Harpa í mál við ríkið með fulltingi ríkisins 9. nóvember 2012 06:00 Dómstólar munu kveða upp úr um hvernig fasteignamati Hörpu verður háttað. Ríki og borg standa að málshöfðuninni.fréttablaðið/valli Aðferð Fasteignamats ríkisins við mat á virði Hörpunnar er ólögmæt að mati Lögmannsstofunnar Lex. Eigendur Hörpu, ríki og borg, hafa falið lögmönnunum að fara með málið fyrir dóm. Getur skipt hundruðum milljóna í fasteignagjöld. Lögmannsstofan Lex telur að aðferð Þjóðskrár við fasteignamat á Hörpu standist ekki lög. Matið var kært til yfirfasteignamatsnefndar sem staðfesti úrskurð Þjóðskrár. Eigendur Hörpu hafa falið lögmannsstofunni að undirbúa dómsmál. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar sem er móðurfélag Hörpunnar, segir markmiðið með málssókninni vera að lækka fasteignamatið umtalsvert. „Við urðum sammála um það með eigendum, ríki og borg, að dómstólaleiðin væri rétta leiðin og hana ætlum við að fara.“ Þjóðskrá notar kostnaðaraðferð við fasteignamatið en þá er stuðst við byggingarkostnað, en hann er metinn 28 milljarðar króna. Undir það tekur yfirfasteignamatsnefnd. Aðrar aðferðir eru markaðsaðferð, sem byggir á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna, og tekjuaðferð, sem byggir á tekjum og fasteignum og kostnaði vegna þeirra. Þjóðskrá leggur byggingarkostnað Hörpu til grundvallar fasteignamati. Árið 2012 hækkaði matið úr rúmum 17 milljörðum í rúma 20 og það hækkar í rúman 21 milljarð árið 2013. Fasteignin er nú nær fullkláruð og skýrir það hækkunina. Portus og móðurfélag þess, Austurhöfn-TR, fengu PwC og Capacent til að leita gangverðs eignarinnar út frá því hvert virði hennar væri með hliðsjón af tekjum, gjöldum og nýtingarmöguleikum. Að mati Capacent er virði Hörpu 6,5 til 6,7 milljarðar en 6,8 milljarðar að mati PwC. Í álitsgerð Lex segir að sé sömu aðferðum beitt á Hörpu og ýmis önnur hús, svo sem Hof á Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ráðstefnumiðstöð Grand hótels, væri fasteignamatið 15,1 milljarður. Í álitsgerðinni segir jafnframt að ekki sé aðeins hægt að horfa til byggingarkostnaðar við Hörpu sjálfa. Hann sé mjög hár vegna hrunsins. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir um 12 milljörðum, en Þjóðskrá meti hann nú á 28 milljarða. Því sé ekki hægt að horfa aðeins á hann heldur verði að horfa til byggingarkostnaðar sambærilegra eigna. Fasteignagjöld Hörpu fyrir 2012 námu tæplega 340 milljónum króna. Umtalsverð lækkun á fasteignamati gæti því þýtt tugi eða hundruð milljóna króna lægri fasteignagjöld. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Aðferð Fasteignamats ríkisins við mat á virði Hörpunnar er ólögmæt að mati Lögmannsstofunnar Lex. Eigendur Hörpu, ríki og borg, hafa falið lögmönnunum að fara með málið fyrir dóm. Getur skipt hundruðum milljóna í fasteignagjöld. Lögmannsstofan Lex telur að aðferð Þjóðskrár við fasteignamat á Hörpu standist ekki lög. Matið var kært til yfirfasteignamatsnefndar sem staðfesti úrskurð Þjóðskrár. Eigendur Hörpu hafa falið lögmannsstofunni að undirbúa dómsmál. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar sem er móðurfélag Hörpunnar, segir markmiðið með málssókninni vera að lækka fasteignamatið umtalsvert. „Við urðum sammála um það með eigendum, ríki og borg, að dómstólaleiðin væri rétta leiðin og hana ætlum við að fara.“ Þjóðskrá notar kostnaðaraðferð við fasteignamatið en þá er stuðst við byggingarkostnað, en hann er metinn 28 milljarðar króna. Undir það tekur yfirfasteignamatsnefnd. Aðrar aðferðir eru markaðsaðferð, sem byggir á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna, og tekjuaðferð, sem byggir á tekjum og fasteignum og kostnaði vegna þeirra. Þjóðskrá leggur byggingarkostnað Hörpu til grundvallar fasteignamati. Árið 2012 hækkaði matið úr rúmum 17 milljörðum í rúma 20 og það hækkar í rúman 21 milljarð árið 2013. Fasteignin er nú nær fullkláruð og skýrir það hækkunina. Portus og móðurfélag þess, Austurhöfn-TR, fengu PwC og Capacent til að leita gangverðs eignarinnar út frá því hvert virði hennar væri með hliðsjón af tekjum, gjöldum og nýtingarmöguleikum. Að mati Capacent er virði Hörpu 6,5 til 6,7 milljarðar en 6,8 milljarðar að mati PwC. Í álitsgerð Lex segir að sé sömu aðferðum beitt á Hörpu og ýmis önnur hús, svo sem Hof á Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ráðstefnumiðstöð Grand hótels, væri fasteignamatið 15,1 milljarður. Í álitsgerðinni segir jafnframt að ekki sé aðeins hægt að horfa til byggingarkostnaðar við Hörpu sjálfa. Hann sé mjög hár vegna hrunsins. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir um 12 milljörðum, en Þjóðskrá meti hann nú á 28 milljarða. Því sé ekki hægt að horfa aðeins á hann heldur verði að horfa til byggingarkostnaðar sambærilegra eigna. Fasteignagjöld Hörpu fyrir 2012 námu tæplega 340 milljónum króna. Umtalsverð lækkun á fasteignamati gæti því þýtt tugi eða hundruð milljóna króna lægri fasteignagjöld. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira