samkeppni um hönnun og höfðum í hendi hús sem skv. kostnaðaráætlun kostaði um 3 milljarða króna og einkaaðilar voru tilbúnir að leggja fram um einn milljarð af þeim kostnaði. Því var sjálfkrafa hætt við hrun og hefur ekki heyrst af því síðan. Ég var þar verkefnisstjóri og veit að enn eru nokkur hundruð milljónir til reiðu til þessa húss frá einkaaðilum. Íslenska óperan mun að mínu mati aldrei eiga sitt heimili í Hörpu þrátt fyrir fullyrðingar um að það sé hennar heimili. Hvers vegna beitir ríkisstjórn og Kópavogsbær sér ekki fyrir því að gera þetta hús í Kópavogi að veruleika svo að segja megi að byggt hafi verið yfir tónlistarflutning á Íslandi? Ríkisstjórn vill beita sér fyrir atvinnuskapandi verkefnum og þetta er vissulega eitt. Ég beini þessari spurningu til ríkisstjórnar og bæjarstjórnar Kópavogs. Sennilega er skömmin yfir Hörpu enn of sár.Framtíðarsýn Ég hef þá sýn að Harpa geti verið flaggskip okkar í tónlistarmenningu Íslands. Á Íslandi er frábært tónlistarlíf öflugra og betra en í nokkru öðru landi þar sem ég þekki til. Við höfum góða tónlistarskóla og einnig kennslu í grunnskólum í tónlist en slík kennsla þekkist ekki í mörgum löndum Evrópu. Ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa alist upp í Laugarnesskóla við morgunsöng á svölum á hverjum morgni og prófun í þekkingu tónverka mánaðarlega. Það var það sem kveikti mína ástríðu fyrir tónlist. Ég hélt tónlistarhátíðir hér í minni heimasveit í Frakklandi, Provence-Islande, í sex ár og hafði af ómælda ánægju. Hér í næsta nágrenni er Festival Roche d‘Antheron, sem nú heldur sína hátíð í 29. skipti með 90 tónleikum á einum mánuði, þar sem margir fremstu píanósnillingar heims koma saman auk stórgóðra hljómsveita. Þeir byrjuðu smátt en hafa sannað tilverurétt sinn svo að ekki verður um villst. Með sama hætti vona ég að Harpa nái að vaxa og dafna með hverju ári og að upphafið sé aðeins vaxtarverkir.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun